Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Page 20

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Page 20
ekki séð á milli þeirra i þvi ölduróti, sem fyrir var, og sizt af öllu svo greini- lega og heimildir Daöa herma. barf og engar getgátur frá mér um þaö. Séra Björn Halldórsson i Sauölauks- dal segir sennilega hárrétt frá skilnaði skipanna i ævisöguágriði Eggerts sem hann skrifaði rétt fyrir lát hans. Þar stendur: — „Þessir (mennirnir á minna skipinu — B.S.) sáu það siðast til Eggerts, að hann sat við stjórn sem fyrr, bar skip hans fram hjá þeim, þangað til það hvarf, nema seglið eitt, og siðan allt saman yfir i fjarðar- dimmuna. Fleira vita menn ei til þessa oft nefnda skips”. Þarna er allur sannleikurinn sagður i fáum orðum umbúðarlaust, og hreinsar Jón Arason gersamlega af þeirri vesalmennsku, sem hann og hásetar hans hafa orðið að liggja undir i vitund almennings rúm 200 ár. Allt annað, sem um ævilok Eggerts Ólafssonar hefur verið skrafað og skráð og mörgum stytt stundir, ber það með sér að vera að mestum hluta hreinar þjóðsagnir, settar saman i ein- um og öðrum tilgangi. Svo er um allar þjóðsögur. Sagnamenn siðan notað sögurnar, hver eftir sinum smekk og tilgangi fram á þ.ennan dag. Eggert lögmaður Ólafsson var þá hann lifði hálfgerð þjóðsagnapersóna i vitund þjóðar sinnar, ævintýramaöur, sem hún skildi ekki.og kynjasögur mynduðust um þegar i lifanda lifi. Undarlegt var þvi ekki, að þær færðust fljótlega i aukana eftir hið sviplega fráfall hans, enda döfnuðu þær vel vestra a.m.k. Við drukknun Eggerts ólafssonar á Breiðafirði 30. mai 1768 er ekkert óeðlilegt, fremur en ótal mörg önnur sjóslys, sem orðið hafa á firðinum sið- an hann byggðist. Slys á sjó og landi verða aldrei skilin eða skýrð á þann hátt, að allir verði á eitt sáttir; fyrir þvi er margföld reynsla. — Þótt þrútið væri loft og þungur sjór i Breiðafirði 30. mai 1768 liggur beinast við að ætla,að skip Eggerts hafi farizt vegna ógætilegrar hleðslu — þótt varla hafi hún verið með þeim ódæmum , sem Daði hefur eftir heimildarmönn- um sinum — og kannski lélegrar stjórnar. Hafi Eggert ólafsspn stýrt skipi sinu sjálfur, sem ekki ber að efa, hefurhann á þeim árum verið vanari við annað en að stýra hlöðnum áttæringi i norðan stormi yfir þveran Breiðafjörð. Að þeim ófarnaði hefur enginn áhorfandi verið til að segja frá atburöum. — Bergsveinn Skúlason. / Septembernóttin Syfjaður gat ég ei sofið septembernóttina þá. Brotsjóir öskruðu i eyra og ýttu værðinni frá. Myrkrið var þungt eins og mara og magnaði dularseið. Hvert hljóð, sem barst frá hafi, varð að hrópi i sárustu neyð. ÍCg sofnaði loks um siðir, svo rann dagur á ný með dvinandi Ægis ógnir, hin ólmu vindaský stilltust og storminn lægði — þá stóðu okkar vestfirzku fjöll i skósiðum skirnarklæðum úr skinandi hvitri mjöil. I.ifið fékk aftur sinn ljóma —, lægði og kyrrðist dröfn. En hvort höfðu kempur hafsins komizt i örugga höfn? fcg ráfaði seinna á reka Þar var rétt að mér dapurlegt svar svo ekki var um að villast; Einhverjir sukku i mar. A flakið. sem lá mér við fætur, var feigðarsagan skráð. fcg hugsaði um hópinn stóra, sem hafði ekki landi náð og liáði hinzta striðið við helsjói og bliksvarta nótt. Er endirinn ósigur lifsins, sem ógnar jarðardrótt? fcg segi: Svo er ekki, aöeins sjónhvörf og þáttaskil. Úr myrkvuðu djúpi dauðans dagur rennur með birtu og yl. Fagnandi vinir finnast, þá fullkomnast mannssálin hrjáð. Hinu veika er hjálpað að vaxa verrnir það kærleikans náð. Eg horfði hálfluktum augum á hann, sem sigurinn vann. Enginn fær sótt hann til saka sverðlausa vegandann. Eg greindi gráthljóð i bárum. Það gustaði um fjallaskörð. Dynfari drottnaði i lofti dhnmt yfir Isafjörð. Sigmundur Guðnason frá Hælavik. 980 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.