Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1973, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1973, Qupperneq 13
— Þetta er nú byrjunin. Þetta er forsagan. En kynntist þú þeim ekki nánar af sögusögnum? — Nei, blessaður vertu. Það var aldrei minnzt á foreldra mina nema með litilsvirðingu. Þannig var alltaf talað um öreiga i þá daga. Fátækar manneskjur voru fyrirlitnar á tslandi fyrir heilli öld. Það er nú liklega, göð minn, það var auðurinn, sem skapaði álitið. Foreldrar minir bjuggu á Deildará i Múlasveit. Ég átti annars lengi ofurlitinn hlut, sem mér var sagt að móðir min hefði gefið mér, liklega þegar hún kom þarna i heimsókn. Þetta var svo ómerkilegt, ég get varla sagt þér frá þvi. En sú gjöf gæti þó aldrei gleymzt. Þetta var ofurlitil pjatla úr einhverju fingerðu útlendu efnimeðnokkrum nálsporum með marglitu bandi saumuðu i, og með þessu var nál og svolitið bandhnýti. Ég man ég geymdi þetta i rúmfletinu minu niður með stuðlinum við höfðalagið. Og einu sinni heyrði ég fólkið vera að tala um, að nú væri hún dáin, hún „Guðrún á Þórisstöðum, auminginn”. Þá vissi ég að það var mamma min og læddist uppi bælið mitt og hélt á þessari pjötlu i hendinni og fór að gráta. En ég var fljótlega vakin af þessum gráti og sagt: „Vertu ekki að grenja þetta stelpa. Komdu bara niður að borða”. Og svo var ekki meira um mina fyrstu sorg að segja. — Leið þér ekki sæmiiega hjá fólkinu á Kletti. Ég heyrði alltaf, að þetta hefðu verið sæmdarhjón, þótt ekki ættu þau vel saman. — Jú, það má kannski segja það. Kröfurnar til lifsins voru nú ekki miklar i þá daga. Þvi mundi enginn trúa nú, sem þá var talið sjálfsagt. t fyrstu var ég reyndar i mesta eftirlæti. Börn fósturforeldra minna, þau hétu Þorbjörg Jóhannesdóttir og Þórður Arnason, voru þá uppkomin að mestu. Bræðurnir Ingimundur og Ari oft fyrir norðan og einhvers staðar i vinnu eða við nám. Ingimundur var i Ólafsdal á skólanum hjá Torfa. Dóttirin, Helga Þórðardóttir, siðar ljósmóðir, var gjaf- vaxta mær, eins og þá var orðað. Og þau systkinin voru mér góð. Og þó einn beztur. Þar var Jóhannes. Hann svaf framan til i baðstofunni og hafði púlt við rúmið sitt. Það hafði hann fyrir skrifborð, setti það á hné sér og skrifaði eitthvað á hverjum degi, ég held dagbók. Og hann átti annað, litinn kjaftastól, sem kallaður var. Þar var hægt að leggja hann saman. Hann var mest úr snærum, þessi stóll, ákaflega merkilegur hlutur. Og á hon- um fékk ég oft að sitja með spjald og griffil, sem Jóhannes lánaði mér. Þannig kenndi hann mér að skrifa, lika tölu- stafi, kannski ofurlitið að reikna. En svo veiktist Jóhannes og dó um eða innan við tvitugt. Hann var alltaf góður. Ég grét og faldi tárin, þegar ég sá hann tekinn úr rúminu sinu i baðstofunni og vafinn innan i lak og borinn fram i skemmu. En mamma hans horfði á hann án þess að gráta. Ég man enn, hve andlit hennar var fölt og hart eins og stirðnað. Þá vissi ég, að það var skammarlegtaf mér að gráta. Maður átti aldreiaðgráta, ef mann langaði mikið til þess. — Þú sagðir, að þú hefðir verið mesta eftiriætisbarn, — Já, það breytist. Og satt að segja fannst mér ég verða olbogabarn, sem enginn kærði sig um. En kannski var það til að byrja með minn hugarburður sem ég gerði sjálf að veruleika ósjálfrátt. Dóttir hjónanna hét Helga, eins og ég sagði áðan. Min fyrstu ár svaf ég hjá henni. Helga var trúlofuð manni, sem Arni hét Ólafsson, myndarmanni. En af einhverjum orsök- um, sem ég aldrei vissi, slitnaði upp úr þessari trúlofun, sem ekki var nú algengt þá. En Helga var vanfær og eignaðist son. Og um leiö var draumurinn búinn. Ég var Frú Þorbjörg Hannibalsdóttir með barn sitt á blómaskeiði ævinnar. eitthvert kvöldið rifin úr mjúka, hlýja bólinu minu og átti nú að sofa i horninu hjá annarri stúlku, sem var þarna hálfgerð fósturdóttir lfka og frænka Þorbjargar fóstru minnar. I raun og veru veit ég, að hún var ágæt. Hún hét Guörún Bæringsdóttir og átti margar ferðir til min siðar, eftir að hún giftist og(átti ég held 10 börn. En samt fannst mér ég aldrei geta gleymt þessu mótlæti að vera neydd til að sofa hjá henni. Og son Helgu, þennan prýðismann, sem tók sem drengur, að mér virtist, allt frá mér, gat ég aldrei þolað eða litið réttu auga fyrri en við vorum bæði að verða gamalt fólk. Þá vorum við mestu mátar. — Já, það er vandfarið með blessuð börnin. Það ætti fólk að muna vel, sem er að tæta þau frá einni fóstrunni til annarrar nú á dögum. — Var þetta þá eins og þér fannst, Þorbjörg. Varð allt verra en áður? — Já, það gjörbreyttist. Og i mér hefur sjálfsagt myndazt einhver þrjóska. Fóstru minni fannst ég oft ódæl og hún fór að beita mig hörku og hlifðarleysi. Oft tók hún mig og flengdi mig með hrisvendi, sem hún ætið geymdi i rúms- horninu sinu. Ekki var að jafnaði leyst ofan um mig, en ég var hýdd utan á fötin. Fyrst grét ég, en smám saman hætti ég þvi, og siðast hugsaði ég með mér: Ég skal aldrei láta það eftir henni að orga. Svo kreisti ég niðri I mér hljóðin og beit saman tönnunum og vandist flengingunni. Oft hef ég hugsað, að þetta hafi orðið mér til góðs. Hvað hefði svo sem orðið úr mér i öllum sviptingum tilverunnar seinna á ævinni, ef ég hefði ekki verið þessu vön. Mér finnst satt að segja, að alltaf hafi einhver verið að flengja mig. — Hvernig voru annars fósturforeldrar þinir, Þorbjörg? 397 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.