Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Síða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Síða 17
Striösmannadans — hellismáiverk mjög fornt frá Castellón á Spáni. þar ef til vill verið eins konar helgi- staðir, nokkurs konar bænhús eða heimilishof. Að öllum likindum hafa Cró-Magnonmenn þó einkum gert myndir sinar i þeirri veru, að veiði- dýrin yrðu þá auðveldari bráð en ella, eða kannski sem þakkarfórn til guða sinna, að lokinni vel heppnaðri veiði- för, nema hvort tveggja væri. Hafa verður það i huga, að dýra- veiðarnar gáfu hellabúum þessum all- ar þeirra lifsnauðsynjar, kjöt til átu, feiti til ljóss og hita, skinnfeldi til klæða, sinagirni til sauma og bein i ýmis áhöld og smiðisgripi. Það er að segja, öll lifsafkoman byggðist á vel heppnuðum dýraveiðum. Cró- Magnonfólkið virðist vera fyrstu ibúar jarðar, sem þroskað hefur með sér umtalsverða menningu. Skiljanlega vitum vér þó næsta litið um lif þess og lifnaðarhætti, skipulag samfélagsins, hugmyndaheim og trú. Þó mun mega ganga að þvi sem visu, að kyn þetta hefur átt sér einhver frumstæð trúar- brögð. Hin'sérstæðu hellamálverk, jarðsetning dauðra, ásamt gjöfum til þeirra, sýnist allt bera vitni um trú á framhaldslif eftir dauðann. Vegna slikrar trúar, voru iveruföt lögð i gröf hjá framliðnu fólki, ennfremur vopn og matvæli, allt til notkunar i hinum dularfulla dánarheimi og á leiðinni þangað. Á bak við lifsform þessara frumstæðu, harðgerðu veiðimanna, sem hvorki þekktu til húsdýra né ak- urgerðar, heldur börðust þrotlausri baráttu fyrir lifi sinu, við blind og mis- kunnarlaus náttúruöfl, sjáum vér þó i fyrsta skipti i mannheimi leiftrum bregða fyrir af svonefndri menningu, i list og lifsviðhorfum Cró-Magnonkyn- flokksins. Það er talið engum efa undirorpið, að nútimamaðurinn eigi ætt sina að rekja til Cró-Magnonkynsins, en þá vaknar spurningin, hverjir voru for- feður þess? Sumir fornfræðingar telja sennilegt, að það hafi verið Neander- dalsmenn. Meðal annars færa þeir það til eða benda á, að Palestinumaðurinn likist Cró-Magnonmönnum, og að elztu kynslóðir þeirra beri ýmis einkenni Neanderdalsmanna. Á hinn bóginn halda aðrir fróðir menn i þessum fræð- um þvi fram, að mismunur þessara tveggja kynja sé svo mikill, að ekki geti það til álita komið sem staöreynd, að nútimamaðurinn sé á nokkurn hátt afkomandi eða i skyldleika við hið mjög svo frumstæða Neanderdalskyn. Og hefur sú skoðun orðið æ útbreiddari meðal fornfræðinga, nú á siðari árum. t Þýzkalandi og Englandi hafa sem sé fundizt leifar manna, sem eru mjög miklu eldri en Neanderdalsmennirnir, ef til vill allt að þvi þrjú hundruð þús- und ára, það er að segja frá næst sið- asta hlýviðrisskeiði jökultimans, á milli þriðju og fjórðu isaldar. Eftir þeim fundum aö dæma og öðrum, frá sama eða svipuðum tima, þá liktist það kyn meira nútimamönnum, að ýmsum likamseinkennum, en Neande- dalsmönnum, þótt skrýtið megi virð- ast. Hallast menn helzt að þeirri skoð- un, að þar hafi verið um að ræða sér- stakt kyn, sem orðið hafi ættfeður bæði Neanderdalsrnanna og annarra kynja, er liktust Cró-Magnonkyninu. Hafi þau þróazt samtiða, en tileinkað sér ólika lifnaðarhætti. Er hægt að rekja sögu mannsins lengra aftur i timann? Hvaðan komu til dæmis forfeður hinna elztu kynslóða Neanderdalsmanna? Og hvar eigum vér að leita að vorum allra fyrstu for- eldrum? ,,t malæiska Eyjahafinu”, sagði hinn kunni þýzki könnuður, Ern- st Haeckel, fyrir tæpri einni öld. „Meðal steingerðra leifa útdauðra spendýra, sem grafin liggja i gömlum jarðlögum á þeim slóðum" Ungur hollenzkur læknir, Eugéne Dubois, að nafni, varð svo hugfanginn af þessari tilgátu Þjóðverjans, að hann lét af góðri stöðu heima i Hollandi, og gerð- ist herlæknir austur i Asiu-nýlendu Niðurlanda. En hið stórkostlegasta við hugdettu þessa, og skyndiákvörðun læknisins unga var það, að hann fann einmitt fjársjóð þann, er hann leitaði eftir, steingerðar leifar eins frumstæð- asta manns, sem þekkzt hefur. Árið 1892 fann hann við uppgröft á eynni Jövu, efsta hluta mjög frum- stæðrar höfuðskeljar, fáeina jaxla, alveg heilan lærlegg og brot úr öörum. Veru þessa kallaði E. Dubois „Pithecanthropus erectus”, það er hinn upprétti apamaður, sem alla tima siðan er þekktur undir nafninu, Jövu- maðurinn. Fundur þessi vakti að von- um gifurlega athygli á sinum tima, og áhangendur þróunarkenningar Dar- wins héldu sigurhátið, þar eð vart gat fengizt betri sönnun fyrir réttmæti þeirrar kenningar, sem hinn miklu brezki náttúrufræðingur hafði sett fram. En andstæðingar hinna sigur- glöðu manna sögðu aftur á móti, að fundur þessi væri með.öllu þýðingar- laus og stæði i engu safmbandi við upp- runa mannsins, heldur mundu beina- leifar þessar stafa frá einni eður ann- ari apategund. Ýmsir meira raunsæir visindamenn, létu sér einnig fátt um finnast þennan merka beinafund. Jafnvel svo siðla sem árið 1921, hélt hinn alkunni sænski liffærafræðingur 0. M. Ramström þvi fram, að höfuð- kúpa Jövumannsins sýndi i öllum hlut- föllum svo algert samræmi við Simpansapa, að hún yrði að teljast til- heyra einhverri stórvaxinni mannapa- tegund, sem eigi væri mönnum skyld á nokkurn hátt. Sama ár (1921) gerði sænski steingerfingafræðingurinn Gunnar Anderson mikilvæga uppgötv- un, sem leiddi i ljós, að Rördam hafði ekki á réttu að standa. 1 stórum og við- um hellum austur i Kinaveldi nálægt borginni Peking, þar sem Chou-Kou- Tien heitir, fann Anderson mikinn fjölda steingerðra leifa margs kyns spendýra, sem veriðhöfðu á foldu fyr- irsvo sem hálfri milljón ára. Á meöal leifa þessara, uppgötvuðust svo skömmu siðar mjög frumstæðar mannstennur. Var þá ekki að sökum að spyrja, uppi varð fótur og fit og um- fangsmikill uppgröftur hafinn, með styrk frá ameriska Rockefeilersjóðn- um. A næstu tuttugu árum fundust þarna hvorki meira né minna, en leif- Sunnudagsblað Tímans 977

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.