Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Síða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Síða 2
Nú væri vel við hæfi að birta einvörðungu visur — ferskeytl- ur — um jólin, Jesús Krist og trúartjáningu manna. En þegar farið er að skyggnast um eftir slikum visum, eru þær furðu- lega torfundnar. Sé til að mynda flett Jólavöku, safnriti jólaefnis úr islenzkum bókmenntum, sem Jóhannes úr Kötlum tók saman fyrir allmörgum árum, er þar varla nokkur staka um þessi efni. Þar eru þó þessar tvær vis- ur Sigurðar Breiðfjörðs, þótt aldrei orti hann rimu um Jesús, sem vel hefði þó hæft: Ó, þér bliðu englar smá i óspjölluöum blóma, leika friða látið sjá, likt og jólum sóma. Barniö háa i Betlehem, blómgað náö og friði, blessa smáu börnin, sem brúka fagra siði. Ferskeytlan hefur verið skáld- um og hagyrtri alþýðu manna tamast tjáningarform um allt milli himins og jarðar öldum saman. í henni hafa menn túlk- að hvers konar hugarhræringar, ást og von, háð og aðdáun, ort um fyrirbæri lifsins, skoðanir sinar, náttúruna, vini sina og allt, sem nöfnum tjáir að nefna. En þegar kom að þvi að yrkja um kristna trú, guð og frelsar- ann, tjá trúarhita sinn, þá átti ferskeytlan einhvern veginn ekki við. Þá brugðu menn á ein- hvern annan hátt, útlendari að kyni, nema þá helzt ef menn höfðu i frammi flimt við guð og frelsarann eöa háðsyröi um trúna, kirkju og presta. Af þessu vakna margar spurningar. Hvers vegna var þetta rót- gróna tjáningarform, ' til að mynda hringhendan, ekki nær- tækast, þegar menn vildu dá- sama jólin, frelsarann, eða trúna? Hvers vegna fannst mönnum þá annar ljóðaháttur hæfa betur? Hvi voru ekki ortar rimur um Jesús Krist og lif hans? Hvi er enginn islenzkur sálmur i sálmabók ferskeytla? Hvi var aldrei kveðin hring- henda i messugjörð? Er skýringin sú, að þetta skáld- skaparform hafi verið heiðið i hugum manna? Eða varð Jesús Kristur aldrei svo islenzkur, að mönnum þætti hæfa að mæra hann með þessum rammþjóð- lega hætti? Svona mætti halda áfram að spyrja, án þess að greið svör fá- ist. En er þetta ekki girnilegt rannsóknarefni — til að mynda guðfræðingum? Hvers vegna samsamaðist þetta altækasta tjáningarform islenzkrar al- þýðu i margar kristnar aldir ekki trúarhugð hennar? Ætla mætti að öllu skaplegu, að trúarferskeytlur væru veiga- mesti bálkur islenzks trúar- skáldskapar liðinna alda. En það er nú öðru nær. Helzt er að finna háð og spott um þetta efni i ferskeytlum. Mönnum fannst vel við eiga að bregða þeim fyr- ir sig, þegar þeir vildu koma sliku á framfæri, og eru ýmsar slikar visur stórvel gerðar. Minna má á eftirfarandi visu, sem eignuð er Steini Steinari, orta i gamni um prestvigðan góðkunningja án teljandi græsku: Ef að Kristur eins og fyrst arka stytzta veginn þyrði, mundi hann vista Eirik yzt og aldrei gista á Hornafirði Þó má ekki lita svo á, að eng- ar einlægar og lotningarfullar ferskeytlur sé að finna um Jesús, jól og trú. Það vekur að- eins undrun, að þær skuli ekki vera miklu fleiri og algengari. Þær systur Herdis og Ólina Andrésdætur ortu til að mynda allmargar slikar visur, og má m.a. minna á þessar jólavisur Herdisar úr bálki hennar til Guðrúnar Erlings á jólum 1926: Sé ég fróma firða viða friðar róma kóngi hrós. Heyri ég óminn helgra tiða, himnesk ljóma jólaljós. V. 962 Er ég þrái af þrautagötu þangað ná, sem hvild ég finn, kem ég þá að kaldri jötu, krýp þar hjá þér, drottinn minn. Þar skín sólin kærleiks kæra, hverju óiánsbarni hlif, cr kom oss skjól og frið að færa, fögnuð jóia og eilift lif. fcg er snauð af ástaranda, eyða nauðum bið ég þig. Gef mér auðinn ljóssins landa, láttu ei dauðann hræða mig. Vægðu oss þráum, villtum sauðum, virztu Ijá oss kraftinn þinn. Bægðu frá oss böli og nauðum, búöu hjá oss, drottinn minn. Þrjóti skjól. og þreyttu geði þyki skólavistin hörð, veri oss sól og gefi oss gleði guð, sem jólin sendi á jörð. Hallgrimur nálgaðist oft fer- skeytluna i trúarvisum sinum, en beitti henni þó sjaldan hreinni. Þetta má nefna: Sannlega skyldugt segi ég mér sára þá kvöl að gráta, sem, drottinn Jesú, þungt að þér þrengdi á allan máta. . Jesús þeim sýndi i sannri raun sálarheill, náð og frelsi, guðssyni Júðar guldu i laun grimmd, hatur og fangelsi. Blótaðu ekki, bróðir minn, böl það eykur nauða, engum hjálpar andskotinn, og allra sizt i dauða. Það er eftirtektar vert, að Hallgrimur rennur oft beinleiðis til ferskeytlunnar, þegar hann vikur frá beinni lofgjörð um guð eða Jesús, og yrkir um trúarsið- leg eða veraldleg efni, og skal þessum fátækiega jólavisna- þætti lokið með eftirfarandi stöku Hallgrims: Kuldinn bitur kinnar manns kólnar jaröar fræið, ekki er heitur andinn hans eftir sólarlagið Gnúpur Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.