Tíminn Sunnudagsblað - 18.01.1970, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 18.01.1970, Side 9
Strútur og Eiríksjökull. Myndin tekin við Hvítá eigi langt frá Kalmanstungu. þetta eðlisfræðileguim röksemdum, þar sem hér kemur til greina meira eða minna þroskað vitsmunalíf dýrsins. Hins vegar er það stað- reynd, að sum lífræn efni eru afar- næmur mælikvarði á ýmsa þætti veðursins, og má þar alveg sér staklega nefna hárið. Það lengist við vaxandi rakastig og styttist í þurrki. Þess má til dæmis geta, að Norðmenn mæla rakastig loftsins á öllum sínum veðurstöðvum með hrosshári. Og þetta er öldungis ekkert fúsk, því að Norðmenn hafa lengi verib forystuþjóð í veður- fræði. — Þetta Þykir mér gaman að heyra. En fyrst ég komst ekkert áleiðis með þig á sviði dulfræði og veðurdrauma, þá væri kannski hægt að hiðja þig <um eins og eina eða tvær veðurvísur. Þú hlýtur að hafa ort, eins og margir góðir imenn í Borgarfjarðarhéraði, og þá liggur næst að halda, að þú hafir ort veðurvísur. Páll hrosir kankvíslega: — Já. Það væri nú sýnu nær, að ég léti fjúka örfáar reðurvísur én ég færi að tala um veð- urdrauma. Hér er til dæmis ein um útsynninginn, sem þið þekkið varla á Norðausturlandi, en er ein- hver óskemmtilegasta tegund veð- urs hér suðvestan lands. Mæðinn hrotti hurðir knýr, heiftailþrútinn syngur. Hæðinn glottir, hagli spýr harður útsynningur. — Manstu ekki einhverja vísu eftir þig, sem á sérstaklega við veðurfarið f Borgarfjarðarhéraði? — Jú, til dæmis vísuna um austræninginn. — Ha. Austræninginn? Hvað er nú það? — Það er sá góði og blíði aust anvindur, sem við þekkjum svo vel í Borgarfirði. Þar er liann landvindur, þurr og mildur. Orðalaust við eyru þér ótal raustum syngur. Ilm um haust af birki ber blíður austræningur. —• Mér þykir gaman að Þessu orði ykkar, austræningur. Það er fallegt. — Já. Og það mun mjög óvíða notað utan Borgarfjarðar. Óg fyrst við erum farnir að tala um óaj- geng orð úr veðurmáíl, get ég kennt þér eitt, sem einkum er tíðk- að í Ánniessýslu. Það kalla Árnes- ingar þeybitru, þegar mj'ög sárbít ur nepja, hrollköld, er í samfoandi við veðuxforeytingu. Til dæmis rétt á undan úrkomu að vetri til. — Þetta orð, þeýbitra, hef ég j aldrei heyrt fyrr, en fyrirbærið, f sáifoitru nepjuna, einkum á undaii ; úrkomu, þekki ég mjög vel. En kanntu ekki fleiri veðurvísur? Páll svarar: 1 I I Hvetur gandinn, hn-yklar brá, hvessir forandinn slyngur, mörgum grandar geislum sá grimmi landsynningur. % Og ennfremur: 1! Gnístir storðir, grös og dýr, grimmdarorðin þylur, drýgir morð og frá þeim flýr fólskur norðanfoylur. Þá eru hér tvær vísur, þar sei# foeldur kveður við mildari tón: Blóma gætir, brosir föl, foirtu lætur doka, daginn grætur, dul og svöl döpur næturþoka. Og að lokumi Gróin tún á gullnum skóm f gengur brúnafagur, V litar í dúnalogni folóm, ljúfur júnídagur. J Nú hefur Páll Blergþórsson veð«\ urfræðingur verið svo Örlátur á I i 17 • i T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.