Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1971, Blaðsíða 2
★★ Um síðustu helgi héldust
tvenn tíðindi í hendur: För
þriggja manna út í hólmann í
Reykjavíkurtjörn þeirra erinda
að spilla þar hreiðrum og eggj
um fugla og stórfelld og marg-
endurtekin spell á trjágróðri í
hólmanum í Elliðaám, þar sem
starfsfólk stofnunar einnar hef
ur lagt fram fé og vinnu til
þess að prýða reit í útjarðri
borgarinnar. Þvílíkar fréttir
eru ekkert nýnæmi, og er þó
miklu oftar, að þess konar verkn
aðar er að engu getið, þegar
hann er framinn á þeim stöð
um, sem ekki geta heitið fyrir
allra augum. Það er bitur sann-
ieikur að skepnuskupur af
þessu tagi og hrein og bein ill-
mennska eins og förin í tjarnar
hólmann, er ískyggilega títt
fyrirbæri og alvarleg mein-
semS í þjóðfélaginu. Bak við
þetta býr sorafengið virðingar
leysi fyrir umhverfinu og sam
borgurunum. sjúkleg fýsn til
tortímingar og átakanlegur van-
máttur eða skortur á vilja til
þess að hafa hemil á lágum
hvötum. Ég vil ekki gera því
skóna, að þarna birtist hröð
úrkynjun kynstofnsins, og er
hitt líklegra, að lélegt eða mis-
heppnað uppeldi sé undirrótin,
ásamt vöntun á aðhaldi. sem
þeir þurfa jafnan, er ekki eru
menn til þess að aga sig sjálf
ir, svo að nokkurn veginn hæfir
þegnar séu í siðuðu mannfélagi.
★★ Hér er komið að því, sem
ég get ekki svarað: Hvaða viður
lögum sæta þéir, sem brotlegir
gerast í þessu efni, og hvaða
reki er að því gerður að hafa
upp á þeim, sem valda skömm
og skaða af þvílíku tagi? Þegar
hópur manna tók sig saman og
gekk um götur bæjarins eða
staðnæmdist einhvers staðar
með spjöld í því skyni að bera
vitni um andúð sína á atferli
Grikklandi, þótti hér um árið
svo mikið við liggja að berja
slíkt niður, að einu sinni þótti
vissara,,að lögreglan í Reykja
vík fengi liðsauka utan af
landi. Til bardaga stofnað að
óreyndu um það, hvort nokkurt
ofbeldi væri fyrirhugað og
fangaklefar fylltir af fólki. Þar
var þó aðeins að verki fólk,
sem lét uppi sannfæringu sína,
væntanlega jafnheiðarlega og
hverra annarra borgara. Mér
finnst brýnna að snúast gegn
skemmdarverkunum í kringum
okkur af fullri röggsemi (og
þó kannski ívið minni harð-
neskju) en hlutast til um ein-
hverjar göngur — það er að
segja á meðan þær eru innan
þeirra marka, að engu er
spillt. — Lífdagar grísku stjórn
arinnar ráðast hvort eð er ekki
í Reykjavík. En hitt getur dregið
á eftir sér slæman dilk, ef
meiningarlaus skemmdarverk
verða vaxandi þáttur í atferli
íslendinga. Það hlýtur til dæm
is að vera kleift að komast að
raun um, hverjir valda síendur
teknum spellvirkjum í Elliðaár
hólmanum, svo að segja fram
an í fjölda fólks. Það þjóðfélag
sem léti þau viðgangast, án
þess að blaka auga, væri aumk-
unarvert fyrir sakir vanmáttar
síns og úrræðaleysis. Þar þarf
að taka í taumana. Og sé sjón
varpinu þökk fyrir að drepa
fingri á þetta kýli.
★★ Ég ætla að Ieyfa mér að
víkja að öðru, ef til vill ekki
með öllu óskyldu þessu. í
dag birtist í þessu blaði viðtal
við lækni einn í Reykjavik,
Guðstein Þengilsson. Ég veit
ekki, hvort fólki bregður í
brún við þá sögu, sem hann
segir. En mér finnst lýsing
hans á því, hvernið sambúð
manna við áfengið er háttað,
vera þess eðlis, að einhver
mætti líta upp. Þar talar einn
sá manna, sem gerst má vita,
hvernig ástatt er, einn þeirra,
sem í eldinum standa — þeim
er þeir menn baka sér við hlóð-
ir Bakkusar, er gálauslega nálg-
ast þær. Orð læknisins eru
þeim mun þyngri á vogarskál
inni, að þar eru engin stóryrði
höfð uppi. Þau eru sögð hleypi
dómalaust og blátt áfram.
★★ Það gefur jafnan misjafna
raun, þegar þeir, sem ákvörð
unarvaldið hafa, þekkja ekki til
hlítar málin, sem þeir eiga að
fjalla um. Þess vegna ber lækn
irinn fram þá uppástungu, að
þeir, sem fara með yfirstjórn
áfengismálanna, fái að njóta ó-
keypis fræðslu -— fái að fylgja
næturlæknunum svo sem eina
viku og sjá það, sem þeir kom-
ast kynni við í starfi sínu,
eða venjulegum heimilislækni
í einn mánuð. Að svipuðu gagni
kæirtí sjálfsagt, ef þeir fengju
að vaka í lögreglustöðinni
nokkrar nætur og fylgja lög-
regluþjónunum við skyldustörf
þeirra á þeim tíma sólarhrings-
ins.
J. H.
434
lÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ