Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 7
úi, ég er
aðurinn á
ann í bún-
. Allt í kring-
, núverandi
nú ekki
er svarað í
f-
er
d-
lt
,
k?
og tveir leik-
marar. Blaða-
m þessi
ð þeir eru
ga. Hressir
jóðarinnar,
um í síman-
eð á æfing-
kominn“,
nn að átta
kki á milli
n, sem
egar hann
u honum
gssynir. „Var
blaðamaður
a skoðun
pyrnumann-
ekkert sér-
lega tekn-
ga góður
ndur fyrir
nu þrátt fyrir
ENGAR FRÆGÐARSÖGUR HÉR
Willum segir að við þurfum að fara út á Starhaga, á
æfingasvæði félagsins þar, enda er aðalsvæðið ekki
alveg tilbúið svo snemma sumars. „Eigum við að
skokka?“ spyrja leikmenn. „Nei, við förum á bílum,“
svarar Willum. Sumir anda léttar, enda bara tveir dagar
síðan menn tóku vel á því í úrslitaleik deildarbikarsins
á móti FH.
Þegar komið er út á Star-
haga, sem er við endann á
Ægisíðunni, hittir blaðamað-
ur jafnaldra sinn og kunn-
ingja, Guðmund Benedikts-
son. Hann er nýbyrjaður að
æfa aftur eftir erfið meiðsli.
Guðmundur á metið í marka-
skorun á einu tímabili hjá
Knattspyrnufélaginu Fram.
Það setti hann árið 1988,
þegar hann og blaðamaður
voru í A-liði 4. flokks. Reyndar lék Gummi bara í Reykja-
víkurmótinu fyrir hönd Fram það árið, yfirgaf félagið að
því loknu og gekk til liðs við Þórsara fyrir norðan. Blaða-
maður rifjar þetta upp, en Willum segir Gumma að vera
ekki að segja neinar frægðarsögur af sjálfum sér. Þeir
hlæja báðir. Andinn er góður hjá KR-ingum.
SKIPT Í ÞRJÚ LIÐ
Við byrjum á fimm mínútna upphitun, léttu skokki.
Síðan hóar Willum leikmönnum saman og stjórnar
teygjuæfingum. Að því loknu skiptir hann í þrjú lið, tvö
átta manna og eitt sjö manna. Blaðamaður lendir í sjö
manna liðinu, ásamt Willum sjálfum. Tvö lið spila á
þröngum velli, á meðan það þriðja skiptir sér í tvö fjög-
urra manna lið á hliðarsvæði og spilar einkennilegan
leik, þar sem hvort lið þarf að verja þrjú mörk, auk þess
sem eitt mark er á miðjum vellinum og bæði lið geta
skorað í.
Okkar lið er vestislaust og byrjar á að mæta rauðum.
Það er hörkuleikur, sem endar með 1–1-jafntefli. Að-
eins eru leyfðar tvær snertingar og plássið er lítið, en
engu að síður gengur blaðamanni ágætlega. Hann á
meðal annars þokkalegt skot, þar sem hann tekur bolt-
ann á bringuna og lætur hann vaða, rétt framhjá sam-
skeytunum. Að fyrsta leiknum loknum fer vestislausa
liðið, eða „svarta liðið“ eins og það er kallað eftir fatn-
aði flestra liðsmanna, á hitt svæðið. Þátttaka í þeim
leik er andskotanum erfiðari, enda svolítið erfitt að
átta sig á aðstæðum og þörf á töluverðum hlaupum.
EKKI GAMAN AÐ TAPA
Alls eru leiknar tvær umferðir og árangur svarta liðs-
ins er ekki til að stæra sig af. Enda einum leikmanni
færra. Í seinni umferðinni eru snertingarnar frjálsar,
þ.e. eins margar og maður vill, en þá verður að skora í
fyrstu snertingu. Í síðasta leiknum berst svarta liðinu
liðsauki, í Ágústi Gylfasyni, sem var einmitt að skipta
úr Fram í KR í vor. Hann berst af krafti, en allt kemur
fyrir ekki. Svarta liðið lendir í neðsta sæti. Blaðamanni
líkar ekki að tapa og augljóslega ekki samherjum hans
heldur. Allra síst þjálfaranum.
Gústa líkar vel hjá KR, segir hann. „Það eru bara
þessi meiðsli sem eru alltaf að hrjá mann,“ segir
hann. Nárinn er veikur fyrir, ekki síst í svona veðri, frek-
ar köldu og röku. Ein illa ígrunduð hreyfing og allt getur
verið fyrir bí. En hann kann vel við sig sem fyrr segir,
mórallinn góður og æfingar skemmtilegar.
Þarna er líka Þormóður Egilsson, varnarmaðurinn
trausti sem hafði lagt skóna á hilluna í fyrra. „Þú ert
bara byrjaður aftur,“ segir blaðamaður við hann. „Ég
veit það nú ekki. Þetta er nú fyrsta æfingin sem ég
mæti á. Maður er bara að leika sér með strákunum.
Það er svo gaman. Þetta breytist ekkert,“ segir hann.
„Það er kominn fiðringur í þig,“ segir þá blaðamaður.
Móði vill gera sem minnst úr „kommbakki“ sínu.
Blaðamanni fannst frábært að spila með og á móti
bestu leikmönnum landsins. Hæfileikana skortir ekki í
hópnum hjá KR. Sigurvin Ólafsson, Kristinn Hafliða-
son, Kristján Sigurðsson; listinn er langur og ekki
hægt að birta hann allan hér. Leikgleðin er mikil. Þess-
ir menn hafa gaman af því sem þeir eru að gera og
hlakka til að mæta FH-ingum í fyrsta leiknum á laug-
ardaginn.
ARNAR AÐ BYRJA AFTUR
Þá hafa þeir harma að hefna, eftir 0–7-tapið í lok síð-
asta móts. Blaðamaður fær far með Willum aftur í
Frostaskjólið að æfingunni lokinni. Hann segist vera
þokkalega bjartsýnn á mótið, staðan sé ágæt, en
meiðslin séu erfið viðureignar. „Þetta var til dæmis
fyrsta boltaæfingin hjá Arnari Gunnlaugs í átta vikur.
Leikirnir eru byrjaðir það snemma núna á árinu, að það
er erfitt að halda mönnum heilum í allan þennan tíma.“
Að lokinni æfingu er blaðamaður sáttur, svolítið
þreyttur, en kominn með fullvissu fyrir því sem hann
grunaði, að KR-ingar væru drengir góðir eftir allt sam-
an. |ivarpall@mbl.is
R refur í svart-
u hænsnabúi
15. maí kl. 17
Fyrsti leikur
Landsbanka-
deildarinnar,
KR–FH, í
Frostaskjóli
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14|5|2004 | FÓLKIÐ | 7