Tíminn Sunnudagsblað - 18.01.1970, Page 5
þurfurn á kröftum allra landsins
barna að halda, megum ekki við
því, að menn sérhæfi sig svo mjög,
að þeim nýtist kannski eins og
einn tiundi hluti þeirra hæfileika,
sem með þeim búa. Um þetta ætti.
að vera óþarft að deila. Fjöthæfni
er allt annað en hringlandaháttur.
Og nú erum við Páll setztir hér
þvor andspænis öðrum, og mig
langar til þess að kynna hann ofur-
lítið fyrir lesendum mínum. Að
vísu veit ég, að útvarpshlustend-
ur þekkja vel rödd hans, og þeir,
sem að staðaldri glápa á sjónvarp,
rnunu flestir þekkja hann í sjón.
En með þessu tvennu er ekki mik
ið sagt, og því ber ég upp fyrstu
spurningu mína:
— Hvar ertu fæddur, Fáll?
— í Fljótstungu í Hvítársíðu.
Inni undir Arnarvatnsheiði.
— Varstu veðurglöggur, þegar
þú varst sveitastrákur?
— Nei. Það lield ég ekki. En
hins vegar var ég auðvitað í nánu
sambandl við náttúruna. Við sótt-
um til dæmis silungsveiðar langt
inn á Arnarvatnsheiði, allt að sex
klukkutíma lestagang.
— Það hefur verið ekki svo
lítið spennandi, svona á uppvaxt-
arárunum?
— Nærri má nú geta. Hið dá-
samlegasta, og jafnframt hið ógn
legasta, sem ég inan í sambandi
við veðurfar, er eimnitt tengt Arn
arvatnshefði. Það veit enginn nema
sá, sem reynt hefur, hversu dásam-
legt það er að koma í fyrsta áning
arstað frainan við fjallgirðinguna
í vorsól og lognl, löngu fyrir venju
lega fótaferð.
— Þið hafið auðvitað oft lagt
eldsnemma af stað?
— Já, já. Það kom fyrir, að við
fórum klukkan þrjú að nóttu og
komum aftur heim samdægurs,
eða réttara sagt: Fórum þetta
í einni lotu, án þess að leggja okk-
ur nokkurn tírna.
— Og svo heldur þú út í heim-
inn og hefur námsbrautina, þegar
þú ihefur aldur til?
— Já. Og það er séra Einari
Guðnasyni í Reykholti að þakka
eða kenna, að ég fór í skóla. Þetta
hófst með því, að ég fór í Reyk
holtsskólann — ungur, miðað við
það, sem þá gerðist. Ég var víst
sexfán ára.
— Og séra Einar hefur hvatt þig
til áframhalds?
— Já. Hann hvatti mig með ráð-
um og dáð, og hvort sem honutn
verður lögð út sú hvatning til
hróss eða lasts. þá er hann stór-
merkur nr>aður, fjölfróður og
skemmtilegur. Ef einhver skyldi
nruna eftir spurningakeppninni,
Sýslurnar svara, sem útvarpið var
með hér um árið, þá má vel minn-
ast þess, að þar var séra Einar for-
ingi Borgfirðinganna, og það var
einmitt þeirra lið, sem lokasigur
inn vann.
— Þið Borgfirðingar hafið nú
löngum staðið framarlega í menn-
ingarlegu tilliti, samanber öll ykk-
ar ntörgu skáld og rithöfunda?
— Já Égheld, að fullyrða rnegi, '
r í M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ
13