Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Síða 18
ar þrjátiu og fimm til fjörutiu einstak- linga Jövumannsins. Að langmestum hluta voru það þó brot úr hauskúpum, neðri kjálkum og tönnum, en einnig annarra likamsparta. Þar fyrir utan fannst svo óhemju mikið af frumstæð- um bein- og steináhöldum, öskulag og viðarkol, sem gefur til kynna, að frummenn þessir hafa þekkt og notað eldinn. Við nána rannsókn á þessum Pekingmanni, er svo hefur verið nefndur, sýndi það sig, að i liffæralegu tilliti liktist hann apamanninum frá Jövu. Það gat þvi ekki lengur verið efa undirorpið, að ,,Pithecanthropus” væri frummaður en ekki mannapi. Enn frekari sannanir i þvi efni fengust svo um og eftir 1930, þegar á ný fundust merki'um apamanninn á Jövu. Það var hollenzki könnuðurinn G.H.R. von Köningswald, sem þá fann nokkra nýja beinmola, þar á meðal stykki úr neðri kjálka og höfuðskel af barni. Vegna slikra beinafunda þekkjum vér nú sérlega vel gerð höfuðkúpunnar, hjá þessum ævagömlu forfeðrum vor- um, er uppi voru fyrir hálfri milljón ára. Höfuðið var langt með lágt enni og "beinagarða mikla yfir augum, en það á sinn þátt i að gera útlit andlitsins töluvert likt mannapa. A bak við þykka brúnabogana er hauskúpan mjögþröng.enþað er einnig einkenni á mannöpum. Höfuðbeinin eru þykk og sterkleg, andlitið stórgert og gróft, kjálkar miklir og framstandandi, með stórvöxnum frumstæðum tönnum og hökulausum neðrikjálka. Umfang heilans er nálægt eitt þúsund rúm- sentimetrum, stundum minna og stundum meira, en yfirleitt um það bil tveir þriðju af heilarúmi nútima- manns. En hvaö lögun og formi við- kemur, þá iiktist hann meira manns- en apaheila. Um aðra iikamsbyggingu apamannsins er mjög litið kunnugt, en flest bendir þó til, að hann hafi verið lágur vexti, ca. 155 cm eða þar um bil á hæð. Bersýnilegt er, að hann hefur lif- að af veiðum, er það meðal annars augljóst af steináhöldum þeim, sem fundizt hafa og einnig af leifum spen- dýra, er bera þess merki að hafa verið drepin. Ahugaverðast i þvi efni er þó fundur viðarkola og öskulaga i heim- kynnum frummanns þessa, þvi að það ber órækan vott um, að Pekingmaður- inn þekkti eldinn og notkun hans, sem vissulega er stærsta og mikilsverðasta uppfinning mannsins allt til vorra daga. Á nokkurn veginn sama timabili og Pekingmaðurinn var uppi, þó sennilega eitthvað fyrr, til dæmis á fyrsta hlýindaskeiði jökultimans, áður en næsta isöld gekk að fullu i garð, lifðu elztu mannverur Evrópu, það er hinn svonefndi Heidelbergmaður. 978 Hann er þekktur vegna fundar á neðri kjálka, sem menn rákust á i djúpri malargryfju nálægt borginni Heildel- berg i Þýzkalandi árið 1907. Kjálki þessi er afar þykkur og grófgerður, einna áþekkastur risastórum neðri kjálka úr Gibbonapa, en hið mark- verðasta er, að i algerri andstöðu við sjálft kjálkabeinið, þá eru tennurnar að öllu leyti mannlegar. Kjálkinn frá Heidelberg kynnir oss alveg ugglaust afar gamalt og frumstætt kyn manna, sem einungis hefur nokkuð fjarlægzt i útliti hina eiginlegu ættfeður nútima- mannsins (Homo Sapiens). Af þvi, sem hér að framan hefur ver- ið að umtalsefni gert er Ijóst, að menn hafa nú lifað á jörðinni i hér um bil hálfa milljón ára, og kannski allt að þvi heila milljón, þvi að sá timi er ekki nema agnar litið bort af aldri hnattar- ins, og maðurinn tiltölulega mjög ungt fyrirbæri á yfirborði hans. Vér vitum einnig, að fyrri kynslóðir voru mun frumstæðari að likamsgerð en þeir menn, sem nú lifa á jörð vorri, og likt- ust auk þess að ýmsu öðru leyti mann- öpum. Getum vér ef til vill komið auga á mannsspor enn lengra aftur i timan- um, en um hálfa milljón ára? Eða megum vér álita að Peking- og Jövu- maðurinn séu milliliðurinn langþráði, á milli manria og apa, forfeður mann- apans á aðra hlið og á hina vor sjálfra? Þeirri spurningu er hægt að svara hik- laust og skilyrðislaust neitandi. Þrátt fyrir sina frumstæðu likamsgerð, þá var apamaðurinn á Jövu raunveruleg- ur maður. Það liggur alveg i augum uppi, bæði af likamsbyggingu hans og leikni i smiði steináhalda, þó að klúr væru, og siðast en ekki sizt þá þekkti hann notkun eldsins, eitt helzta frum- atriði menningarinnar. En hvað skyldi vera vitað um enn eldri kyn manna? Þvi má slá föstu þegar i stað, að upp- rétti apamaðurinn og kynbræður hans hafa ekki skapazt skyndilega og allt i einu, heldur átt að baki langa röð ennþá frumstæðari forfeðra. Nú kann einhverjum að detta i hug, að svo- nefndir mannapar nútimans, simpansi, górilla og órangútan, séu raunverulegir forfeður upprétta apa- mannsins, en svo er vissulega ekki. Þessar þrjár tegundir mannapa eru allar sérhæfðar i klifri, og þó að þær, hvað liffærum viðvikur sýni allnána samstöðu með manninum, geta þær alls ekki verið ættfeður hans i beinan legg, heldur einungis meira eður minna fjarskyldur ættingi. Maðurinn er ekki kominn út af öpum, heldur mun hann ásamt þeim eiga sér ein- hverja sameiginlega enn þá eldri for- feður. Hvaö sem þvi liður, þá eru þó kunn- ar leifar apa, sem dálitinn frððleik hafa að færa um fyrsta kapitulann i sögu mannkynsins. Elztu tegundir apa, sem þekktar eru, það er hálfapar eða lágapar, er svo hafa nefndir verið, komnir af skordýraætum og lifðu hér á jörð fyrir liklega um það bil sextiu milljónum ára, en i leifum þeirra hafa fundizt ýmis einkenni, er mjög benda til nánins ættarmóts við tegundar- bræður á hærra þróunarstigi. Ennfremur má nefna aðrar leifar löngu útdauðra apakynja, til dæmis hauskúpubort og neðri kjálka, sem svipar til simpansa Austur-Afriku, er uppi voru fyrir ca. þrjátiu milljónum ára og likjast, að þvi er liffæragerð snertir, meir mönnum en hinir stór- vöxnu mannapar vorra daga. Það vakti afar mikla athygli árið 1924, þegar prófessor R.A.Dart frá Jóhannesarborg, fann i kalknámu nokkurri i Kimberley i Suður-Afriku, alveg heila höfuðskel af 4-5 ára gamalli veru eða skepnu, sem ákaf- lega mikið liktist mannapa. Við nánari athugun sýndi sig, að vera þessi, er kölluð var „suðurapinn” (Australo- pithecus), liktist að flestu leyti meira manni en nokkur þeirra mannapa, er nú þekkjast. Svo liðu mörg ár, unz enn á ný fundust leifar sömu eða svipaðrar veru, og þá aðeins fyrir ákafa leit hins vel þekkta læknis og steingervinga- fræðings Roberts Broom. Á árum hinnar seinni heimsstyrjaldar, einnig skömmu fyrr og litlu siöar, lánaðist honum að finna hér og þar i Suður- Afriku fjöldann allan af steingerðum beinabrotum, einkum úr hauskúpum og tönnum. Beinaleifar þessar voru úr veru, sem hreint ótrúlega mikið virtist hafa svipað til mannsins. Ennið var hærra og brattara og brúnabogar miklu minni, en á mannöpum -nútim- ans. Andlit og kjálkar var einnig allt langtum skapfellilegra en hjá öpum gerist, og tennur allt að þvi mannleg- ar. Til dæmis var þar engar stórar vig- tennur (augntennur) að sjá heldur var tönnunum raðað mjög reglul. i boga i góminn, næstum þvi á mannlegan hátt. Innbyrðis afstaða einstakra parta hauskúpunnar var allmjög frá- brugðin því, sem er á Öpum og nálgað- ist frekar mannleg hlutföll. Rúmtak heilans hefur þó ekki verið sérlega mikið. Hjá elztu kynslóðum eða gerð- um (typer) veru þessarar virðist það hafa hlaupið á ca. 500 rúmcm. upp i 750 rúmcm., sem ekki er öllu meira en hjá nútimamannöpum (Górilla t.d. 500 rúmcm), en meðal yngstu og þróuð- ustu kynslóðanna allt upp i 1000 rúmcm. Þar að auki reyndist form heilans eða lögun likara þvi sem er hjá manni en apa. Framhald i næsta blaði Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.