Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Page 17
úr rennur læíkur austur 1 Laxá. Grei'ðfært er Strjúgssikarð um frasd grónar skriður og grundir, ema neðst, þar sem er nokkur hliðarihalli og allbratt. Mætti ef- laust með tiltölulega litlum til- kostnaði gera hér veg, færan jepp um um sumarmánuðina. Bíður það síns tíma. Ég fór oftast gangandi um Strjúgsskarð, og marga hef ég þar vísuna ort og erindin. í ein- veru og kyrrð fjallanna er auðvelt að hugsa. Þetta stytti mér göng- una, og fyrr en varði blöstu Refs- staðir við augum mínum, þegar skarðið var að baki. Býlið Kára- hlíð er við austurop dalsins, en hafði verið í eyði í mörg ár, þegar hér var komið sögu. Þar var því ekki að vænta að sjá ljós í glugga sem leiðarmerki í myrkri eða veðra ham. En skammt fyrir norðan og austan var enn búið. Þar mátti ég eiga von á að sjá ljós í glugga. Og gott var að koma heim í litla bæinn, hrakinn af hríð og uppgef- inn af að kafa snjóinn — hvíta, endalausa þilju. Námsvonir. Frá þvi ég man eftir mér, hefur lestur bóka og blaða verið mér yndi. Þrátt fyrir stutt nám í barna skóla, aðeins fjóra vetur, tókst mér að ná sæmilegri leikni í skrift og •réttritun, enda skrifaði ég flest það, sem faðir minn þurfti að fá skrifað, eins og samninga, sem hann gerði marga um sína daga, og ég þá um og innan við ferm- ingu. En nú var ég orðinn seytján ára og hafði dvalizt þrjú ár á Refs- stöðum, vanizt allri vinnu, sem títt er að stunda í sveit, en einnig feng ið að láta hugann rei'ka. Þessi ár hafði hugur minn staðið til náms, helzt langskólanáms, en faðir minn taldi sig ekki geta misst mig frá búskapnum, sem ég hafði lítinn hug á, og svo væri ekki víst, sagði hann, að ég kæmist hærra í lífinu sem menntamaður en bóndi í sveit. Hann hafði sjálfur komizt af með sinn sex vi'kna, aðkeypta lífslær- d'óm, eins og hann oröaði það sjáif ur, og sá lærdómur hafði dugað honum fram að þessu. Get ég aldrei fyrirgefið föður mínum þessa afstöðu, þó að mér tækist síðar á ævinni að afla mér nokk- urrar menntunar, algeriega af eig- in rammleik. Eitt sinn, einmitt vet urinrn sem ég var seytján ára, hilltd þó næstum undir það, að menntadraumur minH rættist, og skal nú nokkuð frá því sagt. Séra Gunnar Árnason á Æsustöðum, sóknarprestur okkar, var góður kunningi föður míns. Kom hann í húsvitjun á hverjum vetri til okk ar og á aðra bæi dalsins í hans prestakalli. Hafði með sér fylgd- armann og var vel hestaður. Þótti okkur ærinn viðburður að fá klerk í heimsókn og fagnaðarauki um leið. Það var tignarlegt að sjá prest og fylgdarmann koma sunn- an hjarnið á dalnum, skeiðríðandi og fara mikinn. Eftir að prestur hafði heilsað fólki, las hann nokk- ur vel valin ritningarorð og lagði síðan út af þeim. Var þetta öllum, sem á hlýddu, mikil ánægja, en faðir minn, sem var mjög bagað- ur á heyrn, fór fram í bæ, þegar prestur hóf lestur sinn. Séra Gunn ar kallaði á eftir. föður mínum: — Sveinn-, Sveinn, hvers vegna ferðu út Heyrði hann, hvað prestur kall- aði og svaraði ípéð vísu: Heyrnardeyfán hamlar mér að hlusta á drottins orðið, en allir leyfa að óska sér einhyers góðs á borðið. Þetta var, þegar ég var seytján ára. Einmitt í þetta skipti, sem hér um ræðir, orðaði ég við séra Gunn- ar, hvort hann vildi kenna mér undir skóla og tók hann því lík- lega sem hans var von. Hafði prestur oft áöur tekið unglinga til náms á heimili sitt, og þeir þá unnið fyrir nokkru af námskostn- aði sínum við skepnuhirðing og fleira á prestsetrinu. Ég taldi mig ekki síður hæfan til náms en nokkra þá, sem ég þekkti og voru að leggja út á lang skólabrautina. Veit ég, að mér hefði verið vel borgið, hvað nám- ið snerti, hjá öðrum eins lærdóms manni og séra Gunnari. En þetta átti nú einu sinni ekki að verða, þvi miður. Skömmu eftir þessa hús vitjun, kom faðir minn að Æsu- stöðum, og spurði þá prestur hann, hvort hann ætlaði ekki að láta mig í nám til sín, ég væri efni í mennta mann, og væri ékki vel gert að hefta löngun mína til lærdóms- iðkana. En faðir minn sat sem fast ast við sinn keip. Hann langaði víst sjálfan tdl að stunda nám í æsku, en fátækt og basl hindraði það. Varð svo sjálfur beizíkur í garð skóla og aðfenginnar mennt- unar. Eru mörg dæmi þessa. Mér Presturinn á Æsustöðum, séra Gunn. ar Árnason, kennari kenndi ungling- um undir skóia, og pilturinn á Refs- stöðum hafði mikinn hug á námi. En þó að presturinn reyndi að tala máli piltsins, kom það fyrir ekkl. Gamla skáldið, faðir hans, hafði farið á mis við alla skóla — og fyllzt biturleik f þeirra garð. fannst þetta kannski ekki eins sárt, þegar það gerðist, og síðar. En vegna þessa get ég aldrei gerzt talsmaður þess, að æskulýðn- um sé takmarkaður aðgangur að menntun. Slíkt má aldrei henda. Mig langaði sárlega til að læra á þessum árum, og einmitt á átjánda aldursárinu nálgaðist sá draumur að verða að veruleika. Mig dreymdi á nóttunni, að ég væri kominn í stóran og glæsilegan skóla og sæti þar við nám með öðru æskufólki. Það, sem ekki fékk að rætast í vökunni, hlaut þó alltaf að verða að veruleika í draumum. Kannast vist flestir við þessu líkt, óska- draumana. Og skal nú ekki meir fjölyrt um þáð, sem aldrei varð að veruleika. Dagbókin. Og mig dreymdi mi'kla drauma um að verða rithöfundur og skáld. Það, sem hefur vakið þessa skálda drauma mína, hefur vafalítið ver-' Ið það, að faðir minn var síyrkj- andi og kveðandi. Og áhrifin síast; inn óafvitandi á löngum tíma. Var þetta kannski lika meðfætt. Svo T Í IVl 1 N N — SUNNUDAGSBLAP 665

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.