Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1971, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1971, Blaðsíða 13
k; -.-: ' • iý í< Jjótti námið heldur þurrt og ekki skemmtilegt. Nú, og svo hafði ég búið tvo nemendur undir lands- próf á meðan ég var við norrænu- námið, og þeir féllu báðir. Af því dró ég þá ályktun, að kennsla myndi ekki vera það, sem mér léti bezt, svo ég hætti öllum tilraunum í þá átt að búa mig undir það starf. — En var læknisfræðin þá eitt- hvað skemmtilegri en þér hafði þótt norrænan? — O-já. Ekki er nú því að neita. Þar var líka miklu meira til af góðum og tæmandi kennslubók- um, en auk þess hafði ég alltaf haft áhuga á náttúrufræðilegum efnum, þrátt fyrir hliðarhopp mitt yfir í norrænuna. En það stafaði aftur af hinu, að ég hafði líka áhuga á bókmenntum — og hef hann reyndar enn. Hitt er svo aft- ur annað mál, að atvikin hafa hag- að því svo, að maður hefur mest- an part helgað sig heimilislæknis- störfum, þrátt fyrir nokkra löng- un til þess að grúska við rann- sóknir. — Það hlýtur nú að vera til- breytingarríkt starf að vera heim- ilislæknir? — Það er ákaflega fjölbreyti- legt. Maður kynnist miklum fjölda fólks og margvíslegum lifnaðar- háttum þess. Að vísu er því ekki að neita, að við kynnumst einkum hinum dekkri hliðum lífsins, því það er nú einu sinni svo, að starfs- vettvangur okkar er þar, sem eitt- hvað bjátar á. Það á við um okk- ur, læknana, sem kona ein sagði, þegar hún var að lofa prestinn sinn: „Alls staðar er hann, þar sem eitthvað illt er“. En svo ég byrji á því að drepa á betri part- inn, þá eru það björtustu stundirnar, þegar maður sér árangur verka sinna í batn- andi heilsu fólks, og svo hitt, hve mjög fólk getur oft verið þakklátt fyrir hjálp, sem því er veitt, jafnvel þótt hún sé ekki ýkjamikil. — Það er líklega ófyrirgefanleg flónska að spyrja í hverju hinar dökku hliðar séu fólgnar? — Allt læt ég það nú vera. Sannleikurinn er einmitt sá, að mjög margt fólk gerir sér enga grein fyrir því, hvar hætturnar leynast: Hvað því ber að varast og hvað að gera til þess að varðveita heilsu sína. Jafnvel hin sakleysis- legasta iðja, eins og til dæmis að Guðstelnn Þengilsson læknir segir: „Það væri ekki svo vitlaust að gefa þeim, sem eiga að stjórna áfengismálum þjóðarinnar, kost á ókeypis fræðslu — það mætti til dæmis leyfa þeim að vaka með næturlækni einn vikutíma og láta þá fylgjast með honum í húsin þar sem brennivinsfárið geisar. Eða þeir fengju að fyigjast með heimilislækni i allar hans vitjanir svo sem einn mánuð. Reynslan er ólygnust." borða mat sinn, er svo viðurhluta- mikil, að alls ekki má kasta til hennar höndum. Það er kunnara en frá þurfi að -egja, að fjöldi fólks borðar sér til óbóta og situr inni í hlýjum húsum lon og don í stað þess að nota hendur sínar og fætur undir beru lofti og afla sér þannig heilsu og hreysti. — Eitthvað mun nú fleira vera óhollt í lifnaðarháttum okkar en ofát og inniseta? — Víst er engin þurrð á sliku. Tóbaksreykingar eru alþekkt mein, þótt út yfir taki, þegar kem- ur til Bakkusar og annarra eitur- efna, sem almenningi eru nú að verða nokkuð kunn af miklum um- ræðum á prenti og annars staðar. Það virðist vera að verða regla að skilja í sundur baráttuna gegn eiturlyfjum og áfengi. Þetta er mikill misskilningur, sem nauðsyn legt er að leiðrétta, og ég get ekki stillt mig um að gera tilraun til þess hér, fyrst ég fékk tækifæri til þess að segja nokkur orð á prenti. — Þú átti við það, að áfengi sé líka eiturlyf? TÍMIMN SUNNUDAGSBLAÐ 445

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.