Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1971, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1971, Blaðsíða 7
SamferSamennirnir, greinarhöfundur og Eiríkur Stefánsson kennari, ásamt tveim grænlenzkum drengjum. SI@URD.UR.. GUNNARSSON: Kynnisför tii Kúlúsúk Ég hef oft hugsað um, einkum eftir að ég tók að f erðast hvað eftir annað til Norðurlanda, að gaman hefði verið að skiótast ein- hvern tíma vestur á bóginn til næsta nágrannalands okkar þar, Grænlands. Hefur mér stundum fundizt tæpast vanzalaust, hve lít- ið við íslendingar hirðu mum að kynna okkur þetta land, og þá einkum þau héruð, sem tengd eru íslenzkri sögu, svo mjög sem við flykkjumst til fjarlægra sólar- stranda. Gamall drau.mur minn ræftist því að nokkru í sumar, þegar við, tveir góðir félagar og samstarfs- menn, ákváðum að skjótast eina ferð til Grænlands með Flugfélagi íslands, furðuódýra ferð, sem að- eins tók einn dag. Til fróðleiks fyrir þá. sem ekki er um það kunnugt, skal hér fram tekið, að nokkur undanfarin ár hef ur Flugfélag íslands haldið uppi tveimur áætlunarferðum til Græn- lands yfir sumarmánuðina. Önnur er eins dags ferð til austurst’-and arinnar til eyjar' sem nefnist Kúlú- súk, með Eskimóaþorpinu Kap- Dan, — hin fjögurra daga ferð til vesturstrandarinnar um hinar fornu íslandsbyggðar þar. Þessi ferð okkar félaganna til Kúlúsúk var farin sunnudaginn 5. júlí í sumar. Og þó að hún væri ekki lengri, aðeins raunar tæpir átta klukkutímar, var hún einkar ánægjuleg og hefur gefið mér til- efni til margs konar hugleiðinga. Við vorum heppin með veður, og skiptir það að sjálfsögðu megin- máli í svona ferð. Flugferðin yfir rekís, sem varð brátt á Mð okkar, og síðan samfelldan lagís, er við nálgumst Grænland, — og yfir firði og gróðurlaus, snæviþakin fjöl] þessa eyðilega landsvæðis, verða vissulega lengi minnisstæð Bandaríkjamenn og Danir byggð u myndarlegan flugvöll í Kúlúsúk árið 1958 og jafnframt radarstöð, sem þar er enn starf- rækt. Þangað komum við svo eftir rúmlega tveggja stunda flug frá Reykjavík, þar sem fyrir voru fá- ir starfsmenn vallarins og nokkr- ir forvitnir Eskimóar. Eins og fyrr segir er Kúlúsúk eyja í Angmagssalikfirði, og er þar mjög frumstætt Eskimóaþosp á höfða nokkrum, sem heitir Kap Dan. og er það nefnt eftir honum. íbúar þess eru sagðir rétt um 300 og flestir óblandaðir Eskimóar. Þeir, sem hafa hug á að kynnast þessum þjóðflokki, hinum raun verulegu Eskimóum og þjóðlífs- háttum þeirra, ættu því einmitt að fara til Kúlúsúk og dvelja þar um tíma. Mun það sama að mestu gilda um þorpið Angmagssalik, sem er þrjátíu kílómetrum sunnan við Kúlúsúk, með um það oil 700 íbúum, en það er stærsta þorpið á austurströndinni. Hins vegar var okkur tjáð, að á vesturströnd Grænlands, þar sem langflestir í- búar landsins dvelja, væri bióð- blöndun orðin mjög mikil. Hvenær sú blóðblöndun hófst veit engmn, er sennilega má rekja hana aftur til íslenzku landnemanna. Munu Danir eiga þar stærstan hlut að máli. eins og vænta má, þótt ýms ar fleiri eranskar þjóðir komi þar við sögu. En snúum nú aftur til flugvail- arins á Kúlúsúk. Ég hafði áður sagt, að þegar vélin lenti þar, voru þar fyrir nokkrir vallarstarfsmenn og ofurlítill hópur forvitinna Eski- móa, bæði barna og fullorðinna. Mun það vera venja þeirra í hvert sinn, sem flugvél kemur til Kúlú- súk því að vitaskuld er það mik- ill viðburður í hinu afar fábreytta lífi heimamanna. Flugvöllurinn er á m]óg eyðileg um stað og lítt geðfel'/'um, og byggingar harla fáar. Eskimóarnir geugu nú með okkur til þorpsins Kap Dan. en þangað er um þriggja stundarfjórðunga gangur. Brátt kom i ljós á leiðinni, að þeir höfðu í huga að selja komumönnum sitt hvað af heimagerðu dóti og var sumt einkar laglega unnið Alla leiðina vorum við líka að mæta börnum og unglingum, sem vildu gjarna koma út smámunum sín- um, og urðu vitaskuld ýmsir til að kaupa dót þeirra. eins >>g jafnan er venja ferðamanna. Við félagarnir gátum t.d. náð í býsna haglega gerða kajaka eða húðkeipa úr tré, með veiðimönnum og tækjum FYRRI HLUTI FRÁSAGNAR T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 79

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.