Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Side 19
Teikning: Alfreö Flóki. Mamma hennar hefur þrælatök á henni — skilurðu, hún hefur vald yfir henni. Mundi stelpan taka þetta í mál ef Kaspar væri bláfátækur, ef hann væri til dæmis vörður á míg- ildi? Vörður á mígildi? Það kæmi auðvitað aldrei til. Af hverju ekki? Af því bara. Hverju breytir þetta? Það breytir öllu. Hvernig? Stelpunni er undir niðri ekki eins leitt og hún lætur. Kvenfólk er gírugt í bíla, fín föt og munað. Harpa er ekki þannig. Alls ekki. Jæja. En af hverju ertu ekki bú- inn að barna hana, það er gamalt húsráð. Ég veit það. En —? Er hún með plast? Neí — heyrðu. Hún er ekki þannig — hún er — viðkvæm — og hrædd. Svo fær hún ekki leng- ur að fara út á kvöldin — nema með systur 'sinni — eða Jóru sjálfri. Kerlingin er ekkert nema snegluskapurinn — núna bara allt í einu. Stelpan er daufgerð dúkka — og ekki mikils í misst. En þú ætt- ir að reyna að komast yfir hana, svona upp á seinni tímann. Náðu þér svo í ríka stelpu: þá færðu sjálfkrafa allt kvenfólk sem hug- urinn girnist. Tósta er orðið heit í hamsi, fingtfrnir á borðplötunni hvítna-. Þú skilur þetta ekki. Arkitektinn reisir sig: augun eru rök og dimmblá bak við viðamikil gleraugun, hann strýkur varfærn- islega af túxpennanum og tínir orðin út úr sér eitt í einu, dökk- um rómi: Ég skal segja þér einn hlut Tósti minn. Þeir sem ekki eru tilbúnir að gera uppreisn þeg- ar mikið liggur við — eru einskis virði. Þessi stúlkukind hefði kannski gagnazt þér einhvern spöl — ef hennar hefði ekki verið freistað með auðæfum Kaspars — T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 859*

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.