Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Side 6
þar skammt frá. Þar var honum vel tekið og settist hann þar að um hrið. Kom svo, að hann bað stúlkunnar, og var þvi vel tekið af foreldrum hennar. Stúlkan var einbirni, svo að þau urðu þar búendur að foreldrum hennar gengnum. Urðu þau hamingjusöm og nutu mannhylli. Er þess getið, að af- komendur þeirra hafi verið dugandi og athafnasamt fólk, margt með áber- andi listræna hæfileika. Listamenn eru ef til vill leitendur i litadýrð regnbog- ans. (Sögð, þeim er ritar, i æsku af Mariu ögmundsdóttur Fögru-Grund i Döl- um). Tínt úr kistu ,,Þegar maöur er orðinn nógu gam- all, verður maður barn á ný”, sagði gamall Austfirðingur við þann, sem hér ritar. ,,Þess vegna á æskan og ellin svo margt sameiginlegt,” hélt hann áfram og hefst hér frásögn hans. ,,Ég geng gjarna niður að bryggju til að dytta eitthvað a bátnum minum, sem ég ræ nú aðeins i stillilogni út á eyjasundið. Þetta er ekki annað en leikur. eins og leikur drengsins þarna, sem fleytir hörpuskel út á blálygnuna. En nú skil ég lika atferli móður minn- ar siðustu árin. Hún átti járnslegna kistu, þar sem hún geymdi spariföt sin, sem aldrei voru mikil, og nokkra muni. sem hún lagði rækt við. En þarna gat hún setið lon og don. tint upp úr kkstunni og sett það niður aftur. Stundum kom fyrir, að ég reyndi að fá hana ofan af þessu. en hún hristi þá bara höfuðið og hélt áfram risli sinu. Svo lézt hún gamla konan, eins og allir gera. þegar timaklukka þeirra hefur slegið siðasta höggið. Eftir jarðarförina lét ég kistuna upp i geymsluris og þar átti hún að vera gleymd öllum með þvi. sem i henni var. — En það fór á aðra leið. Ég heyrði eftir sem áður á hverju kvöldi gegnum stofuloftið, að kistan var opn- uð. dótið tint upp úr henni. rislað i þvi, og siöan var þaö sett aftur i kistuna. Þessi leikur hófst svo næsta kvöld og stendur enn. Fyrst var þetta mér til ama. en svo vandist ég þvi„að nú þætti mér missir að, ef gamla konan hætti stússi sinu. ,,Hefur þú þá ekki farið upp eitthvert kvöldið og aðgætt kistuna”, spurði sá er hér ritar. ,,Nei. það hef ég aldrei gert og það ráðlegg ég hverjum, sem slikt reynir að gera ekki. — Hvi skyldu þeir liðnu ekki mega leika sér eins og við hin- ir?”. — Fleiri voru ekki orð Austfirðingsins að sinni. Hraunborgin Saga hermir, að eitt sinn, skömmu eftir siðustu aldamót, hafi maður nokkur verið á ferð i Ödáðahrauni. Var hann einn, þvi að hann hafði orðið við- skila við ferðafélaga sina. Fannst honum i óefni komið, er hann varð var, þoku, sem þéttist brátt og byrgði sýn til allra átta. Hélt hann sig þó á leið norður úr hrauninu og gekk meðan þrekið leyfði. Þar kom, að hann varð uppgefinn og hugðist leita sér næðis- staðar. Fann hann hellismunna litinn og lágan og skreið þar inn. Var vitt til veggja og hátt til lofts, er inn var komið. Kveikti hann ljós og sá þá sér til undrunar, að hann var staddur i mannabústað. þvi að borð úr til- höggnum steini stóð þar á gólfi og sæti snoturleg við, sömuleiðis tilhöggvin úr grjóti. Meðfram veggjum stóðu áhöld, svo sem axir og stórir hnifar, ljáir og amboð. Allt var þetta rykfallið og sýni lega langt siðan það hafði verið i notkun. Til hliðar úr helli þessum voru afhellar margir og báru þeir allir merki mannabyggðar i fornum munum, sem staðið höfðu lengi óhreyfðir. Ferðamaður gekk úr einum helli til annars, unz hann kom þar sem svefn- • staðurmannannahafði verið. Voru þar flet hlaðin út grjóti með veggjum og i þeim beinagrindur tveggja manna og einnar konu. Yfir þessum svefnhelli hvildi dul mikilla örlaga og var ferðamaður feginn, er hann komst þaðan út. Loks komst ferðamaður út undir bert loft, og var þá þokunni létt og hann hélt strax af stað i þá átt, sem hann hugði félag sina vera. Fann hann þá og sagði þeim frá hraunborg útilegumannanna, sem hann hefði fundið. Vildu þeir gjarnan finna hana og skoða, en þrátt fyrir nákvæma leit, fundu þeir hana ekki. Hugðun þeir þá frásögn félaga sins rugl eitt, en hann vissi betur, enda hafði hann tekið með sér hnif með kostulega útskornu skafti úr horni. Aldrei hefur hellir þessi siðan fundizt. (Sögn aldraðs Austfirðings) Mál að hætta Sú trú var á Vopnafirði austur áður fyrr. að enginn gæti verið verzlunar- stjóri þar meira en tug ára, nema að biða tjón á lifi og heilsu. Þá var þar aðeins ein verzlun, dönsk, eigendur örum og Wulff. Þar sem nöfn þessi voru dönsk og fóru illa i islenzkum munni, nefndu Vopnfirði- ingar þá einu nafni Jarúlf. Fram undir 1890 voru verzlunar- stjórar eða faktorar, eins og þeir nefndust, danskir. Voru þeir margir vel danskir, en aðrir sömdu sig meira að islenzkum siðum. Einn faktora þessara hét Iversen. Var hann maður fáskiptinn, gekk jafnan i lafafrakka, eða jakket, með harðkúluhatt á höfði. Var sagt, að þann búning notaði hann einnig á skrifstofu sinni. Þá var fiskgengd mikil i firðinum, svo að fiskur stóð á hverju járni og notuðu menn sér það eftir mætti, einkum þorpsbúar, enda fiskur þeirra aðalinnlegg hjá Jarúlf, og ekki til annarra að leita. Svo vel veiddist að tiunda ár Iversens fylltust allar saltfisk- geymslur verzlunarinnar. Var þá sent til Iversens og honum tjáð, hversu komið væri. Vildi hann ógjarna trúa þessu en brá þó við hart og hljóp i lafafrakkanum með harðkúluhatt- inn niður i geymsluskúrinn. Var þar sjón sögu rikari, þvi að staflar náðu til lofts og lágu að veggjum öllum. Varð Iversen svo um að hann þreif af sér hattinn og fleygði honum á gólfið. Lét hann lafafrakkann fara sömu leið, og tróð hvoru tveggja niður i salt- pækilinn, sem rann i litlum lækjum undan stöflunum, fram að dyrum. Loks áttaði Iversen sig og tók upp stássföt sin. Leit hann á þau með áhyggjusvip og mælti: ,,þ!ú er minn timi liðinn hér og er vel að svo endar og mál að hætta.” Bað hann verkstjóra sinn að færa troðnu stássfötin fátækasta manni þorpsins og var það gjört. Dugði lafa- frakkinn í betri buxur fyrir þrjá drengi, en hatturinn var til einskis nýtur eftir saltbaðið. Iversen fór sina leið til Danmerkur og islenzkir menn tóku við faktors- störfum eftir það. Voru þeim einnig mæld árin i starfi og hélzt svo unz verzlunin hætti og kaupfélagið tók við. Létti þá álögum þeim, er fátækur þurrabúðarmaður átti að hafa lagt á harðlyndan danskan faktor snemma á 19. öld. En fiskurinn hvarf úr firðinum skömmu eftir aldamótin, þvi að brezkir togarar skófu þar botn sem viðar, og fóru þar með lifsbjörg starf- samra manna, sem ekki gátu reist rönd við ofriki, og tiltitsleysi þegna hins brezka heimsveldis. (Vopnfirzk sögn.) 966 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.