Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 3
Stutt- og heimildamyndagerð er góð iðkun. Hana stunda ófáir ungir Ís- lendingar og í þeim geira hérlendrar kvikmyndagerðar er gróska. Íslensk- ar myndir á Heimilda- og stuttmyndahátíð í Reykjavík eru tólf talsins og við fengum svör frá leikstjórum 91,67% þeirra við þremur spurningum. 1. Í stuttu máli – um hvað er myndin? 2. Hver er boðskapur myndarinnar? 3. Hvað gerir góða stuttmynd? MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11|6|2004 | FÓLKIÐ | 3 Bæjarlind 4 Kópavogi föstudag 11. JÚNÍ spútnik laugardag 12. JÚNÍ C M P/ N U N N Ö H - Ö K SSsól 10 tíma kort á aðeins 3500 kr. 12 tíma morgunkort 3500 kr Stakur tími 400 kr T I L B O Ð ljósab ekki Við no tum e inung is hág æða Eddufelli • s. 567 3535 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s RÓBERT DOUGLAS – SLÁ Í GEGN – MJÓDDIN 1. Myndin fjallar um starfsfólk í versl- unarkjarna Mjóddarinnar, draumar, martraðir og vænt- ingar. Þetta er heimildarmynd sem gengur fyrst og fremst út á skemmtanagildi en með þjóðfélagsgagnrýni undir niðri. 2. I’m sure I could be a movie star if I could get out of this place – Billy Joel, Piano Man. 3. Eins og flestar bíómyndir eru þær ann- aðhvort góðar eða slæmar. PÁLL STEINGRÍMSSON – ÍSHLJÓMAR 1. Íshljómar eru eins konar tónlistarmyndband. Myndin er í þrem þáttum teknum í, við, eða á ís. Hljóðfæraleik- arar eru tveir, Einar Jóhann- esson klarínettleikari og Jóel Pálsson sem spilar á saxófón og kontrabassaklarínett. Hann er líka höfundur tónlist- arinnar. Þetta er samspil myndforma og tóna sem í sumum tilfellum er mjög abstrakt. 2. Fyrir mér er myndin tilraun sem átt hefur langan aðdraganda. Frost og ís hefur alltaf vak- ið undrun mína og ýtt við hugarflugi. 3. Stuttmynd er eins og önnur sköpun. Ef þér liggur eitthvað á hjarta sem þú vilt segja eða láta aðra njóta með þér er stuttmyndin ein leið. Maður verður að finna sinn tjáningarmáta en þú verður að hafa eitthvað að segja sem skiptir máli. HRAFNHILDUR GUNNARS- DÓTTIR – ALIVE IN LIMBO 1. Kvikmyndin fjallar um einn alvarlegasta þáttinn í átökum araba og Ísraelsmanna, pal- estínska flóttafólkið í Líbanon. Umfjöllunin spannar tæpan áratug eða frá 1993 til 2002. 2. Kvikmyndin á að vekja fólk til umhugsunar um líf flóttafólksins í Líbanon og hvers vegna það er þar statt og hvers vegna svona lengi. Einnig vildum við vekja athygli á yf- irgangi Ísraela gagnvart Palestínuaröbum og Líbönum í trássi við alþjóðalög um flóttamenn sem hafa verið virt að vettugi af Ísraelum nú í 56 ár. 3. Það er ekkert eitt sem gerir góða heimild- armynd. Þær geta verið af ýmsum toga; sögu- legar, „verite“, viðtalsmyndir, „thereputic“ og tilraunakenndar og allar verið jafngóðar eða jafnvondar. En kannski skiptir mestu máli að hún segi einhverja sögu eða veki athygli á mál- efni sem gleymst hefur. Fyrir mig núna finnst mér mikilvægt að fjalla um málefni sem skiptir heimsbyggðina miklu máli, til að mynda um lýð- ræði, umhverfismál, stríð og í því framhaldi of- beldisfulla útþenslustefnu Englands, Banda- ríkjanna og Ísraels. LORTUR: BJARNI ÞÓR SIGURBJÖRNSSON OG HAFSTEINN GUNNAR SIGURÐSSON – KONUR: SKAPAVANDRÆÐI 1. Hugsjónir Ásdísar – ungs, lesb- ísks fem- ínista – ná tökum á til- finningalífi sínu. 2. Raunveru- leikinn er ekki alltaf byggður á staðreyndum og staðreyndir ekki alltaf byggðar á raunveruleikanum. 3. Hnitmiðuð hugsun sett fram á myndrænan hátt – eða eitthvað allt annað. LORTUR: HAFSTEINN GUNNAR SIGURÐSSON OG KRISTJÁN LEIFUR PÁLSSON – GRÖN: MOTTAN TALAR 1. Myndin fjallar í stuttu máli um sálræn áhrif skeggvaxtar. Við fylgjumst með degi í lífi fjög- urra ungra manna í miðbæ Reykjavíkur sem all- ir eiga það sameiginlegt að bera yfirvar- arskegg. Pönkað, kald- hæðið hvers- dagsdrama. 2. Fall feðra- veldsins – Krísa karl- mennsk- unnar. 3. Feitir styrk- ir, hönnun og markaðssetning. GRÍMUR HÁKONARSON – SÍÐUSTU ORÐ HREGGVIÐS 1. Hreggviður er hægrimaður af gamla skól- anum og fastapenni sem var upp á sitt besta á tímum kalda stríðsins. Honum líkar ekki hvern- ig Morgunblaðið hefur mildast í afstöðu sinni til ýmissa mála og hefur gert Sturlaug ritstjóra að sínum nýja óvini. Hreggviður fellur skyndilega frá þegar hann er á leiðinni með svargrein til Sturlaugs. Greinin berst Sturlaugi en hann birt- ir hana ekki þar sem hann heldur að Hregg- viður sé allur. En Hreggviður gefst ekki upp fyrr en hann hefur sagt sitt síðasta orð. 2. Myndin varpar fram þeirri spurningu hvað gerist ef framliðnir menn fá að skrifa í blöðin. Ef skoðanir sem heyra sögunni til halda áfram að móta þjóðfélagið sem við búum í. Myndin fjallar einnig um sögulega arfleifð og ímynd Morgunblaðsins og kemur inn á ástandið á fjöl- miðlamarkaði nú um stundir. 3. Góð stuttmynd þarf fyrst og fremst að vera stutt og hnitmiðuð. Maður þarf eiginlega að koma sér beint að efninu og eyða minna púðri í kynningu á karakterum og sögulega uppbygg- ingu. Stuttmynd er oft bara eitt atvik eða einn brandari sem gerist í sama tíma og rúmi. Síð- ustu orð Hreggviðs er reyndar sögumynd sem lýtur sömu lögmálum og mynd í fullri lengd, en hún er líka 22 mínútur og ætti því frekar að flokkast sem sjónvarpsmynd. RÚNAR E. RÚNARSSON – BRAGUR 1. Myndin fjallar um samband ellilífeyrisþeg- ans Bubba og húshjálparinnar Arnars. 2. Tilgangurinn er ekki að koma með eina ákveðna niðurstöðu heldur að segja hvers- dagslega sögu sem mér finnst eiga erindi til fólks. 3. Snertir við áhorfendum og vekur þá til um- hugsunar og/eða skilur eftir hjá þeim tilfinn- ingu sem fylgir þeim e-ð eftir áhorf. Ekki skemmir þó fyrir að myndin sé skemmtileg á einn eða annan hátt. SVEINN M. SVEINSSON – HEIMUR KULDANS 1. Ragnar Axelsson, eða RAX, er óumdeildur snillingur á sviði svart-hvítra ljósmynda og hefur unnið til ótal al- þjóðlegra viðurkenninga und- anfarin ár. Ég slóst í för með honum til nyrstu byggða ver- aldar, þar sem hann hafði ver- ið 15 árum áður og myndað veiðimenn á svæðinu Norðan Thule-herstöðv- arinnar á vesturströnd Norður-Grænlands. Árið 1953 voru íbúar Dundas eða Thule hraktir burt og fluttir norður til Qaanaaq, þegar Bandaríkja- menn og Danir ákváðu að byggja þarna her- stöð. Íbúar Qaanaaq eru um 600 talsins og hafa lifað af veiðum fram til þessa. 2. Í myndinni fær áhorfandinn að skyggnast inn í hugarheim listamannsins, ljósmyndarans, sem hefur þá hugsjón að fanga á svarthvíta filmu lífshætti og veiðiaðferðir sem eru á und- anhaldi í heiminum. Hvaða áhrif hefur tíminn og tæknivæðingin á viðurværi fólks á fjar- lægum slóðum og hvaða tilfinningar vakna við upplifunina? Er verið að varðveita minningar um þessa hluti sem eru að hverfa nógu vel eða er borin næg virðing fyrir því sem var? Í þessari mynd kemur skýrt fram hversu mögnuð áhrif sekúndubrotsins sem fryst er í svarthvítri mynd hefur í samanburði við kvikmynd í lit af líðandi stund. 3. Ef sögumaðurinn er góður verður myndin góð. HAUKUR MÁR HELGASON – ÁRÓÐUR 1. Myndin er um tvo unga heimspekinga sem ræna for- sætisráðherra lýðveldisins, sem er leikinn af Önnu Krist- ínu Arngrímsdótur, ásamt syni hennar og neyða þau til þátttöku í sókratískri sam- ræðu um ofbeldi. Mæðginin eru treg til, enda neyðarlegt umræðuefni, Ísland er eitt- hvað að bjástra við stríð. 2. Hm… ég er dáldið peda- gógískur, þannig að trúlega er einhver boðskapur í myndinni, þó að ég þoli eig- inlega ekki myndir með of miklum boðskap. Jæja, ég held að mér hafi samt tek- ist að stilla upp tveimur gjörsamlega andstæðum sjónarhólum, öðrum mann- úðlegum og hinum fasískum, án þess að gera upp á milli þeirra. Ég var eitthvað að reyna að hreinsa þá. En boðskapurinn er þá kannski að hið raunverulega val liggi þarna á milli, og til- raunir til að gefa árásarstríði mannúðlegt yf- irbragð séu hlægilegar. En æ, nei, myndin hef- ur ekki alveg skýran boðskap, það er bara lygi. 3. Djörfung. JÓN KARL HELGASON – MÓÐAN – ÁSTARSAGA Á ÞVOTTAPLANI 1. Sagan gerist á þvottaplani bensínstöðvar klukkan sex að morgni. Flugfreyjan Arna er á leið í flug, læsir sig úti en inni í bílnum eru hundur og lít- ið barn. Öryggisvörðurinn Egill er á leið heim úr vinnu þegar hann verður þess var að ekki er allt með felldu á þvottapl- aninu. 2. Það er svolítið erfitt að tala um boðskap. Þetta er lítil og létt afþreyingarmynd og á ekki að vera þrungin af boðskap. 3. Stuttmynd er góð þegar sagan er einföld og karakterarnir einfaldir. HULDAR FREYR ARNARSON – BLIND DATE 1. Svört kómedía um varfær- inn mann sem fer á blint stefnumót með konu sem er gangandi slysagildra. 2. Óttinn er einn höfuðóvinur mannsins. 3. Að mínu mati er hún ögr- andi, fersk, nýstárleg og skemmtileg. |ivarpall@mbl.is Stutt og laggott 10.–14. júní Heimilda- og stuttmyndahátíð í Reykjavík HULDAR FREYR ARNARSON PÁLL STEINGRÍMSSON HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR BJARNI ÞÓR SIGURBJÖRNSSON OG HAF- STEINN GUNNAR SIGURÐSSON HJÁ LORTI. RÚNAR RÚNARSSON OG GRÍMUR HÁKONARSON. HAUKUR MÁR HELGASON SVEINN M. SVEINSSON RÓBERT DOUGLAS JÓN KARL HELGASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.