Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Side 14
Þar fannst i helli einum heilmikið af vel varðveittum beinagrindum Neanderdalsmanna, á öllum aldri. A sama stað fundust einnig verkfæri og áhöld úr steini, kolaðir viðarbútar og bein ýmis konar spendýra, svo sem hellabjarna, nashyrninga og villi- hesta. t notum allra þessara funda þekkja menn nú yfir fjörutiu, meira og minna heillegra, beinagrinda Neanderdalsmanna. Er likamsbygg- ing þeirra þvi allvel þekkt. Beinabygg- ing kyns pessa er i öllum verulegum atriðum mjög mannleg, jafnvel þó að nokkur frávik séu hér og hvar, að þvi er snertir nútimamenn. Neanderdalsmenn voru lágvaxnir, meðalhæð kvenna um það bil 156 cm, en karla 165 cm. Útlimir sverir og luralegir, hálsstuttir voru þeir og álút- ir, hoknir i knjám og innskeifir. Haus- kúpan tiltölulega stór og grófgerð, en rúmtak heilans svipað og hjá nútima- mönnum, þ.e.a.s. um 1500 rúmcm. Afturhluti heilans var mun betur þroskaður en framheilinn, og gefur það visbendingu um litla greind, en aftur á móti skarpa sjón. Þeir voru veiðimenn og svokallaðir safnarar, þ.e. veiddu sér til matar öll þau dýr, er þeir gátu fest tangarhald á, og lögðu sér ennfremur til munns rætur, stöngla og blöð ætra jurta, auk ávaxta. t hellum þeirra hafa oft fundizt stein- gerðar beinaleifar úruxa, villihesta og hellabjarna. Yfirleitt eru bein veiði- dýra þessara brotin til mergjar, sem veiðimönnunum hefur trúlega þótt rétta gómsætastur. Vopn og verkfæri kyns þessa voru klúr og klambursleg, af tinnusteini gerð, en tól eða tæki úr beini og horni hafa ekki fundizt á þess vegum. Tinnusteinsáhöld þessi heyra til hinni eldri steinöld, það eru hinir svonefndu fornsteinungar. öskulög og kolaðir tréstubbar, sem fundizt hafa i bólstöðum Neanderdalsmanna, sýna ljóslega, að þeir hafa þekkt og notað eldinn, eitt helzta frumskilyrði mann- legs lifs. Leifar þessa kyns hafa fyrst og fremst fundizt i Mið- og Suður- Evrópu, en einnig utan takmarka þeirrar álfu. Einn merkasti slikur fundur, utan landamæra Norðurálfu, er efalaust frá árinu 1924, en þá fundust á nokkrum stöðum i Palestinu margar mjög vel varðveittar beinagrindur karla, kvenna og barna. Bein þessa Palest- inufólks liktust i stórum dráttum all- mikið Neanderdalsmönnum, en sýndu þó i ýmsum einstökum atriðum þró- aðri og manneskjulegri likamsbygg- ingu. Ennið var til dæmis hærra og hakan stærri og betur þroskuð, heldur en hjá ekta Neanderdalsmanni. t fyrstu hugðu menn, að hér væri fund- inn tengiliður á milli Neanderdals- manna og svonefndra Cro-Magnon- manna, sem siðar segir frá, en við nánari athugun komust menn að þeirri niðurstöðu, að Palestinumaðurinn væri skyldastur Neanderdalsmönnum, af þeim frumbyggjum Evrópu sem þekktir eru. A sinum tima vakti það óhemju- mikla athygli, er beinaleifar fundust i gryfju nokkurri i Ródesiu, árið 1921, þar sem Broken Hill nefnist. t Trans- val i Afriku hafa einnig fundizt mjög fornar leifar frumstæðra manna. Þetta Afrikukyn hefur verið nefnt Ródesiumaðurinn (Homo rhodesiens- is), og þar með talið til sömu ættkvisl- ar sem nútimamaðurinn, en annarrar tegundar. Það, sem i Ródesiu fannst i fyrstu umferð, var vel varðveitt höfuð- skel, þótt að visu vantaði neðri kjálk- ann. Ennfremur voru þar nokkrir kögglar og hnútur og fleiri beinamol- ar. Höfuðkúpan var, að þvi er séð 974 Sunnudagsbiaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.