Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Blaðsíða 6
gert að koma fyrir barnaleikvöll- uml f>að er ekki öll vitleysan eins. Þvl miður eru þessi vinnubrögð ekki einsdæmi. Þeir sem hafa ver- ið svo skyni skroppnir að bjástra við trjáirækt í næsta nágrenni Reykjavíkur, hafa rekið ig á, að oftar en ekki er ómögulegt að sannfæra borgaryfirvöldin um að Ingólfur Arnarson og niðjar hans hafa arfleitt okkur að nægu hrjóst- urlandi fyrir reglustikumennina til að leika sér að, þó að seinni tíma trjálundir séu látnir njóta friðhelgi. Samkvæmt skýrslum Landgræðslunnar eru hlutföll- in 1% á móti 99%, hrjóstrinu í vil. Þetta er þeim mun óskiljanlegra sem maður sér, að í rauninni vilja ráðamenn borgarinnar hafa hana sem fegursta — og kosta miklu til. Stærri og suðlægari borg gæti verið hreykin af unaðslegu blóm- skrúðinu, sem prýðir miðbæinn hvert sumar, og við Miklatún og í Laugardal eru myndarlegar fram kvæmdir á döfinni. En svo ekur maður um íbúðar- hverfin, sem risið hafa á síðustu tveim ára+ugum beggja vegna Miklubrautar, í Kringlumýri, við Háaleitisveg, í Sogamýri, við Bú- staðaveg. Arbæjar- og Breiðholts- hverfi, og nú síðast í Fossvogi. Þetta eru undarlega tilbreytingar- lausar húsaraðir, hinn einhæfi stíll hvergi rofinn af leif frá eldri tíma. Það er hvergi neitt óvænt, hvergi brjóta trjálundir fyrri tiðar þrúg- andi formfestu úthverfisins, hvergi hefur reglustikunni verið lyft til að fallegur garðblettur fengi að halda sér. Það hefði líka verið skemmti- legt, að sjá eitt og eitt lítið báru- járnshús innan um steinkassana. í landi Hamrahlíðarskóla er fyrir- hugað að leyfa smáskika af lóð- inni að halda sér í upprunalegri mynd: grjót, mosi sandur. Hvað sem um það er, fyrrnefnd gróðrarstöð varð að víkja fyrir húsgrunnum og malbiki, hverfinu til óprýði og stofnandanum til sorg ar. En alltaf má fá annað skip og annað föruneyti. Sigurbjörn braut sér land á nýjan leik uppi 1 Mos- fellssveit, hálftíma ferð fra bæn- um, og einn bjartan morgun för- um við með honum þangað upp eftir. Rétt fyrir neðan Gljúfrastein bendir hann til hliðar, við beygj- um út á afleggjara, yfir hlað- ið á bóndabæ, fram hjá nokkrum sumarbústöðum og komum að girð ingu í hlíðinni. „Þetta er nú iandið,“ segir Sig- urbjörn. Og við göngum inn um hliðið. Ég hafði búizt við að sjá þarna aðeins ! nokkrar plöntur, en eftir tveggja sumra starf er þessi hálfi hektari alsettur gróðri utan lítiU mýrarhvammur neðst í horni, þar sem eiga að koma blóm og sól- byrgi. í ótal reitum eru ungar trjá- plöntuT. Þarna er brekkuvíðir og gljávíðir. Álnarhár seljureynir í löngum reit, hver planta kyrfilega bundiii með basti við granna bamb usstöng, til þess að stofninn verði beinn. Sigurbjörn segist hafa átt þess- ar plöntur í sáningu, þegar hann varð að hörfa úr gróðrarstöðinni við Bústaðaveginn. „Var ekki erfitt að flytja það allt hingað upp eftir?“ Hann fórnar höndum. „Blessuð vertu, góða mín, ég flutti ekki nærri, nærri allt! Ég tók fáeinar plöntur af hverri teg- und og setti í potta inni í gröður- húsi, setti pottana síðan ú. Ég vissi, að ég gat þurft að flytja þá og þegar, en í pottum mundu plönturnar geta þolað flutning, þó að þær væru með laufi.“ Kringum hvert beð, svo að segja, er einföld röð af runnum eða trjám. Alltaf nýjar og nýjar teg- undir. „Þessi heitir fagur?aufamistill,‘, segir Sigurbjörn. „Græn og gljá- andi blöð á sumrin, en dökkrauð á haustin. Hérna eru villiepli. Þarna dísarunnar. Svo úlfareynir, margstofna og miklu lægrj en silf- uiVeynirinn, frændi hans, sem al- gengastur er í görðum. Og hérna er viðja. Hún vex geysihratt, en er ekki vindþolin að sama skapi. Sérðu, h'vað blöðin eru götótt? Það er norðangolunni að kenna.“ Og nú tek ég eftir því, að mörg skjólbelti eru þvert á norðanátt- ina. Sigurbjöm segir, að skjól- ið sé ótjúlega þýðingarmikið fyrir nýgræðing, sérstaklega í vindarassi eins og blessuðu fóstur- landinu okkar. Suður á Jótlandi, þar sem sé þó miklu hlýrra, séu alls staðar trjáraðir í þessa veru, oft reynir, boginn undan vindátt- inni. Ófróðum gæti virzt sem væri tafcmarkað skjól 1 runnarönd, þar sem loftið smýgur alls staðar milli greina og stofna, en Sigurbjörn segir, að skjól eigi alls ekki að vera loftþétt, heldur sé hlutverk þeirra að lægja vindinn. ,Sextíu prósent mótstaða, fjöratíu prósent glufur er hæfilegt,“ segir hann, og sýnir rimlagrindur mieð þessum hlutföllum, sem hann notaði til skjóls, þar sem runnarnir hrukku ekki til. í vetur ætlar hann að setja þessar grindur sunnan við nokkur stór grenitré, til að verja þau fyrir útmánaðasólfarinu. Á út mánuðum er oft heitt á daginn, en frost á nóttum, og vissara að skyggja tré, sem eru að festa ræt- ur á nýjum stað. Reyndar keypti Reykjavíkur- borg öll stærri tré í gróðrarstöð- inni á matsverði í því skyni að flytja þau niður á Miklatún. „En það varð dráttur á því, að þau yrðu flutt, og einn vetrardag var komin vélskófla á vettvang að grafa fyrir götuskurði, þar sem stóðu falleg grenitré. Þegar ég sá, að trén yrðu eyðilogð, fékk ég skóflustjórann til að lyfta einu í senn upp á jeppakerru og við son- ur minn færðum þau til rliðar. Eiftir nokkurn tima kom verk- stjóri frá garðyrkjustjóra og ég sagði honurn, að ég hefði farið í að hirða nokkur tré, sem hefði átt að henda. Það kom á hann ó- ánægjusvipur, svo ég tók ekki meira. Morguninn eftir kom dagskipun um að taka upp með rótum það, sem eftir væri. Hverju tré fylgdi stór moldarkökkur utan um ræt- urnar, en þá var komið með kaðla )g bundið utan um kekkina og síð an dregið með dráttarvél langa leið. Mestu undur, að það skyldi ekki allt steindrepast. Nokkra tugi trjáa var ekki reynt að flytja, bara jörðuð. Á anman dag hvítasunnu í fyrra kom vélskófla að grafa fyrir húsi og braut niður megnið af birki- trjám, sem fyrir henni stöðu. Við sonur minn gemgum þá í það að bjarga nokkrum þeirra og þau sérðu hérna “ Sigurbjörn bendir á einfalda röð allhárra birkitrjáa og er striga vaf ið um stofn þeirra „Ég ætlaði að reyna að hefta útgufun gegnum börkinn, því að rætumar eru ekHi orðnar nógu tengdar moldinni til þess að tréð 750 1 f I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.