Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Side 6
fafmælið á Kálfafellsstað. Var þar '.vel og greinilega skýrt frá, svo isem hans er vandi, en mér þótti ! það á vanta, að séra Sveins Eiríks- sonar var ekki getið, þar sem margra presta var minnzt, er höfðu setið Kálfafellsstað. Séra Sveini Eiríkssyni megum við ekki gleyma. Hann var fallegur maður og vel gefinn. Fyrir utan prestverk sín vitjaði hann og lækn- aði sjúka, ekki sem meðalalæknir, heldur sem handlæknir. Hann var sá bezti yfirsetumaður og var leit- að til hans við erfiðar fæðingar. Mér hefur verið sagt, að hann hafi reist baðstofuna á Kálfafellsstað og ! smíðað búsáhöld og skeifur undir hesta sína. Hann átti trausta hesta og var ágætur ferðamaður yfir . vötn og vegleysur. Þá man ég síð- ast eftir honum, kom hann austan . yfir Hornafjarðarfljót í stórrign- ; ingu og gífurlegum vatnavöxtum. Hann var að skila af sér hesti, sem Páll Benediktsson, nábúi minn, lánaði honum í ferðalagið. Þegar ' hann kom í hlaðið á Smyrlabjörg- um, stóð móðir mín þar að taka á móti honum og segir: „Oft kemur góður þá getið er“. „Og illur þá um er rætt, Sigríð- ur mín“, svarar hann. Hún segir: „Það nær ekki til yðar“. En svo stóð á, að kona Páls Benediktssonar var búin að taka léttasóttina fyrir sólarhring og var þungt haldin. Þá var séra Sveinn fljótur að henda af sér regnfötum og snarast inn til konunnar, því að ljósmóðirin var að gefast upp, var hún þó vön að taka á móti börn- um. Á augabragði var hann búinn að leysa konuna frá öllum þjáning- ; um, en barnið var dáið. Harmaði Þeir sem senda Sunnu dagsblaðinu efni til birtingar, eru vinsam- lega beðnir að vanda til handrita eftir föng- um og helzt að láta vél- rita þau, ef kostur er. Ekki má þó vélrita þéttar en í aðra hverja j línu. 846 séra Sveinn það að hafa ekki kom- ið fyrr. — Konan hét Guðrún og var Hallsdóttir. Afar hennar voru séra Magnús Ólafsson í Bjarnanesi og Bergur Benediktsson danne- brogsmaður og settur sýslumaður i Árnanesi. Guðrúnu vatnaði einn mánuð í 100 ár, þegar hún dó, og hafði ferlivist til hins síðasta, en hafði verið blind i mörg ár. Séra Sveinn Eiríksson var prest- ur á Kálfafellsstað í fjögur ár. Hans var vitjað til að binda um beinbrot og kippa í lið, svo eitt- hvað sé nefnt. Séra Jóhann Knút- ur Benediktsson var næst á und- an honum, en séra Pétur Jónsson háyfirdómara næst á eftir. Frú Helga Skúladóttir, kona séra Pét- urs, var mikil búsýslukona, hjarta- hlý og mikil sómakona í öllum greinum. Hún stjórnaði mann- mörgu heimili svo, að allir voru ánægðir. Hún dó í Reykja-vík hjá Jóhönnu dóttur sinni, var búin að óska eftir að hvíla í Kálfafells- staðarkirkjugarði við hlið manns síns, en það gat ekki orðið. Kálfa- fellsstaður var henni helgur stað- ur. Þau komu þangað eignalaus, en blómguðust þar vel, eins og fleiri, sem þar hafa setið. Við höf- um átt því láni að fagna, að prest- ar okkar hafa verið góðir menn. Þessir þrír, sem hér hafa síðast set- ið, hafa ekki tekið fyrir aukaverk af sínum sóknarbörnum. Af mér er það að segja, að ég ólst upp hjá góðum og guðhrædd- um foreldrum, vönduðum til orðs og æðis. Sá vondi var þar aldrei nefndur nema paurinn eða anzinn. Eins og áður segir er ég fædd á Smyrlabjörgum 1 Austur-Skafta- fellssýslu. Ég fluttist að Uppsölum, næsta bæ, 1903 og bjó þar með manni mínum, Gísla Bjarnasyni, bónda þar í þrjátíu og sjö ár. Hann dó 1940. Ég fluttist að Skálafelli í sömu sveit 1942 með Jóni syni mlnum og Pálínu Gísladóttur, konu hans, og hef verið þar síðan. Það er nú öðru vísi en áður var með öll þægindi og vinnubrögð. Á mínum uppvaxtarárum voru börn snemma vanin við vinnu og ekki hlíft við vosi. Frá sjö til átta ára aldri var farið að láta þau fylgjast með á engjar. Frá klukkan 8 að morgni til klukkan 9 að kvöldi stóð maður á svakkandi engjum, blautur í fætur. Hlífðarföt þekkt- ust ekki, og reið maður í bleyt- unni heim, einna og hálfrar eða tveggja stunda lestagang, og var yfir mikið og vont vatnsfall að fara, þar sem Kolgríma er. En þrátt fyrir vöntun á ýmsu, til fæðis og klæðis, þá hef ég aldrei fengið svo mikið sem bólu á minn líkama, og ekki Iegið nein- ar legur fyrr en um haustið 1966. Þá var ég í Reykjavík, mér til gamans, hjá þeim heiðurshjónum að Hátúni 6, Ingunni sonardótt- ur minni, og manni hennar, Egg- ert Bergssyni. Ég fór í rannsókn á Landakot, var þar í þrjár vikur. Halldór Hansen var læknir minn. Sá blessaði maður kom til mín á hverjum degi, en mér gat ekki batnað þar. Svo var ég flutt á Sól- heima. Þar hafði ég ágæta hjúkrun undir hendi Guðrúnar Sveinsdótt- ur. En mér lakraði alltaf og var nú orðin sárþjáð og máttfarin. Þá kom þar Haukur Jónasson með meðul og önnur góð ráð til lækn- ingar. Þá linuðust mínar mestu þrautir. Svo leið tíminn fram þar til snemma í febrúar. Þá leit Hauk- ur svo á, að ég mætti fara til Ing- unnar sonardóttur, sem vildi fá mig til sín. Mér versnaði við ferð- ina og lá nú lengi og gat tæpast reist höfuð frá kodda, þurfti mikla hjúkrun, en fann þar engan mun á því, sem verið hafði á spítölun- um, svo var vel að mér hlynnt í allan máta. Hjúkrunarkona spraut- aði mig tvisvar í viku, svo notaði ég meðul frá Hauki. Það var tek- in mynd, bæði af maga og ristli, og var víst lítið að sjá. Mér voru gefnir tveir pottar af blóði og margar blóðsprautur, sem Ólafur læknir Jónsson framkvæmdi, ein- hver sá indpslasti maður, sem ég hef kynnzt. Svo leið tíminn til 10. marz, að Inga studdi mig til að stíga i fæturna á áttatíu og fimm ára afmæli mínu. Lengi þurfti Inga að styðja mig inn í stofuna, en tíminn leið og heim var ég kom- in þann 10. maí, og Inga með mér. Þá stóðu fyrir dyrum alþingiskosn- ing og ferming og vildi ég af hvor- ugu missa. Með þessum línum vildi ég senda mínar beztu kveðjur lækn- um, hjúkrunarkonum og sjúkraliði á Sólheimum og Landakoti. Einn- ig öllum sjúklingum, þvl að allir sýndu mér kærleika og alúð. Bið ég guð að blessa allt þetta fólk. Þarna naut ég mikils góðs, þar sem fimm barnabörn mín og þeirra skyldulið kom til mín og lagði blessun sína yfir mig og margir vinir og vandamenn. I 1 M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.