Tíminn Sunnudagsblað - 18.01.1970, Qupperneq 8
Kalmanstunga, elnn kunnasti bær á landinu a8 fornu og nýju, ó'ðal Kristófers Ólafssonar.
fyrir viðmælanda minn, sem alla
daga þarf að vera með hugann full
an af vandamálum veðurfræðinn
ar. Og því spyr ég beint og vafn-
ingalaust:
— Trúir þú því, Páll, að menn
geti dreymt fyrir veðri?
— Neí.
— Það geri ég aftur á móti, og
þó er það raunar ekki trú, heldur
vissa, byggð á langri reynslu.
— Nefndu mér dæmi.
— Já. Hvort óg skal. Eins og þú
veizt, fæddist ég og ólst upp
i sveit og átti heima á fæðingar-
bæ míilum þar til ég var tuttugu
og fjögurra ára. Rétt fyrir neðan
túnið rennur falleg bergvatnsá, og
hún var þannig alla þá stund, sem
ég þekkti til þarna, að hún var
bókstaflega krök af laxi og sil-
ungi, ef henni var ekki þvj. meir
misboðið með rányrkju. En sá kafli
árinnar, sem tilheyrði mínum bæ,
var heldur óhægur til veiða, hylj-
ir fáir og ekki góðir. Þess vegna
var alltaf lítill veiðiskapur heima.
En auðvitað hafði ég gaman af veið
um eins og allir sveitastrákar. Nú
kom það oft fyrir, að mig dreymdi
að ég væri að veiða í ánni, og ef
mig dreymdi, að ég veiddi tll dæm-
Is einn góðan lax og tvo eða þrjá
litla laxa eða bara silungatitti, þá
var það alveg vfst, að nú kom elnn
góður þurrkdagur og svo tveir eða
þrír flæsudagar, ekki ýkja merki-
legir. Þetta gerðist margsinnis og
brást aldrei nokkurn tíma.
— Var þetta nú ekki bara af því
að þú hafðir verið að hugsa um
veiðiskap daginn áður?
— Ekki held ég það. Þetta kom
engu síður fyrir að vetrinum, þeg-
ar engum manni datt veiðiskapur
I hug, og þá táknaði eiat? eða tveir
góðir laxar jafnmarga hlákudaga
og svo eins hinir smærri — þeir
voru jafn margir og góðviðrisdag-
arnir í kringum hlákuna, eða smá-
bloti, sem ekki gerði mikið gagn.
— Hvernig viltu skýra þessa
drauma þína?
— Ég játa það fúslega, að ég er
enginn vísindamaður, hvorki á
sviði hug- né raunvísinda, en vit-
um við nokkuð nema að einhvers
staðar í ómælisgeimi tilverunnar
séu þeir til, sem sjá lengra fram
1 tsímann en við? Að þeir blátt
áfram vlti veðrið miklu lengra
íram í tímann en þið á veðurstof-
unni — og geti síðan gert okkur
viðvart?
— Ja, ég geri hvorki að játa því
né neita, en ekki erurn við, veður-
stofumenn, 1 sambandi við neina
slíka veðurfræðinga, þótt sjálfsagt
væri þáð bæði gagnlegt og
skammtilegt, ef um það væri að
ræða.
- *.ís hugsaði mér nú ekki
heldur, Páll, að fara að leika hér
hlutverk kerlingarinnar, sem hann
Þangbrandur sálugi ætlaði að fara
að kristna, hérna um árið — sú
gamla sneri því upp í það að boöa
honum heiðni. Og þá skulum við
snúa okkur að nærtækari hlutum.
Við, sem alizt höfum upp i sveit
og veitt hegðun dýra athygli, þekfcj
um það sjálfsagt allir, að það er
eins og skepnur viti á sig veður,
oft með býsna löngum fyrirvara.
Hestar skjóta höm í veðrið, „snúa
rassinum í vindinn“, oft löngu
áður en óveðrið skellur á. Mörgum
klukkustundum áður, jafnvel heilu
dægri áður en veðurbreytingin er
komin á þann stað, þar sem þeir
eru staddir. Sarna og svipaðs 'hátt-
ernis verður vart hjá útigöngufé
eða fé, sem látið er liggja við op-
ið, eins og við köllum það fyrir
austan, og hefur vanizt á að gæta
sín sjálft. Kann veðurfræðin nokkr
ar skýringar á þessu fyrirbæri?
Gerir óveður boð á undan sér með
einhverri loftslagsbreytingu, sem
skepnurnar finna i húð sinni og
skrokki, þótt við verðum hennar
ekki vör, af því að við höfum fjar-
lægzt móður náttúru?
— Vissulega hef ég séð slíka
hegðun hjá dýrum, en þó er nú
þetta fremur spurning til þess að
leggja fyrir dýrafræðinga eða sál-
fræðinga. Það er erfitt að beita á
U
ItHINN — SUNNUDAGSBLAÐ