Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Side 8
eftir rykugum þjóðveginum”, þannig hóf mamma söguna. ,,Átti hann engan bil?” spurði Lár- us. ,,Nei, Lárus minn, hann átti engan bil, þvi að þá voru engir bilar til. Þetta var fyrir 1972 árum”. ,,Þá hefur það verið á jólanóttina”, sagði Disa litla, sem var skýr eftir aldri. ,,Já, það var á jólanóttina og þessi maður vildi gjarna koma heim af sjón- um eins og pabbi ykkar, sem kemur á morgun, ef guð lofar”. „Pabbi kemur áreiðanlega. Það eru engin jól nema pabbi komi”, sagði Lárus ákveðinn. ,,Já, já, pabbi ykkar kemur, börnin min, en nú ætla ég að halda áfram með söguna. Reynið nú aðhlusta án þess að taka fram i fyrir mér. Sjómaðurinn var orðinn þreyttur á göngunni. Sólin hafði skinið brennheit allan daginn og leiðin var löng, og nú var nóttin komin.köld og nistandi. Hann átti heima i litilli borg, sem hét Betlehem, en sigldi á skipi frá borg, sem hét Joppe, og er alllangt milli þessara borga. Það var komin hánótt, þegar hann nálgaðist Betlehem, en þá sá hann þá stærstu stjörnu, sem hann hafði nokk- urn tima séð, skina yfir borginni”. ,,Það hefur verið jólastjarnan,” greip Disa litla fram i. ,,Já, það var jólastjarnan, Disa min. Hún lýsti svo fagurlega, en þó var bjartast á litlum bletti utan við borg- ina, þar sem fjárhúskofi.lágur og litill, stóð. Sjómaðurinn átti þar leið um.og þegar hann sá stjörnuskinið skærast á kofaþakinu, gat hann ekki stillt sig um að sjá, hvað þar væri innan dyra. Hann gekk þvi inn og sá litið barn lagt i jötu og hjá barninu við hliðina á jötunni stóðu tveir englar með silfurskæra vængi. Innst við jötuna stóð móðir barnsins og við hlið hennar ungur maður með jarpt, mikið skegg. „Þetta hefur verið Maria og Jósef hjá Jesúbarninu”. „Já, það voru þau, Lárus minn”, sagði mamma og hélt áfram sögunni. „Sjómaðurinn var alveg undrandi, þegar hann sá þettá allt,og hann var hálfsmeykur við englana. Hann hafði oft heyrt talað um engla, en aldrei séð þá,og nú stóðu þeir þarna og brostu til hans. En fegurst brosti litla barnið ný- fædda i jötunni. Bros þess náði alveg inn i hjarta sjómannsins, sem féll á kné og bað guð að gæta þessa litla barns og allra annarra barna, sem hann hafði gefið mönnunum til að elska og annast. Siðan reis sjómaður- inn upp og hneigði sig og gekk til dyra og þá heyrði hann allt i kringum sig söng englanna, sem boðaði frelsarann, sem fæddur var i fjárhúskofa, þar sem ekki var húsnæði laust i borginni fyrir hann. Með söng englanna i eyrum gekk sjómaðurinn heim til sin, þar sem kona hans, dóttir og sonur buðu hann velkominn og fögnuðu honum innilega. Hann sagði þeim frá litla barninu i fjárhúskofanum, englunum, engla- söngnum og öllu þvi, sem fyrir hann hafði borið þessa stjörnunótt. Og söng- ur englanna barst inn i litla fátæklega sjómannshúsið, sem stóð yzt I borginni Betlehem. „Lengri er nú sagan ekki börnin min , sagði mamma, en nú er annar sjómaður á leið heim til sin á stóru skipi og þið vitið hver hann er”? „Já, það er hann pabbi”, sögðu börnin bæði i einu. „Þegar pabbi er kominn, þá eru lika jólin komin”. Ingólfur Jónsson Skúli Þorsteinsson: Gakk þú á fjallið Flöktandi svipir læðast yfir lönd, lamandi uggur nagar hverja taug. Ilelgustu vonir hniga og falla i dá, Ilrörnun og kviði læsir dal og strönd. Mlusta ég hnipinn á þann aldanið, engu þar hlifir dagsins villta strið. Myrkranna guðir grýta lög og rétt, grafirnar opnar — maður — snúðu við. En djúpt undir frcra vakir vorsins þrá, vonanna land i nvjan fegri sið. i hrelldu brjósti vaknar vængjað lif. vordisir allar flytja betri spá. Fögur i lofti blika sólnasvið. sannleikans kraftur vermir lifsins meið. Gevinum það bezta, er gæfa hefur fylgt, göngum svo djarft á hendur nýjunt sið. Gakk þú á fjallið, gæfan að þér snýr, gerðu ekki vanans spor að þinni leið. Aidirnar koma, ársól frelsis skin. Eldur við hjarta þitt og landsins býr. (1945) 968 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.