Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Qupperneq 19
Bergsveinn Skúlason: „l>rúíið var loft og þungur sjór” i sunnudagsblað Timans, 11. nóv. 1972, skrifar Jóhann rithöfundur Hjaltason langa grein um drukknun Eggerts Ólafssonar á Breiðafirði 30. mai 1768. Mönnum hefur lengi verið þessi slysför harla minnisstæð, að vonum. En mestu mun ráða um geymd hennar og langlifi hið frábæra kvæði Matthi- asar Jochumssonar, ,,Þrútið var loft og þungur sjór”, er hann orti um at- burðinn og byggt er á sögusögnum.er lifðu sitt blómaskeið á æskuárum hans heima i Breiðafirði. Jóhann rekur söguna af slysinu eftir þeim prentuðu heimildum,sem til eru, vel og greinilega, svo sem vænta mátti. Virðist þó leggja meira upp úr sögnum Daða fróða Nielssonar, sem skrifaðar munu vera mörgum áratug- um eftir lát Eggerts, eftir munnlegum sögnum gamalla manna, en ævisögu- broti Eggerts, sem séra Björn Halldórsson skrifaði skömmu eftir dauða hans. Frá þvi fyrsta, að ég heyrði og las nokkuð um þetta hörmulega slys, hafa mér einkum þótt tveir atburðir frá- sagnarinnar ákaflega varhugaverð sagnfræði, raunar alveg ótrúlegir, og stundum langað til að hafa orð á þeim þótt ekki hafi orðið af þvi fyrr en nú, er þeir firjuðust upp fyrir mér við lestur greinar Jóhanns Hjaltasonar. Annar er um hleðslu stærra skipsins, sem Eggert á að hafa ráðið fyrir og stýrt sjálfur úr Skorarvogi fram á fjörðinn. Raunar tekið ráðin af þraut- reyndum formanni. Aldrei hefur frekja af þeirri tegund þótt boða góð ferðalok. Frásögnin — hleðsla skipsins — er svo ósennileg og barnaleg, að ég held að enginn fullvita maður, sem nokkuð þekkir til hleðslu opinna skipa,fáist til að trúa henni. Hún hljóðar svo, tekin orðrétt úr grein Jóhanns. — ,.Það stóra skipið var mjög hlaðið og löng borð lögð yfir það þvert, svo að endar þeirra stóðu út af skipsborðunum (væntanlega borð- stokkunum B.S.), en miklu af ullar- sekkjum var hlaðið ofan á fansinn aftur á skipinu, svo að uppundir borðin af skipinu var allt að mannhæð, en borðin löng. Gerði þá þessi hæð náttúr- lega (þ.e. auðvitað) veltu á skipið. Þessi hleðsla var gerð við ráð Eggerts, en formaðurinn fékk ekki að ráða”. Helzt verður af þessu ráðið, að farangursstaflinn aftur á skipinu hafi Sunnudagsblaö Tímans verið álika hár og hæstu heystakkar eru hafðir á skipum inn á milli eyja á Breiðafirði á lognværum sumardög- um, nema hvað ekki fara sögur af þvi, að þar hafi borðum verið ,,ásað út” til að geta haft heystakkinn breiðari og hærri. — Ef til vill hefur Eggert haft einhverja hugmynd um hleðslu hey- skipa frá barnsárum sinum i Svefneyj- um og viljað apa hana eftir. — Og ekki þótti með þessu nóg aðgert um hleðsl- una. Frú Ingibjörg á að hafa setið i lausum söðli ofan á þessu hrúgaldi. Hefur liklega átt að hýrast þar yfir þveran Breiðafjörð i stormi og ágjöf. Hver trúir þessu? Þarna hlýtur að vera eitthvað meira en litið málum blandað. Einhverjum hefði liklega orðið það á, að búa um konu sina neðar i skipinu, og reynt að skýla henni þar fyrir stormi og ágjöf með ullarsekkj- um eða einhverju öðru. Anzi er ég hræddur um, að einhver þeirra, sem horfðu á skipin sigla úr Skorarvogi, gegn vilja flestra, sem i ferðinni voru, hafi aukið þarna einhverju i. Ef eitthvert sannleikskorn fælist i þessari frásögn, væri þar um að ræða ógætilegustu hleðslu, sem sögur fara af i Breiðafirði. Hefur þó ekki allt verið i sómanum þar um hleðslu skipa og báta fremur en annars staðar hér við land. Hitt atriði sögunnar, sem mig langar til að gera athugasemd við, er þó enn fráleitara. Það er um slysið sjálft, drukknun Eggerts og félaga hans. Heimildir segja (Daði), að svo stutt hafi verið milli skipanna.þegar skip Eggerts fyllti og hvolfdi, að þeir, sem á minna skipinu voru, hafi greinilega séð tvo menn komast á kjölinn og þekkt hverjir það voru, (menn geta getið sér þess til hve langt það hefur verið),en ekki hreyft hönd eða fót til að reyna að bjarga þeim. Var það skip þó sæmilega mannað og þess ekki getið, að þar hafi verið um ofhleðslu að ræða. Formaðurinn sennilega af þeirri gerð, að hann léti Eggert ólafsson ekki segja sér fyrir verkum á sjó. Fær og Jón (formaðurinn) þann vitnisburð i sögunni, að hann hafi verið „rammur að afli og aðfaramaðui mikill”. Sc sú mannlýsing rétt, sem ekki er ástæða til að draga i efa er það ótrúlegra að slikur maður gerði enga tilraun til að bjarga mönnunum af kjölnum albjart- an vordaginn. Að visu var þá skollið á norðaustan stórviðri, með svo vondu sjólagi, sem þarna getur orðið á þeim Bergsveinn Skúlason árstima. — Áhlaup mun þetta ekki hafa verið, þvi margir voru á sjó þenn- an dag á nálægum slóðum og náðu allir i heimahöfn nema „Eggerts skip”. Af veðurlýsingunni verður helzt ráðið, að þarna hafi verið um uppgangsveður að ræða, eins og stundum er tekið til orða i Breiðafirði. Eru þau sjaldan hættu- leg. Ég held, að þessari frásögn trúi eng- inn lifandi maður, hver sem höfundur hennar kann að vera og hver sem fyrstur hefur fært hana i letur. Hefði afstaðan milli skipanna þegar slysið vildi til, verið eitthvað lik þvi, sem sagnir Daða fróða greina frá, hefði Jón Arason tvimælalaust gert tilraun til að bjarga Eggert og Ófeigi félaga hans, við þær aðstæður.sem þó var við að etja. Annað er óhugsandi. Hvort honum hefði lánazt það.veit hvorki ég eða aðrir, og þýðir ekkert að hafa i frammi neinar bollaleggingar um það. Sagan hlýtur að vera helber tilbún- ingur, hversu margir fræðimenn sem „hafa haft hana fyrir satt”, Sett saman af óvildarmönnum Jóns Ara- sonar honum til skammar, og ef til vill átt að varpa ljóma á minningu Egg- erts Ólafssonar, þar sem sagt er að hann hafi þrisvar klifið úr öldurótinu upp á kjöl skipsins. Langsamlega sennilegast þykir mér, að svo langt hafi verið orðið milli skipanna, þegar slysið vildi til, að Jón formaður og hásetar hans hafi alls 979

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.