Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1973, Síða 7
Friðrik Steinsson:
„Herjólfur sá, er
fyrr var frá sagt”
Gömul hugdetta
Fyrir meira en hálfri öld, er ég las
Landnámu i fyrsta sinn, nam ég staðar
við eftirfarandi setningar: „Herjólfr
sá, er fyrr er frá sagt, var frændi
Ingólfs og fóstbróðir: af þvl gaf Ingólfr
honum land milli Reykjaness og
Vágs.” Herjólfr sá, er fyrr var frá
sagt”. Við hvaða Herjólf er hér átt?
Eftir talsverðar vangaveltur virtist
mér þó augljóst, að hér væri um að
ræða Herjólf bónda þann, er var i för
með Hrafna-Flóka. Bar ég þetta undir
nokkra fróða menn, en varð engu nær.
Er mér ekki kunnugt um, að fræði-
menn hafi leitt hugann að þvi, að hér
geti verið um sama mann að ræöa.
Landkönnunarferðir Flóka
Vilgerðarsonor og
Ingólfs Arnarsonar.
A ferðalg Flóka og félaga hans má
lita fyrst og fremst sem landkönn-
unarferð. Ingólfur fór einnig könn-
unarferð til tslands og dvaldist vetrar-
langt i Alftafirði syðra i Austfjörðum.
Sú spurning skýtur upp kollinum,
hvort einhver tengsl hafi verið milli
landkönnunarferða þessara manna.
Það er ljóst af sögum, að Norðmenn
höfðu hug á að nema land á tslandi,
áður en landnám hófst, sé miðað við að
það hefjist með landnámi Ingólfs. Það
er enn fremur ljóst, að yfirleitt var
ekki um skyndiákvarðanir að ræða,
þegar menn hurfu að þvi ráði aö bú-
setja sig á Islandi. Menn ráðstöfuðu
eignum sinum og tóku með sér á skip,
eftir þvi sem kostur var, bústofn og
búslóð. Eðlilega hefur það verið þess-
um frumbyggjum aðalatriði, að bú-
setja sig á þeim stöðum þar sem gott
var til matfanga. Með öðrum orðum
þar sem skilyrði voru bezt til aö lifa á
landinu. Landkönnuöum allra tima er
það sameiginlegt að vilja afla sér
þekkingar um áöur óþekkt landsvæöi,
er þeir fóru um, ekki sizt ef þeir eru
með landnám og búsetu i huga til
handa sjálfum sér, frændum eða vin-
um. Ef hugdettan um Herjólf er rétt,
má i framhaldi af þvi láta sér koma i
hug, að Herjólfur hafi slegizt i för meö
Flóka fyrir áeggjan eöa að beiðni
frænda sins og fóstbróður, Ingólfs,
sem þá hefur haft landnám á tslandi
og búsetu þar ofarlega i huga. Var ekki
ómetanlegt að fá einmitt álit og um-
sögn þessa frænda og fóstbróður með
hliðsjón af staðarvali til búsetu?
Mannsins, sem varð þekktur af þvi aö
segja bæði kost og löst af landinu. Hér
er gert ráð fyrir þvi að treysta megi
frásögn Landnámu um það, er þeir
Flóki ætluðu brott um sumariö, en
urðu búnir litlu fyrir vetur: „Þeim beit
eigi fyrir Reykjanes, ok sleit frá þeim
bátinn ok þar á Herjólf. Hann tók þar
land, sem nú heitir Herjólfshöfn. Flóki
var um vetrinn i Borgarfiröi. Flóki
kom i Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á
eyri einni út frá firöinum ok kölluðu
þar Hvaleyri. Þar fundusk þeir
Herjólfr. Þeir sigldu um sumarit eptir
til Nóregsi Ok er menn spurðu af land-
inu, þá lét Flóki illa yfir, en Herjólfr
sagði kost ok löst af landinu, en Þórólfr
kvað drjúpa smjör af hverju strái á
landinu, þvi er þeir höföu fundit, þvi
var hann kallaður Þórólfr smjör.”
Herjólfshöfn.
Ekki er mér kunnugt um, að menn
viti nú með vissu nákvæmlega hvar
Herjólfshöfn er. Fjölmargir staðir á
tslandi, sem bera heitið Höfn, eitt sér
eða sem liö i samsettu heiti, sýna og
sanna, að það voru oft smávikur og
vogar, sem hlutu þessa nafngift. Þá
verður að telja sennilegt, eftir þvi sem
ráða má af frásögn Landnámu, að
Herjólfshöfn hafi verið vik eða vogur
viö Hafnarfjörð eða i námunda viö
fjörðinn. Vera má, aö um þetta mætti
fá betri vitneskju, ef vel væri leitaö.
Eftir dvöl Ingólfs einn vetur i Alfta-
firöi á Austfjörðum segir svo: „Þeim
virtisk landit betra suör en norðr.”
Ekki er óliklegt, að svipað hafi veriö
mat þeirra Flóka eftir veruna fyrst á
Baröaströnd og siðar i Borgafirði. Ef
tengsl eða kunnugleikar hafa verið á
milli þeirra manna, er voru i leiöangri
Hrafna-Flóka og hinna, er með Ingólfi
höföu vetrarsetu i Alftafirði i Aust-
fjörðum, er ekki óliklegt, að þessir
menn hafi borið saman bækur sinar og
miölaö hvorir öörum af þeirri þekk-
ingu, er þeir höfðu öðlazt við dvöl á
landinu, og ferðalög, sem þeir hafa
óefað farið i grennd við dvalarstaði
sina. Það virðist þvi vera rökrétt af-
leiðing af þvi, er þeir þegar vissu,að
fyrst og fremst skyldi suðurströnd Is-
lands rannsökuð, áöur en tekin væri
föst ákvörðun um val bústaðar. Þessa
athugun gerir Ingólfur lika á hægu
ferðalagi sinu frá Ingólfshöfða til
Reykjavikur. Landið viö Faxaflóa
sunnanverðan þekkti Herjólfur frændi
hans og fóstbróðir að einhverju leyti,
og er þvi ekki útilokað, að Ingólfur hafi
vitað nokkur skil á Reykjavik og ná-
grenni, áður en hann kom þangaö. Ef
Herjólfur, sem var i för meö Hrafna-
Flóka, er sami maður og Herjólfur
frændi Ingólfs og fóstbróðir, er ekki
ósennilegt, að hann hafi veriö
trúnaöarmaöur fóstbróður sins,
Ingólfs, i för Hrafna-Flóka, og aö sá
greinargóði maöur hafi, áður en
Ingólfur fór til tslands, gefið honum
lýsingu á Reykjavik og umhverfi, og ef
Sunnudagsblað Timans
391