Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Síða 11
INGÓLFUR FRÁ PRESTBAKKA: RÖKIN í TILVERUNNI — Sittu kyrr í bílmum meðan ég fer út og athuga þetta, sagði Jón gamli, þar sem við sátum með bifreiðina fasta í skafli að nætur- lagi uppi á miðri heiði. — Sitja kyrr, át ég upp eftir honum, og íáta þig, eldri mann- inn, moka einan? Nei, Jón minn, það er ekki hægt. — Það er ég, sem ek bílnum, svaraði Jón, stuttur í spuna, um leið og hann opnaði hurðina og snaraðist út í náttmyrkrið og hríð- arkófið og lokaði vandlega á eftir sér. Sitja kyrr? hélt ég áfram að hugsa og sat líka kyrr í notaleg- um ylnum í bílnum. En gegnum storminn heyrði ég til gainla mannsins, þegar hann skellti aftur loki farangursgeymslunnar. Sitja kyrr og láta sér líða sem bezt — er það ebki vani þeirra, sem sjaldn ast lyfta þyngri hlutum en bók eða penna? hugsaði ég og fann . vanmátt minn ankast við hvert högg stunguskóflunnar í harðan skaflinn úti fyrir. — Hvað ertu að gera með skófiu á snjólausum vegi* hafði ég spurt, þegar við lögðum upp um morg- uninn. — Skóflu, sagði Jón og hló við. Það getur svo sem verið snjólaust hér í byggð, þótt skaflar séu á heiðinni. Þeir hafa sjaldnast látið bíða eftir sér þar norður frá, að því ég bezt veit. Þú talar eins og þú hefur vit til, en ætli þér þætti ekki langt að skreppa heim eftir henni, skóflunni, ef við sætum fastir í glórulausum byl. Sætum fastir? Já, nú sátum við fastir, og nvað hefði verið til ráða, ef skóflan væri ekki með? Vit, já víst hafði ég talað eins og ég hafði vit til. Við áratuga innivinnu hafði ég gleymt því, hversu heiðin gat orðið erfið og það þó ekki væri komið nema fram í október. Ég hefði þó átt að þekkja hana eins og þá heiðina, sem ég hafði alizt upp í nágrenni við. Oft hafði ég á unglingsárunum komizt þar í hann krappan í snöggum norðan- áhlaupum. Gleymt er það, sem gleypt er, var eitt þeirra máltækja, sem Jón gamli brá oft fyrir sig. Þetta mál- tæki átti svo sem ekki illa við mig —mann, sem var búinn að glevma svo sínum uppruna, að það var líkast því, sem han hefði orðið eftir á láglendinu fyrir fullt og allt. Stormurinn óx, svo að hrikti í bílnum, en höggin frá skóflu Jóns gamla voru nú framan til í skafl- inum. Jón gamli — ég þekkti hann allvel orðið, fannst mér, og þó voru þau ekki svo mörg árin, sem ég hafði dvalizt með honum hér sunnan við heiðina. Þegar ég var ungur, lá héiðin miíli okkar eins og milli svo margra annarra í þessu lífi. Mér stóð fyrir hugskotssjónum þessi gamli maður, þegar ég átti fyrst tal við hann: Ekki hár í loft- inu, en gneistandi af fjöri og græskulausu gamni, sem þó var oft, ef að var gáð, með undir- straumi þungrar alvöru. — Guð hefur alltaf verið mér góður. Hann hefur alltaf vitað, hvað mér er fyrir beztu, og því þarf ég ekki að kvarta. Þetta hafði hann sagt í lok fyrstu viðræðu okkar og snúizt svo á hæli og stefnt heim. Verið honum góður, hugsaði ég- Jú, ef til vill var hægt að hugsa svo fyrir mann, sem bjó einn síns liðs, eftir að guð, sem hann var að tala um, hafði kallað til sín fjölskyldu hans alla. — Ég hef allt, sem ég þarf, svo að ég þarf ekki að kvarta, hafði hann sagt oftar, þessi maður, meira en sjötugur, sem hjó nú skurði í harðbarinn skaflinn til þess að við kæmumst leiðar okk- ar. Ég fann til vanmáttar gagnvart slíkum manni, sem átti það trúar- traust með sjálfum sér, er e'kkert gat breytt. Manni, sem engar sorg- ir gátu bugað og hélt sínu striki eins og hann sagði, því að það var honum ætlað. — Sérðu ekki stundum eftir býlinu þínu? hafði ég spurt með ógætni ókunnugs manns, en ég vissi að hann hafði eitt sinn SJtt bú hér uppi í heiðardrögunum, áður en hann flutti í þorpið. — Sé eftir? hafði hann svarað, og bætt svo við með kyrrð í rödd- inni: Er það ekki nóg, að rústirn- ar gráti, þó svo að ég geri það ekki iíka? Þetta varð mér minnisstætt, enda spurði ég hann ekki framar um býlið. Ég hafði og heyrt, að hann ætti enn kindur af sínum gamla fjár- stofni, og hefði þær í eigin húsi, sem hann hefði byggt á landi vin- ar síns í sveitinni auk þess feng- ið hjá sama manni landskika til ræktunar, sem hann hafði afgirt og fullunnið. Þess vegna hafði ég sem gamall sveitamaður eitt sinn spurt Jón, hvort honum þætti ekki gaman að ;já kindur sínar þegar þær kæmu af fjalli á haustin og á veturna, þegar þær stæðu við vel búna garða. — Hef ekki séð þær síðan ég lauk ræktuninni og fékk þeim feðgum þær til hirðu, svaraði Jón. Þá varð ég hissa, því að ég vissi, að meira en aldarfjórðungur var síðan þetta hafði gerzt. Kynslóðir væns fjár höfðu kom- ið og farið, en hann hafði ekki séð þær. — Það, sem maður hefur tekið að sér, það kemur manni við — annað ekki, hafði Jón gamli bætt við i þetta sinn, og sá ég þá strax eftir þessari hnýsni minni. - Rökin í tilverunni ætla hverj- um sinn stað, og því er um að gera að villast ekki, hafði hann bætt við stundu síðar. Kynni okkar Jóns höfðu orðið nánari, og nú hafði hann ekki tek- ið i mál, að óg færi út til að að- stoðr sig í skafli heiðarinnar — þeirrar sem ég hafði týnt í óminni fiestum kennileitum á. Bílhurðin opnaðist, og Jón gamli léi orðalaust skófluna í aftursæt- ið og gangsetti bíliinn. Með ’agni tókst honum að stýra bílnum rétt- leiðis á götuna, og nú komumst við út úr skaflinum. Moksturinn hans Jóns hafði dug- að. — Viltu í nefið? sagði Jón og starði út í glórulausa hríðarmugg- una, sem Ijós bílsins unnu lítt á, Það hressir mann, blessað tóbakið, bætti hann við og var auðheyrð glettnin í röddinni. TtMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 131

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.