Tíminn Sunnudagsblað - 03.05.1970, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 03.05.1970, Blaðsíða 3
 Rússnesku styrjuhrognln hafa lengl verlð fraeg og eftir- sótt víða um veröld. Þessi smáu, dökku hrogn eru lost- æti, sem sælkerar sækjast eftir, en fálr geta veitt sér, nema ríkir menn. Fyrsta flokks hrogn fást úr þrem styrjutegundum að minnsta kosti. Hin stærsta þeirra getur orðið alit að níu metrar á lengd, en verður það sjaldan. Úr slíkri hrygnu fást tvö hundruð pund af hrognum. Lengi vel var styrjan talin mikill ránfiskur. Það er ekkl rétt. Styrja er tannlaus og lifir mest á botnlirf- um. Hún kembir árbotninn með taumum, sem eru neðan á skoltinum. Finni hún eitthvað ætilegt, opnast munnurinn leiftursnöggt, þá sýgur hún það upp í sig, er hún hefur rót- að upp. Sandi og leir spýtlr hún jafn- harðan út úr sér, en svelgir lirfurnar. Allar styrjutegundir auka kyn sitt í ósöltu vatni. Þær leita upp í fljót- in, þegair hrygningartíminn nálg- ast og hrygna á dýpi, þar sem hreyf- ing er á vatninu. Sílin éru eitt ár í ánum. Kaviariðnaðurinn í Sovétríkjunum er hinn mikilvægasti. En það eru orku- verin líka. Þegar hinir miklu stiflu- garðar voru gerðir í Volgu, lokuðust leiðir styrjunnar, og þess vegna varð að búa til fisklyftur. 1961—1968 voru 175 þúsund styrjur fluttar með þessum hætti upp fyrir stiflugarðana við Volgógrað. Hrygn- unum er síðan búinn staður í grennd við niðursuðuverksmiðjurnar, unz kemur að hrygningartímanum. Kynhormónum er dælt í hrygnurnar tii þess að hafa stjórn á hrygning- unni. Mikilvægt er, að verksmiðjun- um berist hæfiiega mikið af hrogn- um á réttum tíma. Verksmiðjustjór- arnir vita þannig fyrirfram, hve von er á miklu af hrognum. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 339

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.