Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Síða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Síða 13
<3ai og var alþeikktur fyrir tún- rMct og liúsabætur á jörð sinni. — Óxst þú upp á Brandsstöð- uim? — Ég kom þangað fermingar vorið mitt, 1908, og var þar við Íoða að miklu leyti til 1930. Ástæð- an til þess, að ég fór að fcenna mig við Brandsstaði, er sú, að þeg- ar ég byrjaði að láta til mín heyra á opinberum vettvangi, stóð svo á, að ég átti alnafna í Skagafirði. Ég kærði mig ekkert um að fella á aðra mínar sakir, svo ég tók þann kost að aðgreina okkur með þessum hætti. —Hvaða n komst þú að Brands- stöðuin? — Ég kom úr Skagafirði. Það er eins ástatt með mig og Jón sál- uga hrak, að ég „skauzt inn í ætt- ir landsins utanveltu hjónabands- ins“. Foreldrar mínir voru ógift, og ég ólst upp á hálfgerðum hrakn- ingi. Þó var ég svo heppinn að vera sex ár á sama bænum í barnæsku minni. Það var góður tími, enda naut ég þar umhyggju frábærrar húsmóður. Þegar svo faðir minn fór að búa á Brandsstöðum, flutt- ist ég til hans. — Hverrar menntunar nauzt þú í æsku? — Það fer allt eftir því, hvaða skilning þú leggur í hugtakið „menntun". Ef þú átt við skóla gongu, þá eru það sjö vikur undir fermingu, sex vitour á milli ferm- ingar og tvítugs, og þar að auki tveir vetur á Hólum, þegar ég var rúmlega tvítugur. En ef þú hefur í huga það, sem ég vil fela í hug takinu almenn menntun, þá las ég ailt, sem ég náði í, hvort sem það myndi nú vera talið gott eða illt. Og ég var mjög sn.emma læs. Haustið, sem ég var átta ára, var hægt að nota mig til þess að lesa búslesíiirinn. — Var góður bókakostujr á þeim bæjum, þar sem þú ólst upp? — Bókakosturinn var nú víst heidur MtiU á bæjunum, en það voru komin bókasöfn í sveitunum, sem ég dvaldist_ í, þegar á barns árum mínum. Ég átti því mjög snemma aðgang að íslendingasög- unum, rímum og öðru þess háttar. Og svo er eitt, sem ekki má van- meta: Ég flúði alltaf til biblíunn- ar, þegar annað lesefni þraut. — Þú ert þá væntanlega biblíu- hestur mikiil? — O-nei . Ekki vil ég nú segja það. Og þó. Það má vera, að ég Guðmundur Jósafatsson. sé ekki ófróðari þar en leitomenn almennt. Þessi æskukynni mín af biblíunni urðu að minnsta kosti til þess, að ég hef lesið hana síðar. Líklega hefði ég aldrei opnað hana á fuliorðinsárum, ef ég hefði ekki sem barn verið dæmdur á vit henn- ar af lestrarlöngun. Annars er það einum manni að þakka, umfram alla aðra, hvað ég las mikið af ágætum ritum á ár- unum frá 1915 til 1926. — Hver var það? — Það var danskur maður, Evald Hemmert að nafni, verzlun arstjóri og síðar kaupmaðui á Blönduósi. Hann var tengdasonur séra Arnljóts Ólafssonar, kvæntur Jóhönnu, dóttur hans. Ljósmynd: TÍMINN — Gunnar Valberg. — Hann hefur hvatt þig til lestrar? — Já. Og hann gerði meira en það. Hann blátt áfram opnaði mér bókasafn sitt. Og það voru engir skussar, sem sátu í hillum hans. Ég komst fljótt upp á lag með að verða stautfær fyrir sjálfan mig á Norðurlandamálunum, og að þess um lestri hef ég búið síðan. Ann- ars má nú segja, að ég væri síles- andi, allt þar til ég kom hingað til Reykjavítour. Iíér hefur maður sjaldan tíma og því síður næði. Það er eins og ymur umhverfisins slævi þessa löngun. — En ef við höldum áfrarn með ævisöguma: Þú reistir bú fyrir norð an, eða hvað? TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 133

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.