Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1970, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1970, Blaðsíða 5
Dr. med. Hans D. Joensen landlæknir. Jóhannes af SkarSi. jafnt í hugvísindum sem raunvís- indum. Er býsna fróðlegt að gaum- gæfa, hversu færeysk tunga má sín á þeim sviðum með hliðsjón af þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið. Jens Chrlstian Svabo (1746— 1824) var ásamt Nicolai Mohr fyrst ur Færeyinga til þess að nema aðrar fræðigreinar við Hafnarhá- skóla en guðfræði. Svabo var prestssonur frá Miðvogi á Vogey. Hann innritaðist í háskólann 1765 og las þar hagíræði og náttúru- fræði. Sökum efnaskorts gat hann ekki lokið námi. Árið 1781 fór Svabo til Færeyja á vegum danska rentukammersins til þess að afla þar upplýsinga um landsháttu og landshagi og skila því skýrslu að rannsókn sinni lokinni. Varð för- in til þess, að Svabo samdi mikið og sérlega merkilegt rit um Fær- eyjar (Indberetninger fra en Reise i Fæöre 1781—1782), en það birt- ist ekki á prenti fyrr en 1959. Svabo safnaði einnig miklu af vis- um og kvæðum. Þetta safn hans kom út á árunum 1937—1939 í umsjá Chr. Matras. Loks er þess að geta, að eitt af þarfaverkum Svabos var að safna til færeysk- idansMatneskar orðabókiar, og verður liann því að teljast frum- kvöðull að færeyskri orðabók- argerð. Orðabók Svabos var fyrst prentuð fyrir þrem árum. Að Svabo írátöldum urðu ýms- ir síðar til þess að sinna færeyskri orðasöfnun og að nokkru leyti orðabókargerð, eins og A.C. Even- sen, þótt hún næði skammi. En það er ekki fyrr en 1928, að út kemur færeysk orðabók, sem vert er að tala um, en það er „För- oysk-donsk orðabók“. Höfundar hennar voru M.A. Jacobsen sem fyrr er getið og Christian Matras, síðar prófessor, en hann lauk meistaraprófi í málvísindum við Hafnarháskóla þetta sama ár. Sið- ar gerðist það, að Carlsbergssjóð- urinn danski og færeyska lögþing- ið ákváðu að ieggja fram fé til þess að kosta vinnu við að safna efni í stóra færeyska orðabók. Unn ið hefur verið að efnisaðdrætti í þessa orðabók í mörg ár, og hefur Chr. Matras prófessor borið hit- ann og þungann af því starfi. Árið 1952 var stofnað Visindafé- lag Færeyja (Föroya Fróðskapar- felag. Það hefur verið ákaflega athafnasamt, og sætir nær undr- un hve miklu því hefur auðnazt að koma í verk. Vert er að nefna í því sambandi Móðurmálsstofnun Vísindafélags Færeyja (Málstovn- ur Föroya Fróðskaparfelags), er lagður var grundvöllur að árið 1958. En hana rná telja hliðstæða Orðabók Háskóia íslands. Frá önd- verðu hefur Chr. Matras prófess- or verið visindalegur ráðgjafi Móð- urmálsstofnunarinnar, en hún hef- . ur unnið mjög mikið og þarft verk. Henni hefur einkum komið fé til starfseminnar frá færeysku Iandsstjórninni, sveitar- og ýmsum bæjarfélögum. stofnunum og ein- staklingum. Munaði Móðurmáls- sjóðinn mikið um í byrjun mjög rausnarlegt fjárframlag frá Fiski- mannafélagi Færeyja. Átti það sinn þátt í því, að til varð hinn svonefndi Orðabókarsjóður (Orða- bókagrunnur) árið 1959. Hlut- verk hans er að standa fjárhags- legan straum af færeysku orða- bókarstafi og útgáfu. að svo miktu leyti sem honum reynist það kleift. Þegar svo var komtð, að oiöa- bók þeirra Jacoþsens og Matras hafði lengi verið ófáanleg, bútti Fróðskaparfélagið sér fy.ir þvi, c.ð hún yrði gefin út á nýjan l'eik og samdi árið 1959 við Chr. Matras um að annast útgáfuna. Það sem úrslitum réð, að í það verk var unnt að ráðast þá, var tiiboð fær- eysku lands9tjórnarinnar um að * í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 157

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.