Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Page 16

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Page 16
vikið fyrr, sem hugsanlegum mögu- leika, að blóðblöndun hefði átt sér stað á milli Aurigancmanna og Neander- dalsmanna, en jafnframt má geta þess, að aldrei hafa beinagrindur beggja kynja fundizt i sama jarðlagi, Minnkar það stórum iikurnar fyrir nánum samskiptum kynjanna, þótt það að visu útiloki þau ekki. Frá nokkru seinni tima, fyrir svo sem þrjátiu þúsund árum, þekkja menn enn eitt mannlegt kyn frum- byggja Evrópu, það eru hinir svo- nefndu Cró-Magnonmenn, kallaðir eft- ir Cró-Magnonheilinum, þar sem fyrstu beinagrindur þeirra fundust. Margir fulltrúar kyns þessa hafa fund- izt viðs vegar i Mið- og Suður-Evrópu, til dæmis á itölsku Riveriunni (Mentonhellarnir), i Þýzkalandi ná- lægt borginni Bonn, á Mæri og viðar. Fólk þetta var langhöfðar eins og Aurignackynið, en miklu hávaxnara, allt að 190 cm til 200 cm á hæð. Cró- Magnonmenn eru ofttaldir vera helztu forfeður núlifandi kynslóða (Homo sapiens). Þeir lifðu á veiðum, rótum jurta, blöðum þeirra og stönglum, auk aldina, það er þeir voru veiðimenn og safnarar eins og Neanderdals- mennirnir. En vopn Cró-Magnon- manna og áhöld, sem bæði voru úr tinnusteini, beini og horni, voru léttari og finlegri en Neanderdalsmanna, og mun betur unnin. Fundizt hefur fjöldi margs konar hluta, sem frá Cró- Magnonmönnum stafar, svo sem rýt- ingar, spjóts- og örvaroddar, sköfur, borar, hnifar og margt fleira. Úr horni og beini bjuggu þeir til skutla, spjóts- odda, fisköngla, nálar og áhald til þess að spý’ta út með, eða þurrka á skinn, likt þvi sem Eskimóar nota á sama hátt og annað fleira, sem hér verður eigi talið. Það þarf töluvert lag og vissa hug- kvæmni til þess að vinna hinn harða tinnustein, og einnig er það seinunnið verk að skafa bein og horn með sljóum tinnuhnif, þar til hentugt vopn eða verkfæri hefur skapazt. öll fyrrnefnd áhöld Cró-Magnonmanna sýna glöggt, að þeir hafa verið dugandi handverks menn, og i raun og veru miklu meira en það, oft og tiðum sannir listamenn. Um listhneigð þeirra og fegurðarskyn bera gleggstan vott hin þokkafullu, samræmdu form á tækjum þeirra og tólum, en einkum og sér i lagi högg- myndir, skurðmyndir, teikningar og málverk, sem i ljós hafa komi i bústöð- um þeirra. Flestar högg- og skurðar- myndirnar eru af dýrategundum þess tima og af nöktum likama konunnar. Kvennamyndirnar eru yfirleitt mjög blómlegar útlits, með feykistór brjóst, maga og þjó, en hlutfallslega smáar hendur. Andliti og höfði er minni sómi sýndur, og oftast litið út fært, en þó má stundum greinilega sjá stutt og hrokk- ið hár. Liklegt er talið, að þessar lura- legu kveniikneskjur standi i einhverju sambandi við frjósemisdýrkun, og eigi þær þvi að tákna frjósemisgyðjur. Það er og athyglisvert, að myndir þessar eða styttur, sem ávallt eru höggnar eða skornar út úr steini eða beini, i frekar litlu formi, likjast allmikið „kvenhugsjón” sumra núlifandi negrakynþátta, eins og til dæmis Búskmanna. Langtum áhugaverðari en högg- og skurðarmyndirnar eru þó hinar skrautlegu og stórfögru teikningar og málverk, sem Cró-Magnonmenn prýddu með loft og veggi hella sinna. A Norður-Spáni og i Suður-Frakklandi hafa fundizt margir slikir hellar. Einn hinna allra merkilegasti þeirra fannst á árum siðari heimsstyrjaldarinnar, þar sem Lascaux heitir i Dordogne- héraði i Frakklandi. Hellamálverkin eru yfirleitt talin vera tuttugu til þrjá- tiu þúsund ára gömul, og eru af mörg- um álitin vera listaverk i háum gæða- flokki, jafnvel með þvi allra bezta, sem nokkurn tima hafi veriö af hönd- um innt i þeirri listgrein. í heild eru hellamálverkin af veiði- dýrum Cró-Magnonmanna. Er það fjölbreytt og um leið fagurt mynda- safn, flestra þeirra mörgu dýrateg- unda, sem brokkuðu um grassléttur og freðmýrar Norðuráifu á jökultiman- um. Þar gefur að lita hesta, visunda, villinaut, loðfila (mammúta), ull- hærða nashyrninga, hreindýr, geitur, fugla o.s.frv. Allt mjög skirt og greini- lega málað. Myndirnar eru i mörgum litum, svörtum, rauðum, gulum, hvit- um, o.s.frv. Þekja þau stundum mik- inn hluta veggja og lofta i hellunum, fyrir kemur, að hundruð mynda eruaf- ar þétt saman og jafnvel hver niður i annarri. Aðeins stöku sinnum eru þar myndir af sjálfum veiðimönnunum, og þá yfirleitt nokkuð ýktar og dregnar einföidum dráttum, en þó þannig, að hreyfing og likamsstilling kemur al- veg ótrúlega skýrt i ljós, Að sjálfsögðu vita menn ekkert um það nú, hvers vegna Cró-Magnonmennirnir tóku upp á þvi að skreyta hella sina öllum þess- um listilegu myndum, en getið hefur þess verið til með nokkrum sanni, að það muni hafa staðið i nánu sambandi við frumstæð trúarbrögð og töfrasiði. Hinir myndskreyttu veggir eru oftast i innstu og dimmustu skotum hellanna, þar sem engin glæta af dagsbirtu nær að skina, listamennirnir hljóta þvi að hafa dregið og prentað myndir sinar við dauf og flöktandi ljós, frá einhvers konar frumstæðum grútarlömpum, enda munu vissar fornminjar aðrar benda i þá átt. Talið er, að ekki hafi verið búið i þessum innstu og myrk- ustu afkimum hellanna, heldur hafi 976 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.