Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1970, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1970, Síða 9
ODDNÝ GUDMUNDSDÓTTIRi KVÖLDVAKA „Þá skal hundur heita 1 haús minn, ef ég fer oftar í brú?íkaup,“ ■sagði Tómas, um leið og hann kom upp úr stigagatinu. Jóhannes rétti úr sér þai- sem hann stóð hálfboginn við eldstóna og anzaði alúðlega: „Ertu enn að vonzkast út af veizlunni í Kana- bæ?“ „Þetta eru þá húsakynnin“, hélt Tómas áfram og litaðist um. Hann leit varkár til gluggans. „Verra gat það verið, en helzt ættum við dð halda héðan í kvöld og hætta við þessa málltíð“. Pétur þvoði ryk af löngu, hruf- óttu borði, áhyggjufullur á svip og anzaði dræmt: „Meistari okkar blessaður, treystir gæfunni. Jó- hannes, ætlar þú ekki að steikja lambkreistuna? Meistari er alltaf ánægðastur með þína matreiðslu. Ég vona, að Dassi fari ekki að eyða þessum fáu skildingum fyrir vín“. Tómas yppti öxlum. „Ef þið væruð ekki alltaf með þetta vín- sull, hefðum við fyrir löngu losn- að við Dassa greyið. Hann klípur af aurunum okkar, til þess að komast yfir sopa. Og við eigum upp á hann allar þessar gáfulegu sögur um veizluna í Kanabæ. Það eru komnar á kreik kyniasögur um það, að meistari hafi galdrað vín í allar kirnur og krukkur Allt er þetta drykkjuraus úr honum Dassa. Fólk trúir þessu eins og nýju neti. Og siðan höfum við eng- an frið fyrir brennivínsberserkj- um og strákalýð, sem kemur með allavega dalla, fleytifulla af vatni, og heimtar, að við breytum þessu í brennivín. Segi ég enn: ÞA skal hundur heita í haus minn, ef ég fer oftar í brúðkaup". Jóhannes var að lífga eldinn og sagði góðlátlega, án þess að líta við: „Fólk hlýtur að átta sig á þessu“. Tómas færði borðið lítið eitt fjær glugganum. „Það þykir mér trú- legt, að hann Dassi eigi eftir að gera okkur skráveifur, sem um munar, ef hann þambar svona“. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Pétur fór að raða diskum og krukkum á nýþvegið borðið og svaraði þessu glaðlega: „Dassi er ágætur, þegar hann er ófulur. Sá getur nú hnýflað prestana. Þeir mundu svitna, ef þeir heyrðu tiT hans stundum“. . „Eða fariseana“, tók Jakob und- ir. „Dassi er bezta skinn, ófullur“. Jakob var að hagræða litlu ljós- keri á borðinu, því að senn var mál að kveikja. Hann tók knippi af trjágreinum, sem lá við dyrn- ar og raðaði hríslunum í glugga- kistuna. Þær hölluðust upp að gluggagrindinni og birgðu útsýn- lna ofurlitið. Tómas tók leirkrukku, fyllti hana af vatni úr stórum belg og kreisti í hana nokkra ávexti. „Þetta er víst fullgóður drykkur. Æ, ekki er ég nú ósköp hrifinn af honum Dassa þegar hann set- ur sig á háan hest yfir fariseun- um. Satt að segja er ég fariseun- um alveg sammála um, að ekki á að dekra við tollheimtumenn, þetta illþýði, sem rekur erindi Rómverja og pínir fé út úr þjóð- inni. En ef hann verður ekki orðinn svínfuRur, þegar liann kemur heim, heldur hann vitglórunni i kvöld. En það verður víst eins og vant er, að einhverjir verða til .þess að hella í hann og hafa út úr honum þessa skildinga, sem meistari trúði honum fyrir að geyma. Hvað sem það nú á að þýða að trúa honum Dassa fyrir peningum“. Pétur var bjartsýnni. „Meistari gerir hann að betra manni með því að treysta honum. Maður, sem hefur stolið sjóði og er tekinn í sátt, fær sjálfsvirðingu slna aftur“, sagði hann. „Æ, jæja“, hreytti Tómas út úr sér. „Hvað á hann Dassi að stela oft frá ykkur? MiMa sjálfsvirð- ingu hlýtur maðurinn að vera bú- ínn að fá. Svo oft hefur hann stot- ið, og svo oft hafið þið tekið hann í sátt“. „En Dassi stelur bara aldrei ó- fullm-“, skaut Jóhannes inn íátÆ-ega. „Steli hann og steli Mlur eða ófullur“, nöldraði Tómas. „Ep hræddur er ég um, að eitthvað verra hljótist af vínþambinu hans Dassa en hnupl og lygasögur“. Jakob iauk við að byrgja glugg- , ann með trjáliminu. „Gerðu ekki lítið úr lyginni“- sagði hann. „Hún er mikið ofurefli. Öll dýr merk- urinnar og öll dýr lofts og lagar geta mennirnir tamið. En tungu sína auvirðitegan lim, sem þeir gætu haft allt vald yfir, geta þeir ekki tamið. Með henni vegsama þeir Drottinn, og með henni for- mæla þeir börnum Drottins —. mönnunum“. Nú var farið að loga gíatt í stónni hjá Jóhannesi. Bjarminn lék um unglegt andlit hans. Hann virt- ist skyndilega hafa gleymt þræt- unum og starfði í eldinn, líkt og í djúpri leiðslu. Annars hugar þvoði hann sér um hendurnar fyr- ir matseldina. En Jakob hélt nöldrinu við: „Meistara skjátlast oft. Hann ratar og aldrei talar hann vanhugsuð orð, hvað þá, að honum verði laus höndin“. , | Tómas var ekki seinn til svars: .Meistara skjátlast oft. Hann ratar -• sjálfur gullna meðalhófið. Og .jafn vel þó að hann drykki ámu af brennivíni, mundi hann aldrei ■ hnupla eyrisvirði og ekki fara með lausmælgi, vegna þess, að hann er. i eðli sínu hjartahreinn og luit*ar ekki á neinum sora í djúpum sál- arinnar. En Dassi, veslingur, veit það vel fyrirfram, að súpi hann á stút, stelur hann og svíkur. Þess vegna sýpur Dassi á og segir svo hnakkakerrtur: Bakkusi er um að kenna, en ekki mér. Og þá_ sættist ‘ meistari við Dassa sinn. Ég segi. fyrir mig, að ég þori ekki að bragða ■ brennivín, því að þá mundi ég um- i svifalaust gera það, sem mig lang-; ar mest til“. „Og hvað er það?“ spurði Jakob. „Það er að leysa ofan um hann, Dassa og flengja hann rösklega með rennblautri þvögu. En meist-; ari er atltaf að brýna fyrir okkur hógværð og mildi. Þess vegna ætla ég ekki að berja neinn og hafá Bakkus, ræfilinn, fyrir skálka- skjól“. „Meistara seinkar", sagði Pétur, .,Jlinir ættu ííka að fara að koma“,] ,,Ég hef efcki áhyggjur af nein-l um mema Dassa, skinninu. Hann’ j 16lj

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.