Tíminn Sunnudagsblað - 18.01.1970, Blaðsíða 18
Bjarnl fr& Vogi lýsti því yfir, að
Sjálfslföðisflokkurinn styddi ekki
stjórnina, nema einn maður. Fram
sóknarmetin mögluðu talsvert yfir
þessum úrslitum: „Aðalstefnurnar
tvær eru orðnar svo ljósar“, sagði
Tíminn, „að ekki verður um villzt.
Á öðrum hvorum grundvellinum,
hægri og vinstri, átti stjórnin að
myndast. . . . Það eru höfuðmis-
íök Jóns Magnússonar, að hann
gerði enga aivarlega tilraun til
þess að fara þessa leið. í stað þess
leggur hann áherzlu á hitt, að
halda saman hinum sundurleita
Heimastjórnarflokki, að fá í lið
með sér nokkra langsummenn og
mynda meirihluta með þeim og
Fraimsóknarflokknum. í þvi skyni
hélt hann æ fram Magnúsi Guð-
mundssyni sem ráðherraefni, enda
var það fullvíst, að hinn langsum-
lyndi hluti Heimastjórnarflokksins
gat fellt sig hið bezta við hann“.
En samtímis því að stjórnar-
myndunin tókst, gerðist líka ann-
að. Hópur þingmanna, sem flestir
voru úr liði langsara, lýstu yfir
bandalagi sín á milli utan við
gömlu flokkana. Einn þeirra var
Magnús Guðmundsson, og meðal
annarra í hópnum voru Sveinn
Björnsson, Jakob Möller, Björn
Kristjánsson og Gísli Sveinsson.
Og nú kvað Tíminn upp úr með
það, sem hann hafði áður tæpt á:
„Kunnugir vissu, að Magnús Guð-
mundsson var alltaf fullkominn
langsari, hafði skrifað væmið lof
um Einar Arnórsson í Óðin í vor
sem leið og mælt fast með E.A. í
samninganefndina 1918.“ í Morg-
unblaðinu kvað við annan tón. Það
sagði um þetta bandalag, að það
væri „góður grundvöllur undir
nýja og hreina flokksskipan“.
Það hafði tekið talsverðan tíma
að koma landstjórninni á laggim-
ar, og við sitthvað var fleira að
sýsla en bræða hana saman. Trún-
aðarmenn Sjálfstjórnar höfðu kært
kosninguna í Reykjavík, því að
sannazt hafði, að fjórtán menn,
sem ekki höfðu náð kosningaaldri,
höfðu greitt atkvæði. Á fsafirði
hafði Jón Auðunn — eini Heima-
stjórnarmaðurinn, sem gekk í hið
nýja bandalag, sigrað Magnús Torfa
son með örfárra atkvæða mun, og
þaðan kom nú Guðmundur Guð-
mundsson frá Gufudal með yfirlýs
ingu fjöguira manna, sem sögðu,
að áhugamnður einn um kosning-
r-
RICHARD BECK:
Þrjár lausavísur
Vormorgun
Dögun húm, sem himin fól,
hratt á flótta rekur.
Ljúfu brosi, blessuð sól,
blóm með kossi vekur.
una hefði boðið sér mútur, nokkra
tugi króna, ef þeir kysu Jón. Ein-
hverjar misfellur höfðu átt sér
stað víðar.
Eftir þjark og þref voru þó sam-
þykkt kjörbréf allra nema Jakofos
Möllers. Það þýddi nýja og tvísýna
kosningu í Reykjavík. Sú tilhliðr-
un var þó gerð að stytta alla fresti,
svo að hún gæti farið fram fyrir-
varalítið. Jakob Möller bauð sig
að sj'álfsögðu fram á ný, og marg-
ir munu foafa búizt við því, að Jón
Magnússon gerði það líka. Því var
jafnvel fleygt, ef til vill með tals-
verðum sanninduim, að Jakob hefði
verið gerður afturreka til þess, að
Jón gæti náð þingsætinu. En hafi
svo verið, þá vildi hann ekki þekkj
ast það. Hann hafnaði frekari þátt-
töku í þessum leik. Aftur á móti
bauð Sveinbjörn Egilsson, skrif-
stofustjóri Fiskifélagsins, sig fram.
Þó kom aldrei til neinnar kosn-
ingar. Sveinbjörn tók framboðið
aftur, og Jakob varð sjálfkjörinn
í þetta skipti.
Enn eitt ágreiningsefnið á þessu
þingi var vátnalögin. Þar var sá
kostur tekinn að skjóta öllu á
frest —stjórnarfrumvarp til vatna
laga og frumvörp um vatnsonku-
sérleyfi og einkaleyfi fengu að
liggja í salti til betri tíma.
Enn grúfði þoka yfir hinu poli
tíska akurlendi, og engir sáu enn
fyrir, hverjir það myndi erja til
beztrar uppskeru hin næstu ár. En
menn héldu áfram að þreifa fyrir
sér. Um sumarið sendi Gísli Sveins
son tuttugu þingmönnum bréf og
bauð þeim að ganga í nýjan flokk,
Þjóðfrelsisflokkinn. „Átti þannig
að endurfæða langsumflokkinn
Fomvinir
Gullnir fíflar gægjast upp úr
moldu,
glókoll þeirra morgunkæla
bærir,
æskuvinir ættarlands af foldu
eru þeir og huga mínum kærir.
Fjallasýn frá Viktoríu
BJáfrjöll hátt við himin ber,
hvítur faldur tiginn er,
finnst mér eins og faðm sinn
hér
„fjalladrottning“ breiði mér.
með uafnspjaldi yfir dyrum“, sagði
Tíminn. En nafnspjialdið var aldrei
sett upp.
Eitt af því, sem samþykkt var á
hinu skammvinna þingi 1920, var
fjölgun Reykjavíkurþingmanna úr
tveim í fjóra. Var því boðað til
kosninga í ársbyrjun 1921, og
skyldi kjósa þrjá þingmenn, því að
nú hafði Sveinn Bjömsson verið
skipaður sendiherra í Kaupmanna-
höfn. („Einn legáti á ári“, var kj'ör-
orðið, sögðu þeir, sem sparsamast-
ir voru.) Undir árslokin kom upp
orðrómur um stofnun svonefnds
Borgaraflokks, sem „talið er, að sé
að myndast milli Sjálfstjórnar og
jafnaðarmanna“. Þórður Sveins-
son, læknir á Kleppi, var fyrst tal-
inn burðarás þessarar hreyfingar.
Þegar til kom bauð hann sig fram
í nafni svokallaðs kjósendafélags.
Svo fór þó, að framboðin urðu
fjögur. Sjálfstjórn riðlaðist, og
ekki hafði Jón Magnússon geð í
sér til að bjóða sig fram af hálfu
Heimastjórnar — og leitaði enda
aldrei framar eftir þingkosningu
í Reykjavík — og kom Jón Þor-
láksson landsverkfræðingur í hans
stað, en Magnús Jónsson dósent
bauð sig fram af hálfu langsara á
lista „óháðra borgara“. Jón Bald-
vinsson var efstur á lista jafnaðar-
manna, og Þórður á Kleppi á lista
sinnar hreyfingar.
Og enn urðu úrslit óvænt í
Reykjavík. Jafnaðarmenn reyndust
drýgstir og fengu nær 1800 at
kvæði, en Jón Þorláksson og Magn-
ús Jónsson rúm fjórtán hundruð
hvor. Hreyfing Þórðar Sveinsson-
ar náði aftur á móti tæpum þús-
und atkvæðum.
26
T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ