Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Blaðsíða 18
Nú eri> þeir tímar, að uppi er allmikill bókmenntalegur kurr, og jarðvegur fyrir bókmenntadeilur. Einn hneykslast á sóðalegum og tætings'tegum sögum, en annar telur þær hinar sömu bækur vaxtarbroddinn í bókmenntalífi þjóðarinnar. Fordæming og viður- kenning, afneitun og miklar verðlaunaveitingar -- hvort tveggja ber upp á sama daginn. Gunnar Benediktsson hefur með hvassri grein f Tímariti Máls og menningar gerzt forvígismaður þeirra, sem finnst mælirinn fullur — Ólafur Jónsson blaðamaður hefur mest látið til sín taka í sókn og vörn til forsvars þeim, sem hneykslun- um valda. Enn er allra veðra von. í haust munu fleiri bækur af svipuðum toga koma út. Ein þeirra virðist vera saga eftir Jóhannes Helga Jónsson — mann, sem áður hefur skrifað bækur í allt öðrum dúr, en ekki átt upp á pallborðið hjá þeim, er veita rithöfundum umbun verka sinna. Kafli úr þessari bók birtist hér, valinn af höfundi sjálfum, óþveginn nokkuð svo, en þó ekki svo grófur að orðalagi sem sumt í þeim bókum, er þeir Gunnar og Ólafur deila um. — Hvernig falla dómar bókmenntafræðinganna? Jóhannes Helgi: SÖCUKAFU Á húsinu er turn. Frú Gígja kallar langdrægri sópranrödd upp stigahvelfinguna. Tósti hér! Tósti komi upp! drynur í stein- inum. Hann er i turninum, segir hún. Hann er þar — í öllu sínu veldi og litur ekki upp úr verkefninu á flannastóru teikniborði sem hann liggur hálfur fram á: ermar kufls- ins hafa ýzt upp á miðja fram- haldleggina, stórfreknótta fram á hnúa: Hvað er að frétta? Séð nokkrar læður sem horfandi er á? Méinarðu ketti? Já — í konumynd, grimma með bognar neglur og eldrautt gin. Hefurðu ekki gaman af kvenfólki? Löng þögn, túxpenni arkitekts- ins hvissar. Loks svarar Tósti: Veit ekki. Hvernig hefur pabbi þinn bað? Nokkuð verið að drepa lax nýlega? Hann lofaði mér laxi. Veit það ekki. Það er langt síðan þú hefur sýnt þig. Verið að lesa? Nei. Heldur? Þögn. Þú ert vænti ég ekki að rækta með þér hausteríu svona unguí? Þögn. Gauti lítur snöggt upp, yfir oln- bogann, og túxpenninn er andar- tak kyrr utan í miðri reglustik- unni, svo þokast hann aftur af stað hægar en áður; Það liggur illa á þér. Get ég gert nokkuð fyrir þig? Veit það ekki. Kannski. Arkitektinn dregur annað aug- að í pung og rís upp með það lokað, einblínir með hinu á upp- dráttinn og þurrkar af pennanum með rýju. Þú getur gefið mér ráð. Gauti er enn með annað augað lokað: Skal hrista ein tíu fram úr erminni ef þú vilt. En hvernig ráð? Það — það er út af — kven- manni. Lokaða auga arkitektsins opn- ast hægt til hálfs samtímis því sem lok hins sígur og eyrað sem veit að Tósta sperrist, hann lygn- ir nú báðum augunum og vætir góm þegar hann hallar sér aftur yfir teikninguna, allur eitt eyra og heldur þó áfram að teikna. Tósti tekur báðum höndum fast um borðröndina: það er út af Hörpu — þessari Ijóshærðu — þú veizt. Með englahárið? Hún er dúkka. Kvenfólk er mitt spesíale. Jóhannes Helgi — er hann vitandi vits aS mana á sig stórviðri? Tósti svarar hátt: Hún ef ekki dúkka. Arkitektinn svarar dræmt: Jæja. Neí. En mamma hennar er að þvinga hana til að giftast gömlum manni — sem Harpa vann á skrif- stofunni hjá í fyrra — og ég held að keflingunni muni takast það. Hvaða manni? Hann heitir Kaspar, hann er kaupmaður — alveg forríkur djöf- ulL Ætlar hún að leiða hana undir Kaspar skepnu? Kaspar kaupmann. Hann er skepna. Og það á ekki að leiða hana und- ir einn eða neinn. Heldur? Selja hana þá. Jóra hef- ur verið fégráðug frá þvi að hún stóð fyrst í lappirnar — en hún kunni að hreyfa sig og var góð samverkakona hér fyrr á árum. Ég gamnaði mér einu sinni við hana í hænsnakofa. Hún hafði fallegar hendur, man ég. Gleymdu þessu og náðu þér í aðra stelpu. Fjöruga — með bein í nefinu. En ég — þér finnst það kannski fyndið — en ég elska Hörpu. Það er ekki nóg. Elskar hún Þig? . Auðvitað. Af hverju lætur hún þá móður sína ráðstafa sér í bólið hjá gamal- menni? 858 TlflHIN - SUNNUD AGSBL AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.