Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11|6|2004 | FÓLKIÐ | 7 Dauðinn má svo með sanni samlíkjast þykir mér, slyngum þeim sláttumanni er slær allt hvað fyrir er. Grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafn fánýtt. Einhverjir halda ef til vill að Járn- skvísan hafi misst vit og rænu í vikunni og vitni nú ætíð í Hallgrím Pétursson og aðra guðsmenn á góðum dögum. Svo er nú aldeilis ekki en ég hef hins vegar liðna viku verið í miklum vanga- veltum um lífið. Já, þetta merkilega fyr- irbæri „Lífið“. Ástæða þess að ég geri vangaveltur þessar að umtalsefni er sú að afi minn dó síðastliðinn laugardag. Í þann mund er margir lesa þessi orð mun ég kveðja afa minn Einar í hinsta sinn. Ég vil því breyta út af vana og til- einka þennan pistil ógleymanlegum afa. Ég er ein af þeim sem eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og lífsins gæði. Dag hvern er námi, vinnu, stjórnmála- og félagsstörfum, greinaskrifum, leik- fimi og lífsins kúnstum raðað saman á hreint lygilegan hátt með þá einu hug- sjón í brjósti að lifa daginn af. En þó að ég vilji sannanlega gera allt mest, best og réttast, þá læðist stundum að mér sá grunur að lífsgæðakapp- hlaupið sé í raun fjandi fúlt. Hver vinnur svo sem lífs- gæðakapphlaupið? Fær ein- hver medalíu? Er það kannski sá sem nær að eignast allt líkt og í góðu Matadori? Jú, jú, vel má vera að sá hæfasti lifi af – en hann lifir aldeilis ekki að eilífu. Það skiptir nefnilega ekki máli í hvaða sæti við lendum í lífsgæðakapphlaupinu. Öll munum við hverfa frá þessum heimi eins og við komum – snauð af verald- legum gæðum. Ungt fólk í dag virðist stundum halda sig ódauðlegt (og ég er þar síst und- antekning). Lífið er tekið heljargreipum og allt á að ganga upp á sem allra skemmstum tíma. Það sem okkur láist hins vegar gjarnan að hugsa til er sú staðreynd að skjótt geta skipast veður í lofti. Örlaganornirnar fara ekki í mann- greinarálit og markmið sem okkur þótti í dag handan við hornið getur horfið úr augsýn í einu vetfangi. Þó að menn hafi jafnvel unnið myrkrana á milli og eigi skilið alla þá umbun sem hugur stendur til verður vegurinn ekki alltaf beinn og breiður. Ákall um réttlæti dug- ar skammt og óvægin örlög geta dunið jafnt á kraftmiklum sem duglitlum. Einhverjum þykir það sem hér er ritað ef til vill gömul tugga en þó verður að segj- ast að aldrei er hún of oft kveðin. Vel má vera að lífs- gæðakapphlaupið leiði til góðs í framtíðinni… en fram- tíðin er ekki á leiðinni í ferða- lag, hún fer ekki fet. Menn verða hins vegar að fanga núið – daginn í dag. Það er einmitt í dag sem stærstu sigrarnir verða unnir og hver veit nema morgundagurinn, sem við höfum skipulagt og skrafað um, banki aldrei að dyrum okkar. Þó að sorgin fylli hjarta mitt er ég þakklát að hafa náð að segja afa mín- um hversu vænt mér þætti um hann. Nú er ekki hægt að spóla til baka eða óska þess að ósagt hafi verið sagt. Tækifærið kemur ekki aftur. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Heiðrún Lind Marteinsdóttir J Á R N s k v í s a n Kapphlaupið mikla Á hvaða klassíska bókmenntaverki er handrit Clueless (1995) byggt?  Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare  Emmu eftir Jane Austin  Fýkur yfir hæðir eftir Emily Brontë Hvað fór Elle Woods (Reese With- erspoon) að læra í Legally Blonde (2001)?  Snyrtifræði  Lögfræði  Fatahönnun Hver leikur aðalhlutverkið í kvikmynd- inni Mean Girls (2004)?  Lindsey Lohan  Mandy Moore  Julianne Moore Ef þú kannt svarið við spurningunum hér að ofan, ættirðu að skella þér á Fólkið á mbl.is, og svara spurning- unum þar. Þá lendirðu sjálfkrafa í potti sem dregið verður úr og gætir unnið tvo miða á kvikmyndina Mean Girls sem frumsýnd verður í Sambíó- unum og Smárabíói miðvikudaginn 16. júní. Í síðustu viku spurðum við um Jim Carrey og heppnu snillingarnir eru Helga Soffía Einarsdóttir, Ingi Þór Finnsson og Katrín Tómasdóttir. Við óskum þeim til hamingju og þau geta vitjað vinninga sinna í afgreiðslu Morgunblaðsins. VILTU VINNA MIÐA? Hvað veistu um stelpu- myndir? Myndin gerist að mestu leyti í huga Jóels sem Jim Carrey leikur á lágu nótunum og fylgir minningum hans aftur í tímann um Clementine sem túlkuð er af Kate Winslet, um leið og hver nýleg minning er þurrkuð út. Á eftir er farið í næstu minningu og koll af kolli. En þegar líða tekur á ferlið gerir Jóel sér grein fyrir að hann vill alls ekki gleyma Clementine og fer að smygla henni inn í minningar sem hún á alls ekki heima í, sem mun breyta öllum minningum hans. HEILABROT FRÁ HJARTANU Nú ætti lesendum að vera nokkuð ljóst að þessi mynd er skrifuð af Charlie Kaufman, handritshöfundi handritshöfundanna, um þessar mundir. Hann er sannur rithöfundur „auteur“, sem hefur öðlast virðingu í Hollywood, og vonast víst aðrir höf- undar til að hann eigi eftir að breyta viðhorfi til stéttarinnar sem er lítils virt þar vestra. Og þessi einstaki höfundur virðist sérstakt yndi hafa af því að kafa inn í mannsheilann. Hann hefur þegar farið með okkur í ferð inn í höf- uðkúpu Johns Malkovich, og í Adaptation var sem tveir persónu- leikar væru í sama líkamanum. „Myndin er völundarhús skapað af handritshöfundinum Charlie Kauf- man, en myndir hans Being John Malkovich og Adaptation voru neó- realismi samanborðið við þessa,“ segir Roger Ebert um verkið, þegar hann reynirð að lýsa hversu flókin hún er í uppbyggingu. Hann segir hana hringast um sig sjálfa, þegar hún er ekki sögð í réttri tímaröð, skil- greina atburði og henda síðan öllu upp í loft aftur til að skilgreina það aftur. Sjálfur segir Kaufman í viðtali við Hollywood Reporter: „Ég hef lesið í blöðum að fólki finnist ég setja mig á háan hest og sé algerlega heltek- inn af heilabrotum og -þrautum og þannig hlutum. Ég hef gaman af frumlegri uppbyggingu, og mér finnst gaman að finna leið til að segja sögu sem passar akkúrat fyrir þá sögu, sem er öfugt við uppbygg- ingu venjulega kvikmyndahandrita. Það er m.a. fjallað um það í Adapta- tion. En mér finnst ég ekki setja mig á háan hest. Allt sem kemur frá mér kemur frá hjartanu.“ MANNLEGI REYNSLU- HEIMURINN VIRKAR Margir segja að hér sé komið besta handrit sem Kaufman hafi frá sér látið. Í því er víst flest að finna sem aðdáendur hans leita eftir, stjórnun hugans, furðulegar kring- umstæður, skrýtnir karakterar í skrýtinni sögu sem hefur tilfinninga- legan kjarna sem flestir ættu að geta fundið sig í. Og það segist hann líka meina frá hjartanu. „Þegar ég skrifaði Eternal Suns- hine of the Spotless Mind og Adaptation þá vildi ég ekki skrifa enn einn Hollywood-rómansinn. Mig langaði að skrifa um alvöru- samband, þannig að ef ég væri sjálf- ur að fara í bíó að sjá þessar myndir myndi ég hugsa: „Ókei, ég skil hvað er í gangi. Þetta viðkemur mínu lífi, en er ekki bara fjarlæg æv- intýrasaga.““ Og öllum toppleikurum er skít- sama hversu stórt hlutverk þeir fá í mynd eftir Kaufman ef þeir bara fá hlutverk. „Þegar þér er sent Charlie Kauf- man-handrit, þá er það fyrsta sem þig langar að gera að ramma það inn,“ segir Kate Winslet í viðtali við USA Today. „Þú vilt geyma það og fægja.“ Elijah Wood, sem leikur tölvu- sérfræðing, segir að það sé hvernig Kaufman horfi á heiminn sem veki áhuga leikara. „Persónurnar eru meingallaðar, það sem þær segja er alls ekki rétt við aðstæðurnar sem þær eru í og það gerir manni svo auð- velt að nálgast þær. Og alveg sama hversu skrýtinn heimurinn er sem sagan gerist í, þá getur maður sam- samað sig við mannlega reynslu- heiminn,“ segir hann. Winslet segir sérvitrar persónur og einstakar sögufléttur vera það sem heilli hana við handrit Kaufmans. „Þegar maður horfir á myndirnar hans hugsar maður með sér að í raun ætti ekki að vera heil brú í þessu hjá honum en það er það samt. Ég veit ekki hvernig hann fer að þessu, ég vil bara að hann haldi áfram að skrifa.“ |hilo@mbl.is Inn og út um minningar Joel kemst að því að fyrrverandi kærasta hans Clementine hefur farið til sálfræðings til að þurrka út allar minn- ingarnar sem hún átti um Joel og samband þeirra. Joel finnst óhugsandi að vera enn ástfanginn af konu sem man ekki einu sinni eft- ir honum svo hann gerir slíkt hið sama. Mors Elling í Háskólabíói. Með Grete Nordrå, Christin Borge, Per Christian Ellefsen og Lena Meier- an. Eurotrip í Sambíóunum. Með Scott Mechlowicz, Jacob Pitts, Kristin Kreuk, Cathy Meils og Michelle Trachtenberg. Eternal Sunshine of the Spotless Mind í Regnboganum, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. Með Jim Carrey, Kate Winslet, Elijah Wood, Mark Ruffalo, Kirsten Dunst og Tom Wilkinson. Win a Date with Tad Hamilton! Með Kate Bosworth, Topher Grace, Josh Duhamel, Nathan Lane og Sean Hayes. Frumsýningar helgarinnar FRUMSÝNT Eternal Sunshine of the Spotless Mind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.