Morgunblaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 47
en að dæla veitunnar bili eða slái út og við það frjósi í lögn í sumarhús- inu. Þegar þrýstingur kemur á ný streymir sjóðandi heitt vatnið inn í húsið. Því er hér mælt með að nota lokað kerfi með frostlegi, þ.e. heita vatnið er tekið inn á millihitara sem hitar frostlög á ofnakerfinu. Þrátt fyrir að hitaveitan fari af húsinu þá frýs ekki í ofnakerfinu og þegar þrýstingur kemur á kerfið á ný þá fer allt í eðlilegt horf. Rétt er að taka fram að alltaf skal loka fyrir heitt og kalt neysluvatn inn í sumarhúsið og helst að tæma lagnirnar á veturnar þegar farið er frá húsinu eftir dvöl. Aðrir orkugjafar eru eingöngu notaðir þegar dvalið er í húsinu. Gas er einkum notað til upphitun- ar með lausum gasofnum á hjólum. Þeir eru ýmist eina upphitunin eða notaðir með öðrum orkugjöfum til að hraða upphituninni eða hita betur ákveðin rými. Gas er frekar dýr orkugjafi eða um tvöfalt dýrari en rafmagn. Stofnkostnaður við gas er aftur á móti mjög lágur, og auðvelt er að nálgast gasáfyllingar. Kol voru mikið notuð í gamla daga en notkun þeirra hefur dregist veru- lega saman. Kolaeldavélar eða ofnar gefa mikinn hita frá sér og margar tegundir kolaeldavéla eru með hit- ara fyrir vatnsofna þannig að hægt er að kynda upp fleiri herbergi en það sem eldavélin er í. Aftur á móti er mikil og óþrifaleg vinna við að halda eldinum við og ekki hægt að fara lengi frá bústaðnum í einu án þess að eldurinn kulni. Á síðari árum hefur orðið erfiðara að fá kol í hæfi- legum einingum en þau fást þó enn á nokkrum stöðum. Steinolíuofnar eru vinsælir í sum- arhúsum og er notkun á þeim svipuð og á gasofnunum, þ.e. einkum sem hitun í smærri hús og einnig sem auka hitun með öðrum orkugjöfum. Bruninn í nýju steinolíuofnunum er það hreinn að lykt angrar ekki þótt hann sé notaður heilu sólarhring- anna til að halda hita í húsum. Viður er einkum notaður til að brenna í arninum eða sérstökum við- arofnum. Oftast er um að ræða við- bót við aðra orkugjafa og ekki síst til að skapa rétta andrúmsloftið í sum- arhúsinu. Rafmagn frá ljósavél. Þessi kostur á ekki við í sumarhúsalöndum. Aftur á móti er þetta kostur þar sem eitt eða í öllu falli fá sumarhús eru á staðnum. Hávaða frá ljósavélinni verður að deyfa til að fólk geti notið dvalarinnar á staðnum. Norðmenn hafa þróað frágang við slíkar ljósa- vélar í hálfgerðum jarðhýsum þar sem útblásturinn er leiddur í gegn- um jarðveginn til að deyfa hávaðan frá útblæstrinum. Kostnaður Erfitt er að gefa upp kostnað við hitun sumarhúsa því margt hefur áhrif á hitaþörf sumarhússins. Til að geta gefið samanburð á hit- unarkostnaði sumarhússins þá gaf ég mér um 50 fm sumarhús sem haldið er um 7°C heitu þegar ekki er verið í húsinu, og að heildarorku- þörfin ársins sé um 5.500 kWh. Ekki er gott að halda hærri hita á veturna í sumarhúsum þegar ekki er dvalið í þeim. Ef haldið er fullum hita allan veturinn ofþornar húsið þar sem enginn raki verður til í húsinu þegar enginn dvelur í því og við það fellur raki hússins niður. Höfundur er verkfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 C 47 2ja herb. Búðagerði 2ja herbergja íbúð á 1. hæð með svölum sem snúa í vestur. Komið er inn í hol með ljósum flísum og góðum fata- skáp. Baðherbergið er með dúk á gólfi, hvítri innréttingu og baðkari. Í eldhúsi er eldri innrétting með dúkaflísum á gólfi. Svefnherbergið er dúklagt. Rúmgóð og björt stofa með teppi á gólfi. Verð 9,2 millj. 3ja herb. Bogahlíð Mjög falleg 3ja herbergja íbúð á 1. hæð, jarðhæð, í fallegu húsi við Boga- hlíð í Reykjavík. Rúmgóða stofa, tvö góð svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla í risi. Nýtt gler er í allri íbúðinni. Stigahús er dúklagt og málað í ljósum lit. Frábær stað- setning. Verð 12,9 millj. Engihjalli 3ja herbergja 89,2 fm íbúð á 10. hæð með stórglæsilegu útsýni í vestur og norður. Esjan, Faxaflói og Reykjanes blasa við í öllu sínu veldi. Eign á góðum stað. Verð 12,2 millj. Torfufell Falleg 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin er öll nýmáluð. Falleg hvít eldhúsinnrétting. Parket á stofu og svefnherbergi. Sameign er mjög falleg. Stutt í alla þjónustu. Góð fyrstu kaup. Verð 9,7 millj. 4ra herb. Álfholt - Hafnarf. Falleg 99 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Út- sýni er til suðurs og norðurs. Íbúðin er öll nýendurgerð, þ.e. innrétttingar, málning og gólfefni. GETUR LOSNAÐ FLJÓTT. Áhv. 9,1 millj. Verð 13,6 millj. 4ra til 7 herb. Austurberg 4ra herbergja í búð á 4. hæð, 94,3 fm, ásamt 18 fm bílskúr. Baðher- bergi með innréttingu og baðkari, dúkur á gólfi. Gengið úr stofu út á yfirbyggðar svalir. Rúmgott hjónabergergi. Sérgeymsla í kjall- ara fylgir íbúðinni. Verð 12,7 millj Blásalir Glæsileg 4ra herbergja íbúð á 10. hæð. Stórkostlegt útsýni er úr íbúðinni. Parket er á allri íbúðinni nema dúkur á bað- gólfi og þvottaherbergi. Allar innréttingar og innihurðir eru úr mahóní. Gott skápapláss er í öllum herbergjum. Verð 20,7 millj. Básbryggja Stórglæsileg 4ra-5 her- bergja 146 fm „penthouse“-íbúð á tveimur hæðum. Íbúðin er frábærlega honnuð með skemmtilegt skipulag og allt fullklárað á vandaðan hátt. Parket og flísar á gólfum. Rúmgóð herbergi og góðir skápar. Vestur- svalir. Fallegur garður. Eign fyrir vandláta. Verð 21,3 millj. Rað- og parhús Kjarrheiði - Hveragerði Mjög fallegt raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Íbúðin er 4ra herbergja 104 fm en bílskúr er 33 fm. Húsið afhendist fullbúið að utan en tilbúið til innréttinga að innan. Verð 12,8 millj. Fullbúið hús með parketi og flísum 17.800,000. - Sjón er sögu ríkari! www.eignir.is Lómasalir Stórglæsileg og fullkláruð 120,8 fm endaíbúð á 3. hæð í nýju 5. hæða lyftuhúsi á frábærum stað í Salahverfi í Kópavogi. Íbúðinni fylgir stæði í bíla- geymslu (innangengt í sameign). Lok- aður stigagangur með lyftu en opinn svalagangur að íbúðinni. Vandaðar mahóní innréttingar, hurðir og skápar. Parket og flísar. Garður glæsilegur, mikið útsýni. Verð 19,9 millj. Þorláksgeisli Glæsilegt og vel skipulagt raðhús (endahús) í suðurhlíðum Grafarholts með golfvöllinn í næsta nágrenni. Húsið er úr forsteyptum einingum og eru því veggir fulleinangraðir og raf- lagnir komnar að hluta. Húsinu verður skilað fullbúnu að utan, með grófjafn- aðri lóð. Verð 19,3 millj. Andrésbrunnur Erum með glæsilegar 4ra og 5 her- bergja íbúðir í nýju þriggja hæða lyftuhúsi. Bílageymsla. Vandaður frá- gangur og glæslegar íbúðir. Íbúðirnar eru allar afhentar fullbúnar án gólf- efna - tilbúnar til afhendingar. Verð frá 17,9 millj. Daewoo-kæli- og frystiskápur stærð 200x60x63 cm. Verð áður: 108.900 kr. Verð nú: 69.900 kr. Á tilboði Raftækjaverslun Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.