Tíminn Sunnudagsblað - 05.07.1970, Blaðsíða 5
Jóns, og á honum miklð að hakka.
Það var hann, sem fyrst og fremst
eggjaði mig á að stinga niður
panna og að fara með huglelðlng
ar mínar í útvarp.
— Já, vel á minnzt, Ólafurt
Veiztu, hvað j>ú hefur flutt marga
fyrirlestra í útvarp?
—• Ekki nákvæmlega, en mér
telst svo til, að þeir séu einhvers
staðar á milli þrjátíu og fjðrutíu.
— Að Jóni Sigurðssyni látnum tók
við skrifstofustjórninni Friðjón Sig
urðsson lögfræðingur, sem búinn
var að vera fulltrúi Jóns um langt
árabil. Friðjón er mjög öruggnr
og nákvæmur maður í öllum sín
um verkum, og með okkur tókst
hin bezta sanvinna. Þegar ljósrit-
unarvélarnar komu til sögunnar,
var ég settur þangað, og við þau
verk var ég eingöngu, allt þar til
ég hætti í alþingi, áttatiu og
tveggja ára gamall.
— Það er hár starfsaldur. Var
þig ekkert farið að Ianga til að
hætta?
— Nei. Ekki nú aldeilis! Líklega
væri ég þar enn, ef löppin á mér
hefði ekki tekið upp á því að bila.
Ég kemst varla um þvert hús,
eins og þú sérð.
— Og hvernig endurminningar
átt þú svo frá aldarfjórðungslangri
veru þinni í alþingi, þeim ófrið
sæla stað — að því að talið er?
— Þær eru nú bara allar sam-
an góðar — hvorki meira né
minna. Ég lærði ákaflega margt á
því að vera þarna. Þar eru alveg
óþrjótandi tækifæri til þess að
kynnast mönnum, og margir þing
menn urðu miklir vinir mínir, og
allir góðkunningjar, jafnvel þeir,
sem óþjálastir þykja og erfiðastlr
f samvinnu.
— Þú sagðir snemma í spjalll
okkar, Ólafur, að þú gætir skipt
ævistarfi þínu í þrjá nokkuð jafna
hluta: Landbúnað, verzlunar- og
skrifstofustörf og svo þingvörzl
una. Ég var hálfóánægður með
þessa skilgreiningu þína, þvi ég
veit — og öll þjóðin veit það —
að þú ert rithöfundur. Á þann
þátt starfsemi þinnar höfum við
ekki enn minnzt. Hvenær kom þín
fyrsta bók út?
— Fyrsta bók mín heitir Harð
sporar og kom út árið 1951.
— Um hvað fjallar hún?
— Þetta eru ýmsir þættir frá
gömlum tíma, einkum frá Hafnar-
firði og nágrenni hans. En bókin
er í tveim hlutum, og síðari hlut
inn heitir „Só ég eftir sauðunum,‘.
— Þar mun fjárbðndinn í þér
vera á ferðinni?
— 0 — ekki ber ég á móti því.
Þetta er um útigöngujarðir og
'gömlu fjármennina, sem stóðu yf
ir fé sínu allan daginn, alla daga,
þegar fært var út úr húsi.
— Sú stétt á það nú fullkom-
lega skilið, að hennar sé minnzt.
— Já. Það finnst mér.
— Hver var svo þín næsta bók?
— Næsta bók mín er Hreindýr
á fslandi, og kom út árið 1960.
Þar er sögð saga hreindýra á ís
landi, allt frá því þau voru fyrst
flutt til landsins árið 1771, og til
ársins 1960, þegar bókin kom út.
— Það hefur verið mikið verk,
að tína saman allar þessar heim-
ildir?
— Já. Það var geysimikið verk.
— Hvað kom þér til þess að
ráðast í þetta verk?
— Til þess lágu nú ýmsar ástæð
ur. Þegar ég var að alast upp í
nágrenni Hafnarfjarðar, voru enn
eftir nokkur hreindýr á Reykja
nesskaganum. Ég sá þau í æsku
minni, og það meira að segja oft-
ar en einu sinni. Faðir minn var
hreindýraskytta á sinni tið, en
aldrei man ég þó eftir því að hafa
séð hreindýr, sem hann hafði fellt,
þvi ég var svo ungur, þegar pabbi
dó. En svo ég haldi áfram að svara
spurningu þinni, þá var það Birgir
Thorlacius ráðuneytisstjóri, sem
manna mest eggjaði mig á að
skrifa sögu hreindýranna.
— Ég man ekki betur, e» þá
haldir þvl fram í þessari bók, s®
hreindýrin hafi horfið af Reykja-
nesskaganum fyrir ofveiði og rán-
skap manna. Ertu enn þeirrar skoð
umar?
— Já. Ég fullyrði hiklaust, að
svo hafi verið.
— Ef til vill er það af einskærri
flónsku og ókunnugleika, en ég
hef aldrei getað séð neinn gróður,
að heitið geti á Reykjanesskagan
um ykkar.
— Já. Það er eintómur misskiin
íngur. Þar er mörg matarholan, og
einmitt ágætt hreindýraland. Það
eru alls engar líkur til þess, að til-
viljun ein eða handahóf hafi ráð
ið því, að öðrum hreindýrahópum,
sem hingað kom árið 1777, var
seppt á Reykjanesskagann. Þar
hafa áreiðanlega komið til ábend
ingar kunnugra manna. Athuganir
síðari tíma fræðiinanna staðfesta
líka þessa skoðun. Árið 1932 skrif-
aði Guðmundur Bárðarson grein í
Náttúrufræðinginn, sem hann
nefndi „Hreindýr á Reykjanes
skaga“. Þar kemst hann meðal
annars svo að orði: „Austurfjöllin
á Reykjanesskaga virðast ágætlega
fallin fyrir hreindýr. Á Lönguhlíð-
arfjöllum, Heiðinni há og hálend-
inu þar í grennd er gnægð af
fléttugróðri (skófir, hreindýramosi
og fleira) og allmikið af öðrum
kjarnagróðri, sem góður ætti að
vera til beitar handa hreindýrum".
Og hafi Reykjanesskaginn venð
góður hreindýrum, þegar þau
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
533