Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Blaðsíða 7
Það var í þúsund ár algeng s|6tl að sjá lifla drengi með mal á baki og hund við hlið gæfa fjár í haga. Svipað hefur átt sér stáð í ótal löndum um ótal aldir. Hversu langt er siðan sú saga hófst eða önnur henni lík? Húsdýr og búpeningur: ELITU MENJAR UM TAMNINGU DÝRA Fáa kafla veraldarsögunnar hef- ur þurft að endurskoða jafnræki- lega og þann, sem fjallar um til- komu húsdýranna, bæði hvar þau voru fyrst tamin og hvenær. Enn er um það deilt, hvaða dýrategund ir menn gerðu sér fyrst hand- gengnar. Þetta er eðlilegt. Minj- ar þær, sem fundizt hafa um bú- fénað á iðngu liðnum öldum, eru harla dreifðar, og oft hafa þær varðveitzt illa og aldursákvörðun iðulega ónákvæm. Eitt mesta vandamálið hefur þó verið að ákvarða, hvort slíkar beinaleif ar eru úr villtum skepnum, hálf- tömdum eða tömdum. Ósjaldan er líka örðugt að skera úr um það, hvort moltnuð bein, sem leg lð hafa þúsundir ára í jörðu, eru til dæmis úr sauðkind eða geit, hesti eða afkvæmi hests og asna. Öruggari vitneskju veita myndir eða ristur af dýrum, sem búin eru tygjum, því að það liggur í augum uppi, að þau tákna tamin dýr. Fleyglesturstöflur þær, sem 'fumdizlt hiafia í nénd við Babý- lon, veita mikils verða vitneskju, enda hægt að segja nokkurn veg- inn til um það, frá hvaða tíma þær eru. En þar sem leturgerð var fyrst upp tekin löngu eftir að fyrstu dýrin voru tamin, veita þessar töflur ekki neitt svar við þeirri spurningu, hvenær menn tóku að hafa búfénað. Aftur á móti eru þær ágæt heimild um það, hver húsdýrin voru á þessum slóðum á þeim tima, er töflurnar voru rist ar. Allir fornleifafundir krefjast langrar og rækilegrar rannsókn ar, áður en endanlegar niðurstöð- ur eru birtar. Síðan eru þær tíðum ræddar og gagnrýndar. Ekki er fá- títt, að þrjáíu eða fjöruíu ár líða frá því minjar finnast, þar til menn telja sig hafa komizt að svo öruggrí niðurstöður, að hún sé tekin upp í fræðibækur Stöð ugt er eitthvað nýtt að koma í leit- irnar, bæði á gömlum fundarstöð- um og nýjum, og það eru engar líkur til þess, að það, sem nú er helzt haft fyrir satt, sé lokasvarið. Norðurlönd eru útjaðar þess svæðis, þar sem bein búfénað- ar frá forsögulegum tíma finnast, og veðurfar á því skeiði veldur því, að engar líkur eru til þess, að þær þjóðir, sem þar bjuggu, hafi innt af höndum brautryðjandastarf í þessu efni. Raunar hefur þar í seinni tíð át sér stað loðdýraeldi, sem kallast má eins konar tamn- ing, en sú saga er svo sérstæð, að þvi verður með engu móti sl^ipað í flokk með sauðfjárhaldi eða stór- gripaeldi. Það hefur verið háð veðurfari og gróðurfarí, hvaða dýrategundir hafa verið tamdar og hvernig tamn ingunni hefur verið háttað. Tamn ing sumra dýra hefur hafizt, áð- ur en veruleg jarðrækt var komin til sögunnar. í þennan flokk koma hundar og hreindýr, og geitfé og sauðfé varð einnig að búfénaði á þessum tíma. Hundurinn er sennilega elzta húsdýrið. Hann var orðinn fylgi- nautur mannsins löngu fyrir daga hins frumstæðasta landbúnað- ar. Hefur því verið haldið fram, að hundurinn eigi ætt að rekja til sjakala og úlfa eða hinna villtu sléttuhunda. Nú eru menn þó horfnir frá því, að sjakalar séu í tölu forfeðra hans, og þykir sennilegast, að frumstofninn sé eitthvert afbri|ði úlfa á fyrri tíð Elztu höfuðbein hunda. fundizt hafa, eru mjög svipuð höf uðbeinum villtra úlfhunda, sem enn eru til. Elztu bein úr tömdum hundi, sem öruggt þykir um aldur á, eru frá miðsteinöld og hafa fundizt á ýmsum stöðum, allt frá norður- TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 847

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.