Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1973, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1973, Page 17
Bakarís-briininn í Keflavík Árið 1908 var ekkert slökkvilið á Suðurnesjum og Keflavik var þá ekki undanskilin. Formlegt slökkvilið kom ekki i Keflavik fyrr en 1913, en það ár er gefin út „Reglugjörð fyrir eldvarna og slökkvilið Keflavikur kauptúns”. Fyrsta slökkvidælan kom svo nokkru seinna. Upphaf að slökkviliði i þorpinu er þó eldra eða frá árinu 1911, en þá ritar stjórnarráðið hreppsnefnd Kefla- vikurhrepps bréf,þar sem minnt er á að samkvæmt lögum sé þorpum og þéttbýliskjörnum, sem hafa 300 ibúa og þar yfir, gert skylt að eiga slökkvi- dælu, fötur, stiga, stúta og annað þvi- likt er hverju reglulegu slökkviliði fylgir. Hér á eftir mun verða rætt um húsbruna nokkurn er varð i Kelfavik árið 1908, eða eins og fyrirsögnin segir til um: Bakariisbrunann. Eigandi hilssins var Helgi Eiriksson frá Karls- skála við Reyðarfjörð Björnssonar. Verður nokkuð sagt frá Helga bakara og konu hans frú Sesselju Árnadóttur prests á Rip i Skagafirði siðar á Kálfa- tjörn (frá 1886 til 1919) Þorsteinssonar. Heimildir um þau hjón og heimili þeirra er að finna i jólablaði Faxa 1964, grein eftir Mörtu V. Jónsdóttur ættfræðing. Heimildir um rannsókn brunamálsins eru úr dómsmálabók Gullbringusýslu frá braunaárinu. bjóðólfur flytur eftirfarandi fregn 31. janúar 1908: „Húsbruni varð i Keflavik 22. þ.m. Þar brann hús Helga Eirikssonar bakara, allstórt hús, tvi- lyft, með ibúð, bökunarofni og vöru- búð. Einhverju var bjargað af lausum munum. Húsið var vátryggt og sömu- leiðis allt sem i þvi var, að einhverju leyti a .m .k. Tvö næstu hús voru allhætt komin og skemmdust ekki til muna. Urðu varin”. Þann 7. febrúar 1908 var sýslumaður Gullbringusýslu, Páll Einarsson, staddur i Keflavik til „að taka próf til upplýsingar um eldsvoða þann, er að höndum bar i Keflavik þ. 22. f.m. ”, Húseigandinn, Helgi Eiriksson, mætti fyrstur i réttinum „og áminntur um sannsögli gefur hann skýrslu á þessa leið”: Um kvöldið þann 22. f.m. sat hann að kvöldverði ásamt fjöl- skyldu sinni i húsi sinu (á efri hæð- inni). Gekk þá mágkona hans, Stein- unn Árnadóttir, fram i eldhúsið til þess að sækja kaffi. Varð henni þá litið i loft uppi i eldhúsinu og sá hún þá eld þar. Kallaði hún þegar fram i borðstofuna hvers hún væri vör, og sagði að eldur- inn væri upphaf lampa á hillu, sem þar var á veggnum. Brá Helgi skjótt við og skautzt fram i eldhúsið. Virtist honum eldurinn vera litill svo hann hugðist geta slökkt hann með votri dulu. Hann hljóp þvi upp stigann,sem þarna var og uppá loftið, til að aðgæta eldinn betur. Er upp kom lagði reykjarmökkinn á móti Helga og sá hann þegar að eldur- inn var það magnaður að ekki yrði hann slökktur i einu vetfangi, hafði hann læst sig fram með öllu þakinu i mosa og tréspæni sem þar var geymt. Var það vegna þess að upphaflega var áætlað að nota það sem stopp i húsið er það var reist. Er Helgi sá nú hve eldurinn var mik- ill skipaði hann svo fyrir að sótt yrði fólk til að bjarga og slökkva. Sjálfur lét hann það verða sitt fyrsta verk að bjarga börnunum sinum 4 úr húsinu. Dreif þegar að múg og margmenni úr öllum áttum. Strax varð ljóst að hús- inu myndi ekki hægt að bjarga og þvi var lögð áherzla á að koma i veg fyrir að eldurinn næði i næstu hús. Nokkru varð samt bjargað úr hinu brennandi húsi, en ekki tókst samt betur til en svo að margt af þvi eyðilagðist með öllu,er þvi var varpað út um glugga i öllum látunum og fátinu sem greip um sig. Brann nú húsið til ösku á stuttum tima. Við réttarprófin taldi Helgi Eiriks- son það alveg öruggt að upptök eldsins væru að kenna lampanum sem stóð á hillu i eldhúsinu og áður er frásagt. Húsið var vátryggt hjá dönsku tryggingafélagi fyrir 12.000.00 kr., en hafði verið virt á tæpar 14 þúsund. Innbúið var sömuleiðis tryggt hjá Helgi Eiríksson dönsku félagi fyrir 2 þúsund krónur. Meðal þess sem brann var mikið bóka- safn. Til að meta tjón Helga voru þeir Agúst Jónsson hreppstjóri i Höskuldarkoti i Ytri Njarðvik og Egg- ert snikkari Björnsson i Keflavik kosn- ir. „Ber þeim að gjöra hana eftir beztu þekkingu og i formi þvi, sem hlutað- eigandi tryggingafélag óskar eftir”. Steinunn Árnadóttir var þvi næst kölluð fyrir sýslumann og eftir henni Sigurður Árnason. Var framburður beggja samhljóða þvi,sem Helgi hafði sagt. Var nú gert hlé á réttarprófum þar til daginn eftir.. Þá mætti fyrir réttinum Eyjólfur Bjarnason verzlunarmaður (og siðar kaupmaður i Keflavik i áratugi). Hann var verzlunarmaður hjá Ólafi Asbjarnarsyni kaupmanni sem rak verzlun á neðri hæð bakarisins. Þegar kviknaði i húsinu var búið að loka sölubúðinni. En er Eyjólfur vissi hvað skeð hafði brá hann við og opnaði búð- Sunnudagsblað Timans 401

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.