Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 11|6|2004 MORGUNBLAÐIÐ Útskrift: Brá mér í afbragðs úrskriftarveislu hjá vini mínum á laugardaginn. Þar var margt um góðan manninn, vel veitt og að sjálfsögðu var mál málanna skeggrætt. Inni var hlaðborð með gómsætum smá- réttum og úti var boðið upp á brennivín og hákarl, að frumkvæði föður hins útskrifaða. Já, mál málanna var mikið rætt, eins og búast mátti við. Yndislegt að vera áheyrandi að svoleiðis umræðum og þarna var nóg af fólki með skoðanir. Sumum var málið meira að segja töluvert skylt og áttu nokkurt verkefni fyrir höndum að sannfæra hina. Það tókst með ágætum, held ég… Endurfundir og aðrir fundir: Hitti svo gamlan vin minn, sem ég hef ekki talað við í allt of langan tíma. Við byrj- uðum á að fara í keilu í Öskjuhlíðinni og það var gaman. Þar hitti ég líka vinkonu mína, sem var þar með vinnufélögunum. Hæsta skor mitt var í síðasta leiknum af þremur, 136 minnir mig. Frekar slakt, enda tapaði ég þeim leik. Vann reyndar fyrri tvo, en þeir voru svo hneykslanlega illa spilaðir af okkur félög- unum að ekki er við hæfi að monta sig af því. En hvað um það, við tókum leigara niður í bæ og kíktum á nokkra skemmtistaði. Meðal annars Prikið, þar sem ég átti skemmtilegt spjall við Heiðar í Botnleðju. Svo lá leiðin á 22, hvaðan vinur minn lét sig hverfa, enda klukkan orðin margt. Þar hitti ég hins- vegar fyrrnefnda vinkonu aftur og við dönsuðum við tóna Pixies. Bæjarferðin endaði svo með viðeigandi hætti; á pizzastað við Ingólfstorg. Frábært sumarkvöld orðið að morgni. |ivarpall@mbl.is Hákarl og keila FRÁ FYRSTU HENDI FÓLKIÐ Umsjón Pétur Blöndal pebl@mbl.is |Blaðamenn Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is | Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sigurvegari þessa vikuna er Halldór Eldjárn, með tillöguna: „Veistu, Sigurjón, ég held að þetta sé ekki að ganga upp hjá okkur. Ég er ófrísk.“ Hann hlýtur að launum geislaplötuna Hopes and Fears með Keane. Boli merkta fólkinu fá Ómar Örn Jónsson, fyrir tillöguna „Svona erum við nú fallegir karlmenn,“ og Magnús Ágústsson, fyrir tillöguna „Og svo þarf alltaf að sjóða kartöflurnar í 10 mínútur.“ Mynd í næstu keppni má finna á Fólkinu á mbl.is, á síðunni „Besti myndatextinn“. Besti mynda- textinn „VEISTU, SIGURJÓN, ÉG HELD AÐ ÞETTA SÉ EKKI AÐ GANGA UPP HJÁ OKKUR. ÉG ER ÓFRÍSK.“ Við vissum ekki fyrir viku… …að stytta yrði gerð af elsta asíufíl veraldar, sem hét Lin Wang og lést 86 ára að aldri í febrúar síðastliðnum. Lin Wang stóð í ströngu í seinni heimsstyrjöldinni og bar fallbyssur fyrir japanska herinn í Búrma. …að Antje Buschschulte myndi ná tímanum 2:17:52 í 200 metra baksundi á þýska meistaramótinu í Berlín. …að franski knattspyrnumað- urinn Thierry Henry myndi setja upp svo skemmti- legan svip á blaðamanna- fundi vegna Evrópumótsins í Portúgal, sem hefst á morgun. Fyrsti leikur Frakka er í Lissabon gegn Englendingum á sunnudag- inn. …að nýbakaður eiginmaður Jennifer Lopez, söngvarinn Marc Anthony, myndi syngja af þetta mikilli inn- lifun í þættinum „Today Show“ á NBC á þriðjudag- inn. …að svona stór brjóstahaldari yrði til sýnis í Suður-Kóreu í tilefni af opnun nýrrar brjóstahaldarabúðar á þriðjudaginn. …að Antonio Banderas og Skrekkur væru svona góðir vinir, en þeir hittust á frum- sýningu Skrekks 2 í Ástralíu á miðvikudaginn. Í skugga moldvörpunnar lá lykill. Greifinginn tók lykilinn upp. Hann var útataður í mold, sem moldvarp- an hafði varpað yfir öxlina á sér. Greifinginn sleikti moldina af lykl- inum og stakk honum í skráargatið á moldvörpunni. „Þetta skaltu hafa fyrir skepnuskap- inn, skepnan þín!“ æpti hann í vinstra eyra moldvörpunnar á með- an andlit hennar afmyndaðist af sársauka. Ívar Páll Jónsson LYKILL MOLDVÖRPU HUGHRIF Flosi Ólafsson leikari fór með hlut- verk vínguðsins Bakkusar í balletti Nönnu Ólafsdóttur Dafnis og Klói við tónlist Ravel. Á myndinni er hann með Guðmundu Jóhann- esdóttur ballettdansara. „Henni Mundu mjóu,“ kallar Flosi, þegar myndin er rifjuð upp fyrir honum. „Hún var ballerína, – og ég. Ég er flagaralegur, gott ef ég held ekki á glasi. Þetta var áður en ég varð þorstaheftur. Og er ægilega sætt – settu í fimmdálk strax!“ Úr safn inu | 1985 Morgunblaðið/Jim Smart Dafnis og Klói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.