Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Blaðsíða 20
en eftir það — aldrei. TvúSu mér. Náðú þér í laglega stelpu í kvöld og þegar þú hefur legið með henni skaltu hugsa um Hörpu. Þá kemstu að raun um að það sem unglingar kalla ást er lítið meira en bæld kynhvöt og sérð þetta í skaplegri hlutföllum. Ást er annað og meira, væni minn ogGfyrir hana ert T>ú ekki móttækilegur enn, hún er himnaríki og helvíti og tómarúm- ið þar á milli, fullt af logandi and- vökum og afbrýðissemi. Og ást er peningar, miklir peningar. suðræn vín og svitastorkin lök á heitari breiddargráðu en þú þekkir. Hérna — fáðu þér í nefið og hnerraðu duglega. Tósti horfir þögull í gaupnir sér. Arkitektinn myndaí’ kíki með greipinni og einblínir gegnum hana á uppdráttinn: Ég skal segja þér hvernig ég hef þetta og hef ailtaf haft — nema í einu tilviki. Ég stjana ekki við stúlkur. ég hag- nýti þær. Ég strýk þær og læt þær strjúka mig og vekia og þegar mér rís hoid afklæði ég þær ekki endi- lega, ekki ef ég á þær vísar. Ef þær eru fallegar og ungar jú og hæpið að ég fái færi á þeirn síðar, annars ekki. Neí — Gauti rís á fætur með fjörið óskert til að teikna — til að skapa — því að það eru fínar olíur sem þarf til að skapa kúnst — og þeim metai sóa és ekki í hverja sem er. Tósti einblinir á Gauta sem skipt ir um auga á kíkinum og hallar höfðinu á ýmsa vegu: Heyrðu — þú veizt að Gígja er meistarakokk- ur á italska rétti — Tósti. Tósti starir enn á arkitektinn: Ég er ekki svangur. Nei — en þú verður það kannski, það er heilsubót að útiveru. fæst- ir vita það — en ég á erfitt með að teikna ef ég revnj mikið á hand- leggina. Ég þarf að láta dytta að grindverkinu og mála það — rSutt — til að striða ráðherranum hérna við hliðina — og *vo þarf að skipta um hjarir á hliðinu. Þú ert svo asskoti laghentur. Ég mundi taka í þetta með þér svoná við og við — skilurðu. Ég skal gera þér greiða í staðinn. Tósti brosir — örstutt — alveg óvart. Gauti seilist í túxpennann og l.ýtur aftur yfir teikninguna: Það er útlit fyrir gott veður næstu daga. Tósti drepur höfði — og strikar gólfið með skóhælnum: Já — jæja — mér er sosum sama. Túxpenninn hvissar: Það er kaffi niðri. Gígja vísar þér á verkfærin. Ég á von á heimsókn. Úti skyggir — og kviknar á götuljóskerunum. Gauti grúfir sig enn yfir vinnu sina — þangað til gengið er fis- léttum skrefum upp turnstigann og drepið ofurlétt á dyr. Gauti hef- ur reist sig og birt yfir honum: bros hans er allt að þvi heillandi þegar dyrnar opnast og stúlkan stígur hljóðlaust yfir þröskuldinn, rauðskóuð í ísblárri regnkápu og heldur á böggli. Rómur Gauta er eins og dimm- ar raddir geta orðið mýkstar: Neí — gyðjur á ferð svona lágt með jörðu. Og færandi hendi, svarar hún kímileit og lýtur að honum vara- mjúk: hárið uppsett á egypzka vísu ber net regndropa sem hrjóta á pappírinn þegar hún tyllir sér á kné arkitektsins og lítur yfir upp- dráttinn. Gauti hefur lokað augun- um og dregur d.júpt að sér ilm- inn úr fingerðu hári hennar og húð og blæs létt á perlurnar um leið og hann leggur pakkann frá sér. Það rétt rifar í augun. Svo lokað hann þeim aftur — og blæs enn, ofurlétt. Hún sem skírð er Finna. Hún er alsæl og makindaleg í aftursætinu — hárið uppsett og lakkborið, eyrun smágerð. í auga- steininum — undir örsmáum svört um kömbum — streyma Ijósa- staurar í bognum röðum og fald- ur satínkjólsins hefur undizt upp fyrir hnjákollana. Hún heldur hendinni enn á lofti og hring- skreyttir fingurnir á iði: Þessi — á löngutöng — hann er úr átján karata gulli, pápi gaf lipurtánni sinni hann þegar hún varð stúdent — og litla kortínu fjögurra sæta, það var sama árið og ég fékk fram- tönnina. Þessa sjáðu. Finnst þér hún ekki ekta, þú gætir aldrei get- ið upp á að hún værj gervi. Pabbi er alveg makalaus, skal ég segja þér. Hann er múltimilli, bílaum- boð og innflutningur á byggingar- efni og svoleiðis dóti, hann hafði stærsta kvótann skilurðu — í stríð- inu — gegnum flokkinn. Hann er alveg stórkostlegur þegar stór- eignaskattinum var skellt á, 'þess- um nýja, Hann hélt ræðu, það var alveg bráðfyndið, hann byrjaði á því að rífa af sér skyrtulhnappana og bretti upp ermarnar og steytti hnefana — svona sjáðu — og sýndi okkur handleggina á sér og svo hrópaði hann: Og ég sem hef unn- ið fyrir eignum mínum með þess- um hérna. Hann hrópaði það þrisv- ar, ég ætlaði að tryllast af hlátri og hljóp fram á gang og mamma fékk svo fyrir hjartað, að hún drakk tvö glös af Chatrouse — úr stóru kristalsglösunum. Hand- leggirnir á pabba, skilurðu, peir voru skyrhvítar pípur — eins og á hvitvoðungi. Guð hvað ég hló, ég hló alveg undir drep og ætl- aði aldrei að geta hætt. Þú rýtir eins og svín. Hlæðu á hærri nót- um svo ég viti hvort þú hefur kímnigáfu. Ég vil að karlmenn hafi kímnigáfu og ég vil að karlmenn séu þungir. Hvað ertu þungur? Má ég sjá, þú ert nítíu kíló, alveg á takmörkunum. Sjáðu nú, pabbi lyfti handleggjunum hátt, herjans hátt. Skilurðu. Hann segir við skrif stofustjórann: pantaðu þúsund tonn af sementi eða timbri og svo fer hann í siglingu eða að spila golf, hann er slyngur golfspilari, og hann þarf ekki einu sinni að undirrita pöntunina og sér ekki einu sinni skipin sem koma með vörurnar sem eru rifnar út úr pakkhúsunum og hann verður alltaf rikari og rikari af því að hann er örlátur við þá sem létu hann hafa kvótann. Og við erum bara tvö systkinin og ég veit ekki aura mir”’1 tal. Þessi kióll — sérðu — er módel. Hvert erum við að fara? Ætlarðu að halda mér veizlu? Ekkert annað? Mikið ertu alminlegur. Og gáfaður. Ég held þú sért næstum eins eáfaður og bróðir minn, það er nú enginn smáræðisheili sem hann hefur, ég er elsku systir hans þegar ég ekki drekk — en hann er alveg á nálum begar ég dett í það og lokar mig inni ef hann fær færi á því. Eins og þurfi að passa konu sem hefur verið gift. Þennan hérna — sjáðu — gaf maðurinn minn mér, það eru fimm rúbínar í hon- um, hann gaf mér hann í morgun- gjöf — fyrir meydóminn — jap- anskan — úr plasti, hann varð svo glaður að hann reitti af sér br.jósthárin með öllum fingrunum, þau svifu yfir rúmið eins og skæða drífa. Iíann gat verið stórfyndinn án þess að vita af því. Þegar ég var búinn áð fá mér elsklhuga og 960 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.