Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 Toyota Landcruiser 90 GX árg. 1998, sjálfsk., ek. 186 þús. Verð 1.990 þús. Toyota Avensis S/D VVTI árg. 2002, sjálfsk., ek. 50 þús. Verð 1.610 þús. Lexus IS 300 Sport árg. 2003, sjálfsk., ek. 9 þús., 18" álfelgur. Einn með öllu. Verð 4.350 þús. Nissan Almera GTI árg. 1997, 5 gíra, ek. 150 þús. Álfelgur, topplúga. Verð 670 þús. Toyota Yaris T Sport árg. 2002, 5 gíra, ek. 26 þús. Verð 1.250 þús. Toyota Avensis 1,6 árg. 1998, 5 gíra, ek. 155 þús. Verð 680 þús. EINU sinni var Mitsubishi Colt smá- bíll sem seldist ágætlega hér á landi. Síðan hefur dregið úr vinsældum bílsins enda hann ekki verið endur- nýjaður eins og aðrir bílar með tíð og tíma. Nú hefur Mitsubishi kynnt nýja kynslóð Colt, þá sjöttu, og miðað við fyrstu kynni af honum í heimsborg- inni Barcelona, þar sem bíllinn hefur verið í kynningu fyrir fjölmiðla síðan í mars, kemur þessi bíll með látum inn í harða samkeppni á þessum mark- aði, þar sem fyrir eru bílar eins og Toyota Yaris, Honda Jazz, Peugeot 206, Hyundai Getz og fleiri. Fram kom í kynningu Mitsubishi á bílnum að hinn dæmigerði kaupandi á að vera hún Lísa; 25 ára gömul kona sem er að kaupa sinn fyrsta nýja bíl. Staðfært upp á flestar aðstæður þyrfti Lísa þessi að búa í Undralandi því flestar konur á þessum aldri eru annaðhvort ennþá í námi eða að farn- ar að greiða af háum námslánum og því ólíklegasti kaupendahópur hvaða nýja bíls sem er. En vissulega myndi Colt henta ungum konum ekki síður en körlum. Sala í Evrópu á bílum í þessum stærðarflokki, B-flokki, er 4,3 milljónir bíla á ári og sættir Mits- ubishi sig við 100.000 bíla á ári, a.m.k. til að að byrja með, eða 2,5% mark- aðshlutdeild. Mikið hjólhaf – hannaður í Evrópu Miðað við þessa bíla er Colt tals- vert stór bíll. Hann er lengri en þeir allir en reyndar styttri en VW Polo en á hinn bóginn fimm cm breiðari. Frá hlið minnir útlit bílsins ekki lít- ið á Mercedes-Benz A en jafnframt verður manni strax ljóst að hönnunin á bílnum, með afar teygðu hjólhafi, miðar að því að gera innanrýmið sem mest. Þetta er hábyggður smábíll með snert af fjölnotabílslagi og hann- aður af Mitsubishi Design í Evrópu. Framendinn er brattur og framrúðan stór og stórar margspegla framlugtir setja svip á framendann. Að aftan er bíllinn þverskorinn og mestan svip þar setur hástæður afturlugtaklasinn sem nær nánast frá stuðara upp að þakbrún. Hönnunin er lagleg en það er ekkert nýtt blað brotið í þeim efn- um. Segja má að nýr Colt sé útlits- lega í takt við nýjustu bílana í þessum stærðarflokki þar sem áherslan hef- ur færst frá hinu sportlega yfir í hið hagnýta. Innanrýmið vekur mikla athygli í Colt. Þar er í ýmsum atriðum vikið frá hinu hefðbundna, ekki síst í efn- isnotkun. Mælaborðið er úr vönduðu plastefni með óvenjulegri fernings- laga áferð og mælar eru úr gegnsæju plasti sem gefa innréttingunni fersk- legt yfirbragð. Sætin eru þægileg og með óvenju langri setu, sem er þægi- legt í langkeyrslu. Í prófunarbílnum voru þau með einlitu, rauðu og slit- sterku áklæði. Bíllinn er rúmgóður og státar hann af mestu heildarfóta- rými helstu keppinautanna, þ.e. Peugeot 206, Honda Jazz og Toyota Yaris. Aftursætisbekkurinn er tví- skiptur, 60/40, og hann er á sleða, eins og í Yaris og Jazz, þannig að há- vaxinn farþegi getur fært bekkinn aftur um allt að 15 cm og getur þá notið meiri þæginda en búast hefði mátt við, sérstaklega þar sem höfuð- rýmið er mikið. Hægt er að fella aft- ursætisbökin niður og fella sjálf sæt- in upp að framsætum ef flytja þarf stóra hluti, og það sem meira er þá er hægt að taka aftursætin með öllu úr bílnum og mynda þannig 645 lítra flutningsrými. Þriggja strokka dísill og Allshift Fyrst um sinn verður bíllinn ein- göngu fáanlegur fimm dyra, en þrennra dyra bíllinn, sem kemur seinna á markað, verður sjálfstæður bíll en ekki byggður á þeim fimm dyra. Bíllinn er boðinn með þremur gerðum bensínvéla, 1,1 lítra, 1,3 lítra og 1,5 lítra, sem allar eru með VVTi- kerfi og smíðaðar af DaimlerChrysl- er í Þýskalandi. Þá eru tvær dísilvél- ar líka í boði, þ.e. þriggja strokka, 1,5 lítra, 68 og 95 hestafla. Í stað sjálf- skiptingar býður Mitsubishi bílinn með svokallaðri Allshift, sem er kúp- lingslaus hálfsjálfskipting. Æ fleiri bílaframleiðendur eru farnir að bjóða þessa gerð gírskiptingar í stað sjálf- skiptingar, enda hefur hún þann kost fyrir þá að hún er umtalsvert ódýrari í framleiðslu en hefðbundin sjálf- skipting. Sá kostur er einnig til stað- ar að eyðslan er minni með þessari gerð skiptingar en hefðbundinni sjálfskiptingu. Bíllinn var fyrst prófaður með 1,5 lítra bensínvélinni, sem er 109 hest- öfl. Leiðin lá í gegnum þunga umferð- ina út á aðalveginn í gegnum Barce- lona, Diagonal. Þaðan var haldið í hring í kringum borgina í sveitaum- hverfi og fjallavegum. Vélin er rösk og lipur en togar að sjálfsögðu ekki jafnmikið og dísilvélin, sem seinna var prófuð. Af þeim sökum var bíllinn stöðugt að skipta sér upp og niður þegar hann var hafður í sjálfskipti- valinu. Þetta, ásamt hikinu í sjálf- skiptivalinu, fór í taugarnar á und- irrituðum sem komst að þeirri niðurstöðu að með þessari vél hentaði bíllinn betur með hefðbundinni hand- skiptingu. Annað var uppi á teningn- um í dísilknúna bílnum sem togar 210 Newtonmetra að hámarki. Í honum var skiptingin til friðs og var reyndar bara nokkuð þægileg. Nú fer að verða raunhæfur kostur fyrir al- menning hér á landi að kaupa dís- ilbíla og Colt með þessari skemmti- legu þriggja strokka dísilvél og Allshift ætti að vera valkostur sem vert er að hyggja að. Ekkert er þó enn ljóst með verðið á bílnum, sem verður ekki til sölu hér á landi fyrr en seint á þessu ári. Það er ljóst að Mitsubishi hefur tekist mætavel upp með nýjan Colt, sem virkar bæði vel smíðaður og með góða aksturseiginleika. Athygli vakti líka hve vel hljóðeinangraður bíllinn er, en hann deilir undirvagni með Smart Four-Four, sem er annar bíll sem heyrir til undir regnhlíf Daiml- erChrysler. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Mitsubishi Colt er hábyggður smábíll með miklu innanrými. Aksturseiginleikarnir eru prýðilegir og hljóðeinangrun góð. Frískleg innanrýmishönnun – gegnsæir takkar og óvenjulegt litaval. Hliðarsvipurinn minnir á A-bíl Mercedes-Benz. Hjólhafið er mikið. Mitsubishi Colt og Lísa í Undralandi REYNSLUAKSTUR Mitsubishi Colt Guðjón Guðmundsson Vélar: 1,1, 1,3, og 1,5 lítra bensínvélar, 75, 95 og 109 hestafla, 1,5 lítra dís- ilvélar, 95 og 68 hestafla. Gírskipting: Fimm gíra handskipting eða fimm gíra Allshift kúplingslaus með sjálfskiptivali. Lengd: 3.870 mm. Breidd: 1.695 mm. Farangursrými: 220–645 lítrar. Mitsubishi Colt MITSUBISHI hefur blásið til sókn- ar í Evrópu og ætlar sér stærri hlut af sneiðinni á þessum næst- stærsta bílamarkaði í heimi. Ekki er langt síðan jepplingur Outlander kom á markað eftir að hafa verið fáanlegur í Japan og Bandaríkj- unum og fyrir skemmstu kom Lancer með andlitslyftingu og von er á alveg nýjum bíl af þeirri gerð innan skamms. Í Barcelona hefur síðan í mars staðið yfir kynning á einum mikilvægasta bíl Mitsubishi í Evrópu sem er Colt, bíll í B-flokki, en samtals seldust 4,3 milljónir bíla í þeim flokki á síðasta ári. Á blaðamannafundi þar sem bíll- inn var kynntur kynntu forsvars- menn kynningarmála hjá Mitsub- ishi Evrópu þá ákvörðun DaimlerChrysler, sem á um 36% hlut í Mitsubishi, að verja ekki meiri fjármunum til þróunar og framleiðslu nýrra bíla hjá Mitsub- ishi. Colt var einmitt fyrsti nýi bíll- inn frá Mitsubishi eftir að sam- starf tókst með fyrirtækjunum tveimur og er hann byggður á sama undirvagni og Smart Four- Four sportbíllinn. Alex Thomas, framkvæmdastjóri almanna- tengsla hjá Mitsubishi Motors Evr- ópu, sagði að tekist hefði samstarf við aðra eigendur fyrirtækisins, þ.e. Mitsubishi Heavy Industries, Bank of Tokyo og fleiri aðila um að koma að fjármögnun fyrirtækisins í stað DaimlerChrysler, og benti hann á að fjárhagslegur styrkur þessara aðila væri fimm sinnum meiri en DaimlerChrysler. Mitsub- ishi Evrópu væri því í fullu fjöri og ætlaði sér að selja 100.000 Colt í Evrópu og ná þar með 2,5% markaðshlutdeild. DaimlerChrysler heldur að sér höndum gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.