Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Síða 14
Richard Beck: Vordraumur — Já. Ég keypti mjög lítið kot, sem heitir Austurhlíð og er í Blöndudal. Það var vorið 1923. Þar hóf ég búskap með konu minni, Sigurlaugu Þorláksdóttur, vorið 1931. Að visu skal ég játa, að við leituðum aldrei samþykkis kirkju eða laga um sambúð okkar, en satt að segja fann ég aldrei, að það væri búskap okkar neinn fjötur um fót. — Já, búskapurinn hefur geng ið sæmilega? — Það var ekki safnað auði, en reyndar er nú auður teygjanlegt hugtak. Verðmæti eru ekki öll fólg in í digrum sjóðum. Við notuðum hvert eyrisvirði, sem okkur áskotn- aðist, til þess að gera býlið bjarg- vænlegt. Hinu ber þó ekki að neita, að ég hélt lengi mjög fram hjá búskapnum, þótt það bitnaði ekki á sjálfri jörðinni. — Hvert var framhjáhaldið? — Búnaðarsamband Húnvetn- inga. Ég mældi jarðabætur fyrir það árin 1942—1954, að báðum meðtöldum. Og á þessu árabili mældi ég líka jarðabætur Vestur- Húnvetninga í sex ár. Það féll því í minn hlut áð leggja fram tillög- ur um fyrstu skurðina sem hinar stóru, vélknúnu gröfur grófu i Húnavatnssýslum báðum. — Þetta hefur auðvitað verið tímafrekt? — Vissulega fylgdi því erill, því að svæðið er stórt, og víða við að koma. Eftir að ég lagði þetta nið- ur, vann ég á vetrum talsvert hjá Búnaðarfélagi íslands í Reykjavík. — Upp úr því hefur þú flutzt til Reykjavíkur? — Það má svara því bæði ját- andi og neitandi. Ég missti konuna i janúar 1961. Sonur okkar, ein- Þótt á hausti fölni fold, frosti nísti blóma hjairta, dreymir fræið djúpt í mold dýrð og yndi vorsins bjarta. Mannsins hugur einnig á óskalind, er þögul streymir, vetrarmæddum vekur þrá vors er nýja fegurð dreymir. Fræ í mold og manns í sál móður lífsins sömu eiga; aftanskin og árdags bál orku úr sama brunni teyga. -----------------~i birni, missti heilsuna um það leyti, svo hann var ekki til erfiðisvinnu. Nú stóð ég einn uppi með búskap- inn, fargaði því búinu vorið 1961 og fluttist hingað. Síðan 1962 hef ég verið þarfakarl hjá Búnaðarfé lagi íslands. Því uni ég vel. — Nú er það alkunnugt, Guð mundur, að þú hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana, og með al annars skrifað mikið. Hvað er þér nú hugstæðast af því, sem þú hefur fengizt við? — Ég held það sé nú ofmælt að kalla það mikið. En fyrir það get ég ekki svarið, að hafa snert á penna. Ef einhverjum skyldi þykja það einhvers vert, ber að hafa það í huga, að flestum stund- um, sem ég hef varið til þess, hef ég hnuplað frá öðrum störfum. Aldrei hef ég þó fært mér það til húnvetnskrar hvinnsku. — Það mætti kannski líka segja, að þær gripdeildir hafi verið vel réttlætanlegar? — Þær hafa að minnsta kosti aldrei valdið mér kinnroða. En þú spurðir um hugðarefni. Ef ég hef átt mér eitthvert slíkt, er það tví- mælalaust íslenzk tunga, lit- brigði hennar, máttur og myndauður. Þetta stafar þó ekki af lærdómi mínum í íslenzkri mál- fræði, því 1 henni hef ég ekki lært annað en ritreglur Valdimars Ás- mundssonar. Þær lærði ég utan bókar, þegar ég átti að vera að læra kverið. Að visu þykir mér miður að hafa svikið einn þáttinn í ritreglum hans, z-una. En þar heillaðist ég af blaðamanna stafsetningunni, þegar hún hélt innreið sína. Þar var z-unni kastað, en eins og kunnugt er, var hún tek- in upp aftur. Á þeim árum, þegar hún kom til sögunnar á ný, skrlf aði ég ekkert, nema fáein sendi bréf. Þegar ég svo fór að skrifa opinberlega, var ég orðinn of mót- aður af hinu til þess að skipta um. Ég sé samt eftir þessu, því að mér þykir prýði að þessum staf. — Er ekki eitthvert svið ís- lenzkrar tungu þér kærara en önnur? — Jú. Ljóðin. Þá slóð má rekja, óslitna og örugga, alla íslands sögu — og lengur þó. Þjóðólfur úr Hvini er arftaki langþroskaðrar ljóðhefðar. Síðan hefur þessi tigin- borna list fylgt kynstofninum til vprra daga. Auðvitað hafa skipzt á hæð- ir og lægðir, þar sem annars stað ar. En það er þessari íþrótt að þakka, flestu öðru fremur, að í dag er töluð íslenzka á íslandi. Og það verður henni að þakka, ef okkur tekst að vernda tunguna um ókomin ár. Það þarf bara að vaka vel á þessum verði, því alltaf er nóg til af fólki, sem er svo ósýnt um meðferð síns móðurmáls, að stór háski getur af því stafað, ef það nær að sýkja út frá sér. Um þetta eru ótal dæmi, og ég get ekki stillt mig um að nefna örfá, máli mínu til sönnunar. Ég heyrði einu sinni sem oftar prest lesa morgunbæn í útvarp. Þar bað hann drottin'allsherjar að „yfirbuga vora veiku trú“. Og hann endurtók þetta, að vísu í öðru orðasambandi, svo þarna var ekki um mismæli að ræða. Kon,a var að flytja óskalagaþátt sjúkl- inga, þar sem hún skilaði, — frá konu, sem hún nafngreindi — ást- arkveðju til allra þeirra, sem hefðu „legið með henni“. Minna mátti nú gagn gera. Þá þykir mér nú „tilurðarsaga íslendingasagna“ ekki prýða tunguna. Mér myndi ekki þykja það til neinna bóta, þótt mæsta útgáfa biblíunnar byrj- aði svona: „í upphafi tilurðaði guð himin og jörð“. Og nú eru íslenzk- ir hestar hættir að strjúká. Þeir „stinga af“, samkvæmt nýlegum fregnum. Strokuhestar munii frví ekki lengur þekkjast, heldur „af stunguhestar“. Já. Það hvílir þung ábyrgð á öllum þeim, sem málið notá. |>ar má enginn leyfa sér að láta váða á súðum. — Var ekki talsvert félagslíf fyrir norðan í uppvexti þínum? Framhald á 142. síðu. 134 IÍM1NN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.