Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Page 5

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Page 5
myndir, tröll og huldufólk og hver veit hvern skrambann. Margsinnis var drengnum bönnuð eldsetan, en hann lét sér ekki segjast og laumaðist til að bæta i eldinn flögu og flögu, sem var þó að sjálfsögðu óleyfilegt. Foreldrar drengsins liðu mikla önn fyrir þetta uppátæki hans, fengu hann enda vart til að gera handtak, þó að hann væri milli tektar og tvitugs. Hann kaus setuna i hlóðareldhúsinu fram yfir skyldu sina. Var loksins leitað til kunnáttumanns i sveitinni, sem reynzt hafði liðtækur við að koma fyrir uppvakningum og flökkudraugum. Kunnáttumaðurinn hét Brandur, nefndur Galdra-Brandur. Var hann krypplingur, gamall og manna ófrýni- legastur. Kom hann i bæinn siðla kvölds og sat þá drengurinn sem fastast við eldinn. Galdra-Brandur gerði drengnum skiljanlegt, að hann vildi tala við hann. Ekki sinnti drengurinn þvi og sat kyrr. Tók Brandur þá rauðan litstein úr Vasa sinum, las yfir honum og fleygði honum siðan á eldinn. Eldurinn gaus upp og eldhúsið fylltist af reyk, svo að ekki sá handaskil. út úr svælunni kom Galdra-Brandur með drenginn i fang- inu, en það hafði liðið yfir hann. Drengurinn var rúmfastur langa hrið, en beið þó eigi varanlegt tjón af reyknum. Þegar hann komst á fætur gekk hann til vinnu sem aðrir á heim- ilinu og þurfti ekki framar að vanda um við hann fyrir eldsetur. Sagði hann siðar, að eigi hefði seinna mátt vera að losa sig undan ægivaldi eldsins, þvi að annað hvort hefði hann orðið skáld eða vanviti, ef svo hefði lengur farið fram og væri hvorugt eftirsóknarvert. Láttu þér þessa sögu þér að kenn- ingu verða, þó að þú sért aðeins átta ára", sagði gamla konan og lauk með þvi sögu sinni og umvöndum i góðu skyni gerða við þann, er hér ritar þessa bernskuminningu. Undir regnboga Unglingspiltur hafði heyrt ævintýri um regnbogann, þar sem sagði, að auk þess að vera tákn sáttmála guðs og manna, ætti þessi litfagri ljósbogi jarðgeymda fjársjóði, þvi að i hvert sinn sem hann leiftraði i regnupp- styttu, stæðu báðir endar hans á ómetanlegum fjársjóðum. Tækist einhverjum að komast undir enda regnbogans, þyrfti sá ekki að ótt- ast fjárskort meðan lifði. Sunnudagsblaö Tímans i Pilturinn, sem stóð á tvitugu, hafði nýlokið ráðningartima sinum i vinnu- mennsku, þegar hann ákvað að freista gæfunnar og reyna að finna auðæfi regnbogans. Þetta var um vor og ákjósanlegur árstimi til slikrar leitar. Engum sagði hann þessa fyrirætlun sina, en hafnaði nýrri vistráðningu og hélt af stað á reiðhesti sinum, völdum gæðingi, sem hann nefndi Sleipni. Skotsilfur hafði hann allmikið og kveið engu þó ferðin.yrði löng. Dagar og vikur liðu. Pilturinn var nú kominn úr heimahéraði sinu norðan- lands og hafði farið um Suðurland allt austur i Skaptafellssýslu. Viða höfðu menn innt hann eftir ferðum hans, en hann lítið viljað segja, annað en hann væri að skoða landið. Það þótti ekki siður furðulegt, að hann var þá fljót- astur að kveðja og halda af stað, þegar rigning var. Hins vegar sat hann gjarna sem fastast i sólskini og ein- sýnu veðri. Margir vildu fá hann fyrir vinnu- mann, en hann gaf hvergi kost á sér og tók þó gjarna til hendinni, þar sem þess var þörf og var ósinkur á að greiða fyrir sig. Oft sá pilturinn regnbogann, en allt- af var hann jafn fjarlægur, hve oft, sem hann hvatti hest sinn sporum. Loks var hann kominn að þvi að gefast upp á þessu fyrirtæki sinu, þegar hann sá þann stærsta og fallegasta regn- boga, sem hann hafði augum litið. Litadýrð hans var slik, að honum fannst hann sjá inn i æðri heim. Enn lét hann hest sinn taka á þvi, er hann átti og nú fannst honum hann vera næst þvi að komast undir enda regn- bogans. Allt i einu hvarf litaboginn og pilturinn stöðvaði hest sinn og horfði undrandi fram fyrir sig, en þar stóð brosandi stúlka og sagði: ,,Ég var að gamni minu að reyna að komast undir enda regnbogans og þá hitti ég þig”. ,,Það var ég lika að reyna,” svaraöi pilturinn ,,og grunar mig að ég hafi fundið fjársjóðinn”. < Stúlkan roðnaði, en bauð þó piltinum heim að bæ foreldra sinna, sem var 965

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.