Tíminn Sunnudagsblað - 05.07.1970, Blaðsíða 2
*
A ýmsum notum
A||j £ Það er gömul
saga, 'sem gerzt
sama hefur í mörg-
stað um löndum, að
þorra ríkisstofn
ana er þjappað
saman í höfuðborginni. Þar
hafa miðstöðvar alls valds
hreiðrað um sig, þar hafa vís-
iridastofnanirnar fengið aðset-
ur, þar hafa sérskólarnir verið
reistir, þar hafa landssambönd-
in heimilisfestu. Þetta hefur
haft það í för með sér, að
aðrir landshlutar hafa farið
halloka. Þeir hafa orðið að
greiða reikninginn, bæði í fóJ-ki
og fémunum, og þar við bætist,
að það vald, sem er víðs fjarri,
er ekki ætíð sérlega skyggnt
á þarfir útkjálkanna. Þeir stað-
ir, sem verst eru settir og
minnstrar fyrirgreiðslu njóta,
veslast smám saman upp, og
aðrir verða að sætta sig við
það, að lögboðinni þjónustu er
ekki fullnægt nema með höpp-
um og giöppum. Þetta þekkjum
við vel hérlendis, þar sem svo
að segja engar ríkisstofnanir,
nema skylduskólar, símstöð.var,
póstbús og nokkur sjú'krahús,
eru utan höfuðstaðarins, og
ungt fól-k úti á landsbyggðinni,
sem vill stunda nám, er veitir
starfsréttindi, er neytt til lang-
dvalar á öðru landshorni og
með þeim hætti rifið upp með
rótum úr jarðvegi heimahag-
anna.
Stórar Nú eru Þessi
. . mál mjög til
borgir umræðu annars
óæskilegar staðar á Norð-
urlöndum, þar
sem hinar
stærstu borgir, og þá einkum
höfuðborgirnar, þenjast út, en
sums staðar annars staðar held
ur við auðn. Rannsóknir sýna,
að það er dragbitur á borg, ef
íbúar hennar fara að ráði yfir
hundrað þúsund. Þá eru vega-
lengdir orðnar svo miklar og
ágallar stórborgarinnar farnir
að segja til sín í þeim mæii, að
það er hemill á afköst og af-
komu og eðlilegt líf fólks. Yfir
borgum, sem hafa mörg hundr-
uð þúsund íbúa, og öllu um-
hverfi þeirra, vofir auk þess
megn mengunarhætta, sem afar-
dýrt er að afstýra, ef það er þá
kleift, og er þar skemmst að
minnast þeirra mælinga, sem
nýlega hafa verið gerðar í hin
um stærstu-- borgum á Norður-
löndum.
vanda-
mál
Örðug í Svíþjóð er það
viðurkennt, að
það hafi raskað
eðlilegu jafn-
vægi, og geti
haft mikinn
háska í för með sér, hvemig
ríkisstofnunum og sérstofnun
um alls konar hefur verið hrúg-
að saman í Stokkhólmi. Þar
blasir til dæmis við slíkt öng-
þveiti í umferðamáium, að í
fyllstu alvöru hefur verið bor-
in fram sú tillaga að banna yf-
irleitt notkun einkabifreiða inn
an vissra marka, sökum gífur-
legs kostnaðar við að breikka
götur og búa til næg bifreiða-
stæði. Er það þó aðeins eitt
vandamálið, sem óhemjulegur
vöxtur Stokkhólmsborgar hef-
ux vakið upp. Annað, sem örð-
ugt er viðfangs, er húsnæðis-
nauðin.
Dreifing
ríkisstofn-
ana
Vandkvæðin,
sem fylgja stór-
borgarbragn-
um, hafa leitt
til þess, að nú
er mjög talað
m brottflutning ýmissa ríkis-
tofnana og skóla frá Stokk-
óimi. í fyrrahaust voru nefnd-
ar eigi færri en tuttugu rlkis-
stofnanir, sem athugandi væri
að dreifa um landið, bæði til
þess að létta á Stokkhólmi og
koma til móts við sanngjarnar
kröfur annarra hyggðarlaga,
sem leggja sitt að mörkum til
ríkisins og þarfa þess, en hafa
verið afskipt. („Við erum líka
Svíar á Gotlandi“, er haft eftir
landshöfðingjanum þar). Nú i
vor fjallaði til dæmis sænska
þingið um það, hvort myntslátt-
an ætti að flytjast til Eskil-
stuna, Söderhamn eða Avesta í
Dölunum.
Á mörgurii stöðum eru að
sjálfsögðu uppi óskir um að fá
ríkisstofnanir og skóla, sem
ekki þurfa endilega að vera í
Sto'kkhólmi eða öðrum hinum
stærstu 'borgum landsins. Yfir-
stjórn búnaðarmála og skógar-
mála er víða talin betur komin
en í Stokkhólmi. Veðurstofunni
og kennaraháskólanum hefur
boðizt aðsetur í Luleá, ríkisskatt
stofunni í Nyköping, útlendinga
efirlitinu í Kalmar, náttúru-
verndarráðinu 1 Umeá, skipa-
skoðuninni í Karlskrónu, flug-
málastjórninni í Jönköping,
skógfræðiháskólanum í Sunds-
vall, háskólaútibúi í Váxjö og
þannig mætti lengi telja.
En svo að við snúum hug-
anum frá Svíþjóð: Hvað mælir
gegn því, að eitthvað af ríkis-
stof:nunu'm eða sérskólum okk-
ar fengi aðsetur á Selfossi, Eg-
ilsstöðum, Húsavík, Akureyri,
Blönduósi, ísafirði, Patreks-
firði eða í Stykkishólmi, Borgar
nesi eða Vestmannaeyjum, svo
að nokkrir staðir séu nefndir
af handáhófi. Það eru þó fs-
lendingar, sem byggja þessa
staði — og skattgreiðendur
eins og aðrir — og sumir þeirra
eru til dæmis til muna fjölmenn
ari en Vaxjö.
J. H.
530
ItMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ