Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Blaðsíða 12
I í 16. tölublaði Sunnudagsblaðs- ims írá 19 maí i vor er greinar- korn eítir einn ágætan vin minn, gáfu- og fræðimanninn, Benedikt Gíslason frá Hofteigi Ber ritsmíðin að yfirskrift „Rab- að við Sigstein Sigurbergs- son um ættir og annað Ueira." Svo sem vænta mátti er hún að meginmáli um ættir og ætt- artengsl, og verður ekki gert hér að umtalsefni annað en það, að höfundur gerii þar tvær leiðrétt- ingar á grein Sigsteins, sem áður hafði birzt í Sunnudagsblað- inu undir yfirskriftinni: ,Syndason- urinn frá Kolmúla“ og Benedikt ér þar að fjalla um og kvitta fyr- ii Önnui leiðréttingin er ættfræði- leg, en hin söguleg. Eins og við var að búast er sú ættfræðilega auðvitað laukrétt. en hið sama verð ur ekki sagt um þá sögulegu — þó merkilegt sé Benedikt segir: , Tvede bjó ekki á Ketilsstöðum." Hér misminnir hann. en Sigsteinn fer með rétt mál Hams Tvede bjó einmitt á Ketilsstöðum á Völlum að minnsta kosti í nokkur ár, stundum í tví- býli við Pál Þórðarson Melsted, og stundum í þríbýli. Það vill svo vel til, að ég hef undir höndum heimildir um þetta atriði, ásamt fleiri upplýsingum um heimilis- bætti á Ketilsstöðum frá þeim tíma, sem hér um ræðir. Og þær heimildir tel ég nokkurn veginn öruggar, því að þær eru skrifaðar upp eftir manni, sem pá var heim- ilisfas'tur á Ketilsstöðum, að nokkru hjá sýslumönnunum báð- um, sem síðar ségir. En sá maður, sem hér um ræðir var Hallgrirmur Þorgrímsson, síðar bóndi á Hraun koti í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu, Hallbjarnarstöðum í Reykja dal og víðar, afi þeirra Þorbergs- sona, Hallgríms heitins á Halldórs- stöðum, Jónasar, fyrrverandi út- varpsstjóra, og Jóns Helga, mnda á Laxamýri. Og örugglega tel ég það betri heimild en þó að móðir mín hefði sagt mér eftir afa sínum — jafnvel þó að þar hefði verið um að ræða sérstakt og alþekkt sóma- og rétthermis- fólk. En úr því að ég fór á annað borð að leggja orð í belg um þess- ar umræður þeirra fræðimannanna og frændanna um þetta mál tel ég rétt, að ég geri fyllri grein á þeim heimildum, sem ég hef hér minnzt á. Árið 1950 kom út á Akureyri, hjá Prentverki Odds Björnssonar. bókin Horfnir úr héraði — nokkrar upprifjanir frá 18. og 19. öld, eftir Konráð Vilhjálmsson frá Hafralæk, þá rithöfund á Akureyri. fæddur 23 júlí 1885, dáinn 20 júní 1962. Konráð ætti að vera ó- þarfi að kynna. Svo merkilegur maður var hann á marga — og ég vil segja flesta grein, og svo mikið, margþætt og gott æviverk lætur hann eftir sig í menningar- sögu þjóðarinnar á 20. öld, að sannarlega á hann það skilið, flest um samtíðarmönnum sínum frem- ur, að vera landskunnur og þjóð þekktur. Fyrir utan það, að hann var bragfræðingur einn hinn mesti og listfengt ljóðskáld, mun eigi of mælt, þótt sagt sé, að hann muni hafa verið einn af beztu og vand- virkustu íslenzkumönnum samtíð- ar sinnar, þótt eigi væri hann langskólagenginn sem svo er kal'l- að. En þekktastur mun hann þó sem fræðimaður, enda er óhætt að segja, að hann hafi verið einn af allra traustustu og fjölhæfustu fræðimönnum okkai', þeirra sem uppi voru um og báðum megin við miðbik þessarar aldar. Og svo sem vænta mátti, voru þa.r höfuð- viðfangsefni hans ættfræði og saga. Þar var áhugi hans til hinztu stundar. Eitt hið mesta afreksverk hans í fræðum frá síðari árum, var hin mikla Þingeyingaskrá hans í 72 bindum. Eru það æviskrár allra Suður-Þingeyinga, þeirra er þar fæddust frá 1800—1900: Nöfn þeirra, dvalarstaðir og fléira Þetta merkiiega rit gaf hann Suð ur-Þingeyjarsýslu í handriti með bréfi til oddvita sýslunefndar ör- skömmu fyrir andlát sitt. Að þessu mikla verki hafði hann unnið í fjöldamörg ár, fyrst lengi í ígrip- um og tómstundum frá öðrum störfum, svo sem kennslu og fleiru, og loks síðasta hálfan ann- an áratuginn sem aðalstarf, farinn að heilsu og kröftum og oft sár- sjúkur. Auk þessa, samdi hann fjölda annarra æviskráa og ættar- talna og margt flefra í þjóðfræði. Þá má ekki gleyma þýðingum hans. Fyrir utan annað smávegis þýddi hann á tíu árum, 1941 —1951, ellefu langar úrvals skáld- sögur úr Norðurlandamálum. og komu þær ílestar út á vegum Norðra, ein á ári og stundum tvær. Ilefur mjög verið rómað af þeim, sem dómbærir eru um slíkt hve þær þýðingar væru á fögru og vönduðu máli. Hann var fcrúr þjóðerni sínu, uppruna og ættbyggð í einu orði sagt; Góður íslendingur. En víkjum nú aftur að efmnu. Ég nefndi bók eftir Konráð, Horfn- ir úr héraði. Innihald hennai er fimni þættir, mætti segja íslend- ingaþættir, auk ítaríegrar nafna- skrár. Lengsta ritgerðin er Jarð- eigendaþáttur, þar sem segir af þeim, sem eiga jarðirnar í Suður- Þingeyjarsýslu 1712. Er þar geysi- lega mikill fróðleikur saman safn- aður á tæper 100 blaðsíður. Annar þáttur er þar, er nefnist ,,HaII- gríms þáttur Þorgrímssonar. og upp úr honum ætla ég nú að taka Barnæska Hallgríms í Hraunkoti — fyrri hluti 756 T t M I N N - SUNNUDAtiSUI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.