Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Blaðsíða 7
fái gegnum þær nóg vatn í stað þess sem það missir. Já, ja, þau hafa það af. Þú sérð, hvað þau hafa laufgazt í sum- ar.“ Hann talar- um plöntumar sín- ar eins og læknir um sjúkling, nei, líklega 'öllu heldur eins og móðir um born. Við höldum áfram göngunni um garðinn. Alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu. ,.Bjarnargras,‘ segir Sigurbjörn, þegar hann er spurður um dökk- grænar þúfur með undarlega hörðu grasi: Kannski hefur það mintnf einhvern á bjarndýrshún, mér finnst það líkjast grænum broddgelti Sigurbjörn segir, að það þurfi litla mold og sé víða í Danmörku ræktað ofan á lágum steinveggjum utan um garða. Og þegar við sjáum, hvernig þessi garðyrkjumaður, sem ekki gekk í annan skóla en reynslunn- ar, hefur á tveimur árum endur- reist blómtega gróðrarstöð, sem er strax orðin of lítil fyrir aílar þær mörgu tegundir, sem þjóta upp úr moldinni hjá honum, þá freistumst við til að ieggja fyrir hann spurn- ingu: „Ætli íslendingar gætu ræktað ofan í sig það, sem þeir þurfa af nytjajuií. sern nefnist kartafla?“ „Blessuð vertu, enginn vandi, ef rétt er að pví staðið. En sá, sem vill fást við ræktun hér, verður að muna, að hann býr á íslandi og haga sér samkvæmt því. Það er ekki nóg að henda kartöflun- um niður í jörðina og ætlast til þes að þær vaxi af sjálfu sér. Það er býsna margt að athuga. í fyrsta lagi þarf að undirbúa jarðveginn vel, gefa réttan og næg an áburð. Síðan verður að halda iilgresi í skefjum, láta ekki allt fara á kaf í arfa “ „En eru það ekki oft purrkar, sem eyðileggja uppskeruna?“ „Það þ.ýðir náttúrlega ekkert að góna upp í loftið og bíða eftir því, að guð sendi rigningu. Guð hjálpar fyrst þeim, sem hjálpa sér sjálfir, hinir lenda á hakanum. Þeir, sem ætla að rækta kart- öflur í stórum stil, verða að hafa góðan vökvunarúthúnað í görðun- um, sjálfvirka vatnsúðara með vissu millibiiL Á haustin er hægt að verja kartöflurnar frosti með vökvun, það er nýfundið ráð, og þá geturðu á köldum nóttum sofið áhyggjuiaus í rúmi þínu, því hita- mælir í garðinum hringir klukku við eyrað á þér Um leið og hit- inn fer 'niður fyrir visst stig, segj- um frostmark. Þá hleypur þú út og'vökvar. Bændu.r'gætu einnig haft not af slíkuim vökvunartækjum á mikl- um þurrkasumrum, _ en stofnkostn aður er talsverður. Ég hef séð þau út um tún á dönskum bóndahæj- um.“ ,En hvað þá með gulrætur og kál. Gætum við verið sjálfum okk- ur nógir með það grænmeti?1 „Við gætum ræktað miklu meira en við gerum núna, Mér reyndist sérstaklega vel tegund, sem er kölluð Háleggur. Það er seinsprott ið haustkál, sem vel má geyma fram á útmánuðá, en það verður að plamta því snemma og vökva það vel. Vegna þess, hve sumarið okkar er stutt, verður að láta krók koma á móti bragði og vera búinn áð sá í gróðurhúsum löngu fyrir vorið. Þegar ég var með blómin, byrjaði ég að sá í febrúar sumum tegund- tun: ljónsmunna, brúðarauga . . . Ég kynti gróðurhúsið með olíu og hagaði kyndingunni þannig, að ég þurfti ekki að hleypa hitanum á það allt í einu. Á hitamörkun- um hafði ég plastþil, sem ég færði eStir því, séW vorlð öéJfsðist ög ég sáði fleiri tegundum.“ „En er ekki samt nokkuð lang- uir „dauður timi“ hjá íslenzkum garðy rkj umönum ? “ „Það er um að gera að nota skammdegismánuðina til að und- irbúa starfið firamundan, gera við vélar og verkfæri, nálgast áburð og þess háttair.“ „Vel á min-nzt, áburð, hvað seg- ir þú um kjarnann og kalið?“ Sigurbjörn svarar: „Það er eng- inn efi á því, að vfða skortir kalk í jarðveginn hér á landi. Moldin er of súr. Kalksaltpétur, sem inni- heldur bæði kalk og köfnunarefni, er því heppilegri áburður en tómt köfnu-narefni eins og kjarninn. Ég setti smálest af kalki í spild- una mína í fyrra, aðra í vor. Verst að það er svo miklu kaldara hér uppi í Mosfellsheiðinni en niðri í Fossvoginum, og klaki fer seimna úr jörð. Það, sem óx þar á tveimur árum, er þrjú ár að vaxa hér......“ Þegar við snúum til bæjarins, verður Sigurbjöm eftir. Hann ætl- ar að nota dagimn til að hlúa að plöntunum sínum, segist verða vit laus úr leiðindum í rústunum við Bústaðaveginn. Sólskinið gljáir á birekkuvíðinum lækjarsytran tuldrar í skurðinum og Sigurbjöm brettir upp ermarn ar og leitar sér að verkfærum. „Hvað ætlarðu að gera í dag?“ köllum við til hans úr hliðinu. Hann svarar: „Ég ætla í eftir- litsferð og sjá, hvort ég finn ekki einhvers staðar illgresi. Ein lítil arfakló getuir borið mörg hundruð frækom........“ Inga. Sigurbjörn a3 störfum. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ f 751

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.