Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1968, Blaðsíða 20
Guðmundur Jóhannesson í Vík: FIMMBYLTUR FYRIR NORÐAN Að fá símakvaðningu fyrir nærri 30 árum austur á Fljótsdals- héraði — það þótti ekki hversdags viðburður pá til dags. Að einhver ætti við mann svo brýnt erindi. að svo mikils þætti við þurfa — það var fátítt. Enda var reyndin sú, að þessu sinni, siðla júnímánaðar 1939, að erindið var brýnt. í hin- um endanum kvað við hressileg og afge-randi rödd Þórarins Sveins- sonar á Eiðum Og kom sér eins og þeir, sem hann þekkja, geta í* myndað sér, vafningalaust að efn- inu. Það var — eitthvað á þessa leið: Eins og þú hefur sjálfsagt heyrt, á fjórðungsmótið að vera á Húsavík næsta sunnudag. Þingey- ingar gera þá kröfu, að einnig verði keppt í glímu Þrír pátttak- endur frá hvorum, og einn glími við alla og allir við einn. Nú vant- ar okkur tilfinnanlega einn mann i glimuna. Getur þú ekki komið með norður og tekið þátt í henni9 Þetta verður jafnframt skemmti- ferð, og fríar ferðir og uppihald. Að vonum hálf stirðnaði ég upp undir slíkum lestri, stundi þó upp sannleikanum: að ég gæti bara því miður ekkert í glímu. Viðurkenndi þó að hafa lítilsháttar æft hana einn vetur fyrir 5 árum, en ekki svo mikið sem spennt glímubelti síðan. Gæti þar af leiðandi hreint ekki neitt. En við Þórarin þýddi engar skynsamlegar úrtölur. Ég kæmist ekki upp með moðreyk. Hann sagði fullskipað hjá þeiin í allar greinar nema þessa, hyggði gott til heildarúrslita, hvernig sem glíman færi, en þar byggist hann ekki við miklum árangri, því að norðanmenn ættu glímumenn góða. En ég vrði að koma. f símaviðtali er ekki langur tími til umhwg.«tnar. Nú, sþöramin var þá alveg eins mikil fyrir Þórarin og aðra framámenn íþróttamanna austan lands áð fara með mig, og það í annan landsfjórðung til op- inberrar keppni. Svo ég hét ferð- inni. Ágætt, sagði Þórarinn, og bætti við: Þú verður að vera á Egilsstöðum snemma á föstudags- morguninn. Við fórum norður þann dag, svo að við höfum laug- ardaginn til hvíldar fyrir mótið Vissulega var ég ekki fyrr bú- inn að leggja tólið á en mér var Ijóst, hver fásinna það var að ætla taka þátt í slíkri keppni, og það al'ls óæfður. En úr því sem_ komið var, pýddi ekki að æðrast. Ég varð að taka því, sem að höndum bæri, og reyna þá að falla með sæmd. Hver skrattinn var það á tímum kreppu og kæruleysis að taka út fimm byltur og fá í staðinn skemmtilega ferð með góðum fé- lögum? Og kanna jafnframt ó- kunna stigu. Hafði þá til dæmis aldrei komið norðar en á Jökuldal, og það ekki lengra en að Hofteigi, þá í krapahríð á vörubíl með Magnúsi Stefánsyni að sækja kindur til slátrunar. Jú, slík ferð hlyti, hvað sem öll- um byltum og skömm liði, að borga sig. Það var næsta kærulaus maður, sem lagðist á koddann á Egilstöð- um síðla kvölds fyrir hinn ákveðna norðurfarardag, staðráðinn í að láta ekki á sér standa að morgni. Stóð þó ekki betur en svo við þáð góða áform, að rífa varð hann upp með andfælum morguninn eftir með þeirri frétt, að iþróttaflokkur- inn væri kominn og biði. Þótt doka þyrfti aðeins við eftir svo þýðing- armiklum þátttakanda, datt áð sjálfsögðu engum í hug að taka til þess. Vissulega samt lágmarkshátt- vísi að láta ekki lengi bíða eftir sér. Þarna var samankominn upp á ferðina mannvænlegur hópur ungs fólks, undir stjórn þeirra á- gætu manna, Þórarins Þórarins- sonar og Þórarins Sveinssonar, skólastjóna og kennara á Eiðum. Þótt ég þekkti hér næsta fá and- lit, flest fólkið neðan af fjörðum, mátti fljótt sjá, að hér yrði um glaðan og f góðan félagsskap að ræða. Af íþróttamönnum þekkti ég Hrólf Ingólfsson, Guttorm Sigur- björnsson og lítils háttar þá bræð- ur frá Hánefsstöðum, Þorvarð og Tómas Árnasyni. Allt eru þetta nú orðnir virðulegir borgarar: Bæjar- stjóri, forstjóri, hæstaréttarlög- maður. Ef til vill eiga þeir eftir að verða alþingismenn, kannski hæstvirtir ráðherrar. En hvað um það — ég mun minnast þeirra sem góðra stráka frá ungdómsár- um. Auk þess íþróttamanna, sem til sóma voru sínu byggðarlagi. Einn þekkti ég enn, sem ekki myndi spilla ferðinni, þótt hann hvorki kastaði langt, hlypi hart né stykki hátt Svavar Benediktsson, harmónikuspilara og tónskáld. Meira að segja sá, sem þetta skrif-. ar, gat gaulað einn og einn lagstúf fram eftir öllu sumri eftir ferðina, þótt allt slikt sé nú löngu gleymt og grafið. List getur enginn lært. Nú er ekl’i að orðlengja það, að þegar síðasti „íþróttamaðurinn“ er kominn í bíiinn á Egilsstöðum, var snúið stefni til norðurs og ekið sem leið lá áleiðis norður í land Enda myndi ekki af veita að nota tímann. Séu íslenzkir akvegir ófullkomnir nú, voru þeir nánast sagt götusióðir og ruðningatr fyrir þrjátíu árum. Tíminn leið óðfluga við hvers kyns gamanmál, söng og harmón- ikuspil. Upp á ýmsu var fundið. Til dæmis fór fram skriftarkeppni öðru hverju, þó ævinlega þar, sem vegur var verstur og hoss mest Var þá um deilt, hversu mönnum hefði tekizt að taka lag. Kom oft út furðuleg stafagerð. Auðvitað kom það svo í hlut skólastjóra og kennara að dæma og fékk pá margur lága einkunn í skrift. Ekki vorum við þó langt kom- in áleiðis, er mér þótti heldur syrta i álinn, mitt í glaðværðinni. Ég komst að þvi, að peningaveski mitt var ekki með í förinni. Hafði örugglega legið eftir á Egilsstöð- um um morguninn. Að vísu var það ekki úttroðið af bankaseðlum, en engu að síður hafði ég átt smá- vegis af skotsilfri, sem duga átti tn'fararinnar. Greip ég þá til þess, sem nærtækast var, krossbölvaði sjálfum mér hátt og í hljóði fyrir asnaskapin, svo að Þórarni Sveins 764 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.