Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1971, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1971, Blaðsíða 8
Kúlúsúk — hafís um alla voga, þótt hásumar sé, og þoka í lægðum mllli fjalla. Ljósmynd: Snorri Snorrason. þeirra, fyrir sanngjarnt verð að mínum dómi, 35 danskar krónur. En mest var þarna, eins og raun- ar við mátti búast, unl muni úr skinni, t.d. skó o.fl. og voru þeir hlutir dýrir. Einnig voru nokkur börn með lagleg perlubönd og perlufestar. í þessu sambandi vil ég segja, að margir Eskimóar eru sagðir mjög listrænir, og einkum þykja ýmsir útskornir munir þeirra úr beini, tré og steini frábærlega vel gerðir. Slíkir listamenn eru til í Kúlúsúk, en við sáum aðeins örfáa slíka listmuni. sem voru boðnir til sölu inni í þorpinu. En eins og nærri má geta, eru þeir afar dýrir og því ekki á allra færi að kaupa þá. Þessi háttur Eskimóanna í Kúlú- suk að bjóða ferðamönnum sölu- muni sína strax við flugvélina og síðan hvar sem er allan timann, sem þeir dvelja hjá þeim, mun stafa af því, að minjagripave.rzlun er engin í Kúlúsúk. Þar er heldur enginn gististaður fyrir ferðamenn né veitingaaðstaða af nokkru tagi, svo að lengri ferðir þangað en einn dag eru raunar útilokaðar, nema fyrir þá, sem færu með tjöld og annan viðleguútbúnað, en tú þess þarf sérstakt leyfi stjórnvalda Dana. Hins vegar igegnir allt öðru máli með vesturstrondina. Þar eru mjög fullkomin hótel og þjónusta við ferðamenn öll hin bezta, hvorf sem um er að ræða langan eða skamman tíma. Leiðin til þorpsins Kap Dan er greiðfær gönguleið, en landið ákaf lega bert og gróðurlaust. Var það harla ljóst. að allur gróður átti þar ,svo erfitt uppdráttar, að hvergi sást ræktaður túnblettur, matjurta- garður eða blómabeð. Þó fann ég örfáar blómplöntur á leiðinni, en gat talið þær á fingrum annarrar handar. Það vakti athygli allra, að er við nálguðumst þorpið, mátti sjá trékrossa hér og þar, ýmist í urð eða undir kletti. Er um þetta var spurt, kom í ljós, að hér lágu lík undir. Var okkur tjáð, að land undir kirkjugarð, samkvæmt venj- um okkar, væri hvergi til í Kúlú- suk og væru því lík urðuð á þess ari hrjóstrugu eyju, þar sem unnt væri að hola þeim niður. Við dvöldum um það bil þrjár klukkustundir í þessu sérstæða Eskimóaþorpi. Húsin eru flest ómerkilegir og ljótir timburskúrar eða kumbaldar í svo til gjörsam- lega gróðurlausu umhverfi. Og í þessum kumböldum búa nú, eins og fyrr segir, um það bil 300 sálir af nær óblönduðum Eskimóastofni. Og hvað fréttu svo ferðalangar, meðan þeir dvöldu þarna, um þetta fól'k, sem þar býr og þennan stað? Þeirri spurningu ætla ég að svara með nokkrum orðum, samkvæmt þeim upplýsingum, sem fararstjóri veitti okkur á skammri stund, og sem ég hef einnig dregið að úr öðrum áttum. Eftir traustum heimildum er það talið vist, að á þessum slóðum hafi verið hin svonefndu Gunnbjarnar- sker, sem kennd eru við víkinginn Gunnbjörn Úlfsson, og talinn er hafa siglt þar um rétt um eða'eft- ir áramótin 900. En svo sem kunn- ugt er úr sögu okkar, varð orðróm urinn um þessi sker beinlínis til þess, að Eiríkur rauði fann Græn- land. En þessi svæði á austur- strönd Grænlands voru aldrei byggð og hafa aldrei verið byggð hvítum mönnum. Eiríkur rauði og þeir, sem vestur fóru að dæmi hans, sigldu suður fyrir Hvarf og námu land á vesturströndinni. Efu hverju íslenzfcu barni sæmilega kunn viss atriði þeirrar sögu. Og talið er nú fullvíst, að til þessara héraða á austurströndinni komi enginn hvítur maður fyrr en í lok 19. aldar. Nákvæmlega til tekið er það ekki fyrr en árið 1884, að danskur leiðangur ungir forystu manns að nafni Gustav Holm, kannar svæðið, þar sem nú er Angmagssalik, og finnur þar 416 Eskimóa á algjöru steinaldarstigi. Voru það síðustu leifar þess kyn- stofns. sem fornleifafræðingar telja nú sannað mál, samkvœmt íi. 80 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.