Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Síða 7
blaðaútgáfa íslenzkra skáta. Og var þa'ð mjög ómaklegt. Hún er all- mikil að vöxtum, þó að hún sé einkum bundin við félaga skáta- hreyfingarinnar. Einkum eru það þrjú rit, sem komið hafa út langan tíma, en auk þess eitt og eitt blað við ýms tæki- færi, sem ég kann þó ekki nema að litlu leyti skil á. Blaðið Uti var jólablað, sem kom út 1928—1943. Útgefandi var skáta félagið Væringjar. Það var í stóru broti, vandað að efni og með mörg- um myndum. Þarna voru drengir hvattir til útiveru og heilbrigðs lífs. Skátablaðið hóf göngu sína 1935 og kemur út enn, að því ég bezt veit. Flest árin kemur það út í tveim heftum. Útgefandi er Bandalag íslenzkra skáta. Blaðið er vandað að efni o g frágangi. Þarna eru rædd félagsmál skáta- hreyfingarinnar og fréttir frá hin- um ýmsu deildum hennar. Þriðja af þessum blöðum er For- inginn. Hann er einnig gefinn út af bandalaginu og hóf útgáfu sína 1964 og kemur út síðan oftast í níu heftum á ári. Þarna er rætt alhliða um mál skátastarfsins, eink um stjórn þess. Skátahreyfingin hefur verið mjög gagnleg og unn- ið að uppeldi æskulýðsins á heil- brigðan hátt. Skátaforingi íslands er Jómas B. Jónsson, fræðslufull- trúi. Þá verða hér nefnd mofckur ein- stök blöð. Skátinn heitir blað, sem Skáta- félag Reykjavíkur hefur gefið út. Á Akureyri er mér kunnugt um þessi blöð: Sumarliljan árið 1919, Akurliljan árið 1932, Skólaskátinn 1938, Afmælisrit (fjölritað) á fimm tíu ára afmæli skátahreyfingarinn- ar á Akureyri 1967 34 síður að stærð. Var afmælis þeSsa minnzt á mjög veglegan hátt. Og að síð- ustu er Skátinn, útgefandi skátar á Akureyri 1970. Eins og af þessu má ráða, er skátahreyfingin mjög öflug á Akureyri. Skátaforingi þar er Tryggvi Þorsteinsson, skóia- stjóri. Þá hefur skátafélagið Hraunbú- ar í Hafnarfirði gefið út blað’ð Hraunbúar nokkrum sinnum. Þá kom út blaðið Vífill, gefið út af skátafélaginu Vífli í Garðahreppi 1968. Á ísafirði mun hafa komið út skátablað að nafni Einherjinn. Framhald á bls. 141 WMiM$ UTLEND BÖRN I nálega öllum löndum Vest- ur-Evrópu er margt barnlausra hjóna, sem hefur öli spjót úti til þess að krækja sér í fóstur- barn. En framboðið er mikTu minna en eftirspurnin, og að- eins þeim, sem heppnastir eru, verður að ósk sinni. Þess vegna hefur í seinni tíð verið leitað til fjarlægra landa, þar sem örbirgð eða styrjaldar- hörmungar valda því, að margt er um munaðarlaus börn eða börn á hrakhólum. Um skeið fékk fólk í Danmörku og Sví- þjóð talsvert af börnum frá Grikklandi, þar sem heita mátti að hierforingj astjórnin hefði útsölu á börnum, þótt gjaldið, sem greiða varð, væd látið heita kostnaður við frá- gang skilríkja. Seinna voru börin fengin frá Suður-Kóreu. Það er langsótt, og hefur verið komizt svo að orði í blöðum erTendis, að kór- esku bömin kosti svipað og litasj ónvarpstæki. En nú er komið babb í bát- inn. Tortryggni hefur komið upp í Suður-Kóreu, og hefur verið stöðvaður brottflutning- ur bama þaðan, að minnsta kosti í bili. Þó verða send úr landi þau börn, er samið hafði verið um, áður en þessi stefnu- breyting varð. Á myndinni hér að ofan er sænsk kona með Kóreudreng, er hún fékk. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 127

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.