Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Page 20

Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Page 20
Drottin til að bænheyra sig. Þvl þreyttari sem líkami hans varð, því meiri raunveruleik og lífi urðu sýnirnar sem hugur hans skynjaði, gæddar. ílann sá borgarmúra hrynja og hús falla. Æpandi flokk- ar af skelfdu fólki æddu framhjá honum, og á eftir þeim þeystu sendiboðar hefndar og tortímingar, stórvaxnar verur, með strangan svip yfir fagurleitum ásjónum. Þær voru klæddar silfruðum her tygjum, ríðandi svörtum fákum og sveifluðu sprotum fléttuðum úr ljómandi leiftrum. Erlurnar litlu ófu og fléttuðu af iðni, daginn á enda, og verkið sótt- ist þeim vel. Á þessari þýfðu heiði með alla störina, og við þetta fljót með allt vatnið og öll sefstráin, var engin þurrð á byggingarefnum. Þær tóku heldur engan tíma til hádegis- eða kvöldverðarh /ítdar. Af logandi áhuga og ánægju þutu þær fram og aftur, og þegar kvöld- ið kom var aðeins eftir að þekja bústaöinn. En áður en kvöldið kom var ein setumaðurinn farinn að gefa þeim allnánar gætur. Hann fylgdist með ferðalagi þeirra, nöldraði við þær, ef þær báru sig heimskulega að, harmaði ef stormurinn olli þeim skaða og var óþolinmóður ef þær gerðu hlé á vinnunni. Og sólsetur varð og fuglarnir settust til næturhvíldar á sínum vanastað inni í sefrunnunum. Sá sem gengur að kvöldlagi yfir heiðina. verður að beygja sig nið- ur, svo að augu hans nemi' í hæð við þúfurnar, þá mun hann líta furðulegar sýnir koma í ljós með bjartleitan vesturhimininn að bak sýn. Uglur með stóra, hvelfda vængi þeytast yfir landslagið. ó- sýnilegar hverjum sem stendur uppréttur. Höggormar rísla þar áfram, liðugir, snarir, með mjóu höfuðin uppteygð líkt og svana hálsa. Stórvaxnar eðlur skríða stirð- lega áfram, hérar og íkornar fiýja rándýrin, og refurinn tefcur stökk eftir Ieðurblöku, sem er að elta flugur meðfram pollalænum. Svo er, sem hver þúfa hafi öðlazt !if. En á meðan þessu fer fram sofa smáfuglarnir á vaggandi sefstráun um, i öruggu skjóíi fyrir hverju óláni. Ilvílustaði þeirra getur eng- inn nálgazt, án þess að vatnið hevrist skvampa og stráin fart að titra, og þá vakna fuglarnir. Þegar morgunninn rann upp álitu erlurnar fyrst, að viðburðir dagslns I gær hefðu verlð fagur draumur. Þær höfðu sett sín kennimerki og flugu beint til hreiðurs síns, en það var horfið. Þær þutu í leit út um alla heiði og sentust beint í loft upp, til að fá betri yfirsýn. Þær sáu þó hvorki tangur né tetur, hvorki af hreiðrinu né trénu. Loks settust þær á tvo steina niðri við fljótið og hugsuðu margt, vippuðu stélunum og höll- uðu undir flatt. Hvað var oi’ðið af hreiðri og tré? Sólin hafði varla hafizt eina þverhandarbreidd upp yfir skógar röndina hinum megin fljótsins, áð- ur en tréð þeirra kom gangandi og staðnæmdist á sama stað og daginn áður. Alveg jafn svart og kræklótt og þá, og það var hreiðr- ið þeirra efst á toppinum á ein hverju. sem hlaut að vera visnuð grein, er tevgðist svona upp i loft ið. Þá tóku erlurnar aftur til við bygginguna, án þess að hugsa meira um margskonar undur nát-t- úrunnar. Hattó einsetumaður, sem eltl burt smábörnin sem ‘komu nálægt jarðhellinum hans, og sagði að bezt mundi þeim að hafa aldrei litið lifsins ljós, hann sem hentist út í fen og foræði til að senda bannfæringarorð til hinna ungu og glöðu. sem reru völtum bátum sín- um upp eftir fljótinu, hann sem hirðarnir á heiðinni vernduðu hjarð ir sínar fyrir, vegna hins illa augna ráð hans, — hann sneri ekki nft- ur til síns staðar á fljótsbakkan- um vegna smáfuglanna. En hann vissi, að eigi einungis hver bókstaf ur i heilögum ritningunum hefir sina dulu, leyndardómsþrungnu þýðingu, heldur og það allt. sem Drottinn lætur gerast í heimi nátt- úrunnar. Nú hafði hann ráðið gát una um hvað þýða mundi, að erl urnar byggðu hreiður sitt í hönd hans. Guð vildi að hann stæði kyrr og flytti bænir sínar með upplyft- um örmum, þangað til fuglarnir hefðu lokið við að ala upp unga sína ,Ef hann gæti það, mundi hann verða bænheyrður. Á þessum degi sá hann mun færri dómsdagssýnir. En því meiri áhuga haf-ði hann á starfi fugl- anna. Hreiðrið var skjótt fullgert. Litlu byggingarmeistararnir flögr- uðu kringum það, sem þá værl síðasta yfirlit. Erlurnar sóttu nokk ur smálauf frá raunverulega píl- viðartrénu og þÖkfcu ru$ð þpifft hreiðrið að utan. Það skyldi ta'kníi lagfæringar og málun. Þær sótfen blóm, og kvenfuglinn tók dún gf brjóstl sínu, og með þessu fóðraði hún hreiðrið að innan. Það táknaðí innanígerð og húsgögn. Bændurnir sem óttuðust hinn refsandi mátt, er bænir einsetu mannsins ef til vill gætu framkall- að frá hástóli Drottins, báru jafn an til hans brauð og rnjólk, í þvl augnamiði að lægja reiði hans. Einnig nú komu þeir og hittu hann standandi hreyfingarlausan, með erluhreiðrið í hönd sér. — Sjá, hversu sá góði maður er mikill vinur litlu fuglanna! sögðu þeir og hræddust hann ekki fram ar, Ivftu mjólkurfötununi að vör- um hans og stungu brauðinu inn í munninn á honum. Þegar hann hafði etið og drukkið, skammaði hann mennina burt frá sér, en þeir bara hlógu að illskunni í honum. Fyrir langa löngu hafði líkami einsetumannsins orðið að gerast þjónn hans sterka vilja. Við hung- ur og þjáningar, daglöng knéföll og vikulangar vökur liafði hann lært þá hlýðni. Nú héldu járnharð- ir vöðvar örmunum uppréttum daga og vikur, og meðan kvenfuglinn lá á eggjunum og var alltaf heima í hreiðrinu, fór einsetumaðurinn ekki einu sinni um nætur í jarð- helli sinn. Hann vandi sig á að sofa sitjandi, með upprétta hönd. Meðal eyðimerkurbúa finnast vissulega þeir, seni orkað hafa meira en þessu. Hann vandi sig við að horfa i iitlu, órólegu fuglsaugun. sem gægðust til hans yfir hreiðurbrún- ina. Hann hafði gætur á hagléljum og regni, og gætti hreiðursins svo vel sem hann mátti. Einn dag er svo kvenfuglinn laus frá varðsetu sinni. Erlurnar sítja báðar á hreiðurbrúninni, vippa stélunum. leggja á ráð, og sýnast vera svo hjartanlega ánægð- ar þó að hreiðrið virðist líkt og barmafullt af angistarfullu tisti. Að stundu liðínni þjóta þær burt á áköfustu flugnaveiðar. Og fluga eftir flugu er veidd og færð helm handa þessu sem tístir uppi í lófa einsetumannsins. Og þegar maturinn kemur, kveður við tístið allra hæst. Heilagi maðurinn truflast í bænum sínum, af þeim pípuleik. Og ofurhægt sígur armur hans niður, á Ilðamótum, sem næstum 140 TÍIUINN ~ SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.