Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Side 16
í nágrenni Höfðakaupstaðar. Nasa- sjón sú af heimsmennmgunni, sem ég hafði hlotið við dvölina á síð- astnefnda staðnum, hafði orðið að nægja mér til þessa tíma. Sjón- deildahhringur minn, andlega séð, var því harla þröngur. En hvað gerði það til? Ég var ánægður. Ævin var öll framundan. Það var langt til tvitugs. Og þrjátíu ,til fjörutíu ára aldur var einhvers stáðar langt í burtu. Mér fannst jafnvel, að óratími væri síðan þeir voru á æskuskeiði, er voru þá á Tniðjum aldri. Slíkar og þvílíkar hugsanir brutust um í kolli mín- um. Mætti segja mér, að svo mundi um fleiri. Ekki er því að neita, að seytján ára aldurinn er tírni hugsjóna og eru til beggja handa, mörg um þúsund metra há og hömrum sett, einkum að vestan. Þessi háu fjöíl gera það að verkum, að sólar- gangur er stuttur lengi vetra®, meira að segja austan ár, en Refs staðir standa þar niður undan djúpu og breiðu gili. Kemur héð- an bæjarlækurinn, sem rennur rétt fyrir sunnan túnið. Er hann venjulega vatnslítill, en getur orð ið hið versta forað í leysingum. Hafði túnið á Refsstöðum oft, fyrr og síðar, fengið að kenna á bæjar- læknum — þar -hafði skriða hlað- izt ofan á ákriðu. Túnið var allstórt, um tuttugu dagsláttur. og mest allt greiðfært. Grasgefið ' var það víða, einikuim gamla túnið niður og norður und- Allir, sem komnir eru til vits ag ára, horfa með nofckrum söfcn- Uði ttí liðinna æskuára, ekki sízt áranna milli fermingar og tvítugs. >á brosir framtíðin við í allri sinni dýrð, þá er allt framundan. í æsku fram á lífsins leið vér lítum, en ei annað neitt, vonandi að breiða gatan greið grænum sé blómum skreytt. segir Grímur Thomsen, óg er mik- 11] sannleikur fólginn í þeim ljóð- línum. Nú er ætlunin að dvelja við eitt ár þessa æviskeiðs, átjánda ævi- árið. Er hér af mörgu að taka og vandi að velja og hafna. En nokk- ur bót er í máli, að ég styðst hér við ritaðar heimildir eins og síð- ar kemur fram. Margt er þó eftir minni. Og skal nú hefja þáttinn. Umhverfi. Sagt hefur verið, að umhverfið móti menn mjög, og er það ekki nema eðlilegt. Er ekki von til, að sá, sem eist upp í borg, hafi á sér annan brag, yzt sem innst, en hinn, er elur aldur sinn í afskekktri sveit frá barnæsku? Ég er afdala barn, fæddur á afskekktu heiðar- býlt, Selhaga á Skörðum, og hafði, er hér var komið sögu, dvalizt á tveimur jörðum á Laxárdal í Húnavatnasýslu og þrjú ár á jörð drauma um framtíðina. Þá taka fyrir alvöru að mótast hugmynd- ii um það, hvað gera skal á fullorð insárunum. Dæmi ég þarna að vísu mikið eftir mér og jafnöldrum mínum á þessum tíma. Ég var í tæpu meðallagi, hvað líkamlegan þroska snerti, og mér fannst mér ekki liggja neitt sérlega á að verða futíorðinn. Hefur umhverfið vafa- laust átt mikinn þátt í því. Skal nú gerð nákvæm grein fyr- ir mínu umhverfi. Þegar hér var komið sögu, átti ég heima hjá foreldrum mínum að Refsstöðum á Laxárdal í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Foreldrar mín ir höfðu búið á dalnum í mörg ár, en flutt þaðan út á Skagaströnd og búið þar í fá ár..Hugurinn leit- aði sífellt fram á dalinn, og vorið 1938 keypti faðir minn Refsstaði og fluttist þangáð í fardögum. Hafði jörðin verið í eyði þá um skeið eftir húsbruna. Bráðabirgða- skúr hafði þó verið reistur skömmu eftir brunann, og stóð enn; Var húsnæðið þröngt og þæg- indalítið, en fjárhús í sæmilegu standi. Refsstaðir eru framan við miðjan dal, þar sem hann er breið- astur. Verða vatnaskil á dalnum nokkuð fyrir framan Refsstaði í uppsprettum þeim, er Kattaraugu nefnast. Áin Laxá er hér því lítil alla jafna, en verður töluvert vatns fall, er nær dregur ósi. Hlá fjöll an bænum. Var alveg ótrúlegt, hve það spratt, þegar þess er gæfct, að enginn tilbúinn áburður var notáð- ur, en aðeins húsdýraáburður. Engjar eru víðlendar mjög, bæði flóar og breiðar í allar áttir frá túni — aðeins sá gallinn á, að mjög er votlent og erfitt að þurrka. Varð að flytja mest til þerris heim á tún. Landstór jörð er Refsstaðir, og var talin tuttugu hundraða jörð að fornu mati. Aðdrættir voru erfið- ir á Refsstöðum, en verzlun var sótt jöfnum höndum til Höfða- kaupstaðar og Blönduóss, og far- inn dalurinn út á Mýrar, um Refa- sveit til Blönduóss, en Skagaströnd til Höfðakaupstaðar. Til Sauðár- króks var lestavegur um fjalla- skörðin, Litla-Vatnsskarð, Víðidal og Hryggjadal. Laxárdalur ligg- ur samhliða Langadal. Milli þess- ara tveggja dala skerast nokkur Skörð, og eru þeirra mest Auðólfs- staðaskarð, sem gengur upp frá bænum Auðólfsstöðum í Langadal, Skarðsskarð, sem gengur upp frá Geitaskarði, og Strjúgsskarð, sem gengur upp frá bænum Strjúgs- stöðum. Þetta síðastnefnda skarð er mér ofarlega í huga, þegar ég minnist æskudaga minna, því að mörg á ég þar sporin og sum ekki létt. Þó held ég, að skarðið sé ekkert afbragð að fegurð. í skarð- inu ofarlega er dálítil tjörn, sem 664 TÍMINK — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.