Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Qupperneq 15
Þetta eru höfuðskeljar Ródesiu-mannsins, en þær fundust i Suður-Afríku 1921. varð, mjög frum'stæð að gerð, með geysimikla brúnaboga og kamb aftur eftir miðri hauskúpu, flatt og lágt enni, digra köggla o.s.frv, Að öðru leyti likt- ust beinaleifar þessar nútimamönn- um. Til dæmis sat hauskúpan lóðrétt á hryggnum alveg eins og á nútima- manni, og heilabúið var meira að framan og minna að aftan, en hvort tveggja þetta er þveröfugt við það, sem var hjá Neanderdalsmönnum. Þá þótti það og feykilega athyglisvert, að tennur hauskúpunnar voru stór- skemmdar af beinátu, fyrirbæri, sem ella er gersamiega óþekkt hjá stein- gerðum beinaleifum manna, en má heita dæmigert fyrir Evrópumenn nútimans. Það mun vera afar erfitt að ákveða með nokkurri vissu, aldur beinaleifa þessara, þó vilja sumir fornleifafræðingar telja Ródesiu- manninn eins konar afriskan Neanderdalsmann. Aftur á móti álita aðrir sérkenni hans svo óljós og vafa- söm, að eigi sé hægt með sæmilegri nákvæmni að ákvarða skyldleikann, við aðrar steingerðar leifar frum- manna, er fundizt hafa. Arið 1953 fann- st norðan við borgina Kapstað i Suður- Afriku höfuðkúpubrot, það er að segja efsti hluti höfuðskeljar, sem að lögun allri liktist töluvert höfuðlagi Ródesiu- mannsins. Hauskúpubrot þetta er talið stafa frá mjög forsögulegum tima, og vera ef til vill um þr jú hundruð þúsund ára gamalt. Austur i Asiu hafa einnig fundist leifar manna, sem likjast Neander- dalskyninu. Arið 1931 fundust til dæm- is við uppgröft á eynni Jövu, einar ell- efu hauskúpur, sem flestar voru nokk- uð heillegar og allvel varðveittar. Likt og Neanderdalskynið þá hafði þetta fólk stórt og grófgert höfuð, með flötu og lágu enni, þykkum brúnabeinum og stórvöxnum hnakka. Ýmis önnur ein- kenni voru þó ólik hinum evrópsku Neanderdalsmönnum, og skyldleiki við þá þvi mjög óviss. Þessir mörgu fundir á leifum forsögulegra frum- manna benda til þess, að fólk, sem liktist Neanderdalskyninu i útliti hafi einhvern tima verið dreift yfir mikinn hluta hnattarins. Vegna rannsókna á þessu sviði hér i Evrópu, ráku menn sig fljótlega á nýtt kyn frummanna, sem lifði i álfunni á siðustu isöld, en nokkru seinna en Neanderdalsmenn, og hafa að ýmissa áliti útrýmt hinum siðar nefndu, en aö annarra ætlan hefur kannski i ein- hverjum mæli, verið um að ræða blóð- blöndun beggja kynja. Það var i héraðinu Dordogne i Frakklandi, að menn fyrst fundu leifar þessa isaldar- fólks, er virðist hafa staðið á verulega hærra menningarstigi en Neander- dalsmennirnir. Árið 1909 fannst i fyrr- nefndu héraði Frakklands beinagrind manns, sem bar öll einkenni þess, að hann hefði eigi aðeins sofnað svefnin- um langa i helli sinum, heldur hefði hann einnig verið grafinn þar eða jarð- settur. Hinn dauði var skrýddur háls- keðju úr sjókuðungum, en við höfuð hans og brjóst lágu finlega unnin áhöld úr steini. Hvort tveggja þetta bendir á tiltölulega hátt menningarstig, og vist fegurðarskyn. Kyn þetta hefur verið nefnt Aurignacmenn (Árinjak-), eftir bæ einum eða borg i áðurnefndu hér- aði. Kyn þetta hefur að likindum kom- ið til Evrópu fyrir svo sem fimmtiu til sextiu þúsund árum, þegar fjórða isöld stóð sem hæst, og voru þar enn viðloða i lok jökultimans. Aurignacmenn virð ast hafa staðið fyrirrennurum sinum langtum framar að menningu, likams- atgerfi og útliti, þó að þeir bæru enn ýmis einkenni frummannsins. Þeir voru langhöföar með vel lagað enni, hátt og hvelft. Litið áberandi brúna- boga, há kinnbein og höku lika þvi, er nú gerizt meðal Norðurálfubúa. Lágir voru þeir vexti, en fagurlimaðir og beinvaxnir. Hvaðan Aurignackynið hefur borizt til Evrópu er ekki vitað, þótt margir visir menn geti þess til, að Asia sé þess ,,Berurjóður”. Muni kynsmenn þessir hafa fylgt eftir hinni hopandi jökulrönd norður á bóginn, þegar helheimur fjórðu og siðustu is- aldar tók nokkuð að slakna. Að þvi var Mannfræðingar álykta það af höfuðskeljum, sem fundizt hafa af Peking-mann- inum svonefnda, að andlitsfall og höfuðlag hans hafi verið þessu likt. Þetta er konuhöfuð. Sunnudagsblaö Tímans 975

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.