Morgunblaðið - 14.05.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 14.05.2004, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14|5|2004 | FÓLKIÐ | 11 Nú er komið að því að Ashton Kutcher reyni að sanna að hann sé alvöru leikari, ekki bara glórulausi gæinn í That ’70s Show eða prakk- arinn í sjónvarpsþætti sínum Punk’d. Í The Butterfly Effect leikur hann hvorki meira né minna en hrjáðan og óhamingjusaman snill- ing, sem er kannski akkúrat öfugt við þá hlið sem hann hefur sýnt á sér hingað til. Auðvitað eru menn misánægðir með frammistöðu hans. Þrátt fyrir að hann hafi víst ekki alls fyrir löngu verið rekinn af upp- tökustað ónefndrar kvikmyndar þar sem leik- stjórinn gargaði á hann að fara í leiklist- artíma, segja sumir hann sýna hér að hann sé ágætur leikari. Hlutverkið sé alls ekki það auðveldasta, það feli í raun í sér margar per- sónur og hann þurfi því að fara öfganna á milli í tjáningu sinni. Aðrir hefðu viljað sjá mun sterkari leikara í hlutverkinu, og enn aðrir segja að hann eigi alls ekkert að vera að leika. En eru það ekki bara einhverjir öfund- sjúkir sem eru skotnir í Demi Moore? Ashton Kutcher leikur náunga sem fer aftur í tímann og inn í líkama sinn sem lítill strák- ur. Þannig reynir hann að breyta hörmulegri fortíð og hryggilegri nútíð. Hann kemst fljótt að því að það er ekki góð hugmynd. Aftur til fortíðar Franski kvikmyndagúrúinn Luc Besson kem- ur nú með þriðju myndina sína um Daniel leigubílstjóra. En fyrsta myndin um þennan pítsusendil sem helst langar að verða her- þotuflugmaður, en lætur sér nægja leigibíl- stjórann, var frumsýnd árið 1998 og varð strax mjög vinsæl. Kannski ekki síst fyrir það að hún er algerlega byggð á amerísku hasar- og spennumyndahefðinni, nema að hún gerist í Frakklandi og er auðvitað á frönsku. Það ætti því ekki að koma á óvart að í þessari þriðju mynd um ævintýri Daniels kemur sjálfur Sly Stallone fram og er sleipari í frönskunni en margan grunar - eða trúir! Það er svo skrýtið með Besson, sem hef- ur leikstýrt mörgum af allra vinsælustu frönsku myndum seinni tíma, að hann hefur ekki leikstýrt mynd síðan hann gerði Jó- hönnu af Örk árið 1999. Hann hefur hins vegar verið heldur betur stórtækur í fram- leiðslunni, því eftir Taxi 3 hefur hann fram- leitt fjórtán myndir, vestan hafs og austan, skrifað sjö þeirra en ekki leikstýrt neinni. Hvað er í gangi? Bensínið í botn Þeir eru mættir aftur til leiks í Taxi 3, frönsku vinir okkar, Daniel súper-leigubíl- stjóri og vini hans í löggunni. Þeir eiga nú í höggi við glæpsamlega jólasveina og það með kínverskan blaðamann á hælunum. FRUMSÝNT Hver er elst þessara teiknimynda frá Disney?  Fríða og dýrið  Mjallhvít og dvergarnir sjö  Öskubuska Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ever After (1998)?  Drew Barrymore  Lucy Liu  Cameron Diaz Hver leikstýrði kvikmyndinni Princess Bride (1987)?  Rob Reiner  Ron Howard  Steven Spielberg Þeir sem álíta sig hafa rétt svör við þessum spurningum ættu að skella sér á Fólkið á mbl.is og svara þeim þar. Þeir lenda þá í lukkupotti sem dregið verður úr, en þrír keppendur geta unnið miða fyrir tvo á myndin Ella Enchanted sem frumsýnd verður eftir viku í Smár- anum og Regnboganum, og boli merkta Fólkinu. Vinningshafar seinustu vikur eru: Ásþór Aron Þorgrímsson, Björn Önund- ur Arnarsson og Hervör Pálsdóttir. Við óskum þeim til hamingju og vinningarnir bíða þeirra í afgreiðslu Morgunblaðsins. VILTU VINNA MIÐA? Hvað veistu um ævintýri fyrr á tímum? Butterfly Effect í Laugarásbíói og Regn- boganum. Leikstjórn: Eric Bress og J. Mackye Gruber. Með Ashton Kutcher, Melora Walters, Amy Smart, Elden Hen- son og William Lee Scott. Taxi 3 í Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. Leikstjórn: Gérard Krawczyk. Með Sami Naceri, Frédéric Diefenthal, Bernard Farcy og Ling Bai. Anything Else í Háskólabíói. Leikstjórn: Woody Allen. Með Jason Biggs, Christinu Ricci, Stockard Channing og Woody Allen. Frumsýningar helgarinnar Þessi mynd þykir um margt sérstök fyrir gamla kvikmyndahundinn Woody Allen. Það sem menn reka fyrst augun í er að elskendurnir í myndinni eru um tvítugt og auk þess á sama aldri. Er Woody að gera unglingamynd? UNGLINGASTJÖRNURNAR AÐAL Vissulega voru Alvy og Annie í Annie Hall (1977) á næstum sama aldri en eftir það hef- ur bilið á milli elskendanna sífellt breikkað þar sem maðurinn (vanalega leikinn af leikstjór- anum) verður sífellt eldri, en konan sífellt yngri. Kannski Woody sé búinn að gera sér grein fyrir hversu gamall hann er orðinn og byrjaður upp á nýtt? Í Anything Else leikur hann nefnilega gamlan læriföður unga manns- ins, og lætur stjörnum unga fólksins, Jason Biggs og Christinu Ricci, eftir aðalhlutverkin. Líkt og í mörgum unglingamyndum, eru þau ráðvillt og vita ekki hvert halda skal í lífinu. En þótt sagan þyki ekki jafnfrumleg og þegar Woody flíkar sínu besta, er þó mun meiri hugsun í þessari mynd er öðrum unglinga- myndum sem nú eru í boði, enda er myndin alls ekki byggð á sömu klisjunum og viðgengst í unglingamyndum. Margir brandaranna eru víst frábærir, samtölin eru auðvitað snilld, eins og Woody er tamt, og þá þykir ekki verra að Woody hefur undarlega mikinn skilning á mannlegum veikleikum þegar kemur að kyn- lífi. Það þykir sýna og sanna að hér sé unglinga- mynd á ferð, að í öllum kynningarmynd- böndum og auglýsingum er lögð ofuráhersla á aðalleikarana ungu, hvergi sjáist glitta í Woody og varla minnst á að hann komi ná- lægt myndinni. Hér er greinilega verið að miða neðar en á hinn vanalega 35 ára og eldri markhóp leikstjórans. STEFNAN UPP Á VIÐ Og ungu leikararnir þykja bara standa sig vel. Jason Biggs leikur Jerry Falk, unga tauga- veiklaða rithöfundinn sem byggður er á per- sónunni sem Woody leikur oftast. Allavegana tvisvar áður hafa aðir leikarar farið í hans skó, en John Cusack lék hann í Bullets over Broad- way (1994) og Kenneth Branagh í Celebrity (1998), og þóttu báðir ná honum mjög vel. Það þekkja allir Jason sem sló í gegn sem Jim Levinstein í American Pie (1998) mynd- unum. Jason hefur leikið síðan hann var fimm ára, en það var ekki fyrr en eftir American Pie sem hann fékk að velja úr hlutverkum. Ein- hvern veginn hefur hann ekki valið sér nógu góð hlutverk. Hann virðist ekki treysta sér of langt frá Jim Levinstein-hlutverkinu, og oft leik- ið einhverja aula í frekar glötuðum unglinga- grínmyndum. Hann virðist þó vera að taka stefnuna að- eins upp á við þessa dagana, og það verður áhugavert að sjá hann spreyta sig á nýjum hlutverkum fyrst í Woody Allen-mynd, og síðan í næstu mynd hans Jersey Girl sem er eftir Kevin Smith. HREINLEGA ÓMÓTSTÆÐILEG Mótleikkona hans Christina Ricci á hins vegar mun safaríkari feril að baki. Hún byrjaði að leika 10 ára og hefur nú leikið í 40 kvik- myndum, þrátt fyrir að vera bara 24 ára göm- ul. Það muna allir eftir henni sem stelpu í The Addams Family myndunum, en síðan hefur hún unnið með leikstjórum á borð við Ang Lee, Terry Gilliam, John Waters og Tom Burt- on. Hún leikur aðalhlutverk í Wes Craven mynd á næsta ári, og í ár er hún tilnefnd til MTV-verðlaunanna fyrir besta kossinn á móti Charlize Theron í Monster (2003), og ekki er það nú ónýtt. Það er engum blöðum um það að fletta að hún er hæfileikaríkur leikari og Christina þykir hreinlega ómótstæðileg í Anything Else. Hún leikur hina sætu og kynþokkafullu Amöndu, sem veit ekkert í sinn haus þegar kemur að karlmönnum. Hún segir kærastann, sem Jas- on leikur, minna sig á pabba sinn og vill því ekki sofa hjá honum. En henni hefur verið lýst sem óþolandi, fallegri, töfrandi tík sem ekki er hægt að slíta augun af þegar hún birtist á skjánum. Það gæti orðið gaman að sjá. |hilo@mbl.is Fyrsta unglingamynd Woody Allens? Anything Else heitir kvikmynd Woody Allens þetta árið. Þar leikur Jason Biggs unga rithöfundinn, sem er í þeirri leiðu klípu að vera með leik- konu sem Christina Ricci leikur, en hún vill ekki sofa hjá honum. Aum- ingja hann. FRUMSÝNT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.